Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 36
spánni 2019. Af orðum seðlabanka- stjóra má ráða að ekki séu líkur til að spá um 0,8% hagvöxt muni stand- ast. Á fundinum í gær sagði hann að bankinn ætti eins og aðrir erfitt með að gera sér grein fyrir hvað í raun væri að gerast. Undir það tók að- stoðarseðlabankastjóri, sem sagði bankann keyra ólíkar sviðsmyndir gegnum spálíkön sín en að ekki væri á það að stóla að þau tækju mikið mark á niðurstöðunum að degi liðn- um. Svo hröð væri framvindan í efnahagsmálum heimsins um þessar mundir. Samhliða ákvörðun um að lækka meginvexti bankans tók peninga- stefnunefnd einnig ákvörðun um að færa meðaltalsbindiskyldu fjár- málastofnana, sem verið hefur 1%, niður í 0%. Þá hefur reglum um fasta bindiskyldu, sem áfram mun vera 1%, verið breytt. Breytingarn- ar tvær valda því að sögn bankans að lausafjárstaða bankanna sam- kvæmt lausafjárreglum rými sem nemi 40 milljörðum í heild. Taka breytingarnar gildi 21. mars. Með þessu vill bankinn auka lausafé í umferð og bæta aðstöðu fjármála- stofnana til að styðja við viðskipta- menn sína. Stuttur aðdragandi Seðlabankastjóri staðfestir að hann hafi ákveðið að kalla saman peningastefnunefndina á föstudag- inn. Í viðtali við ViðskiptaMoggann í síðustu viku sagði hann að bankinn myndi ekki flýta vaxtaákvörðun sinni en í samtali við blaðið í gær sagði hann að hlutir hefðu þróast hratt á verri veg og því hefði þessi ákvörðun verið tekin. Peningastefnunefnd fundaði á mánudag og þriðjudag eins og venja er en Ásgeir staðfestir að fundir nefndarinnar hafi verið stuttir að þessu sinni. Hann vildi ekki gefa upp hvort nefndarmenn hefðu allir verið sammála tillögu hans um að lækka meginvextina um 0,5 prósentur. Hefð er fyrir því að afstaða nefndar- manna sé ekki opinberuð fyrr en fundargerð nefndarinnar er birt en það gerist skv. starfsreglum nefndarinnar að tveimur vikum liðnum. Loks hægt að taka ákvörðun Seðlabankinn hefur að undan- förnu verið þráspurður út í þá ákvörðun sem leiddi til þess að svo- kallaður sveiflujöfnunarauki á eigin fé bankastofnana var hækkaður nú í byrjun febrúar. Hefur seðlabanka- stjóri bent á að það sé í valdi fjár- málastöðugleikanefndar að ákveða umfang aukans, en nefndin hefur ekki enn komið saman. Það var ekki fyrr en á föstudag sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði ytri nefndarmenn í nefndina. Í fyrradag setti nefndin sér starfsreglur og að sögn seðlabankastjóra stefndi bankaráð Seðlabankans að því að staðfesta þær fyrir lok dags í gær. Er nefndinni þá ekkert að vanbúnaði að taka málið fyrir en skv. upplýs- ingum frá bankanum hefur fundur ekki enn verið boðaður í nefndinni. Fullkomin óvissa í kortunum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Banki bankanna Seðlabankinn leggur nú megináherslu á lausafjárstöðu kerfisins og að bankar miðli því áfram. Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundinum í gærmorgun.  Mánaðargömul hagspá Seðlabankans „úrelt“ að sögn bankastjóra  Stýrivextir lækkaðir  Vilja auka lausafé í umferð  Ákvörðunar nýrrar fjármálastöðugleikanefndar enn beðið Skjótt skipast veður » Í október gerði Seðlabank- inn ráð fyrir 1,6% hagvexti í ár. » Í febrúar var spáin færð nið- ur í 0,8% » Nú segir bankinn fullkomna óvissu uppi um hagvöxt á árinu. » Stýrivextir hafa lækkað um 2,25 prósentur frá því í maí í fyrra og eru nú 2,25%. BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Íslenski hlutabréfamarkaðurinn tók í gærmorgun vel í þá ákvörðun pen- ingastefnunefndar Seðlabanka Ís- lands að lækka meginvexti bankans um 0,5 prósentur. Þegar leið á dag- inn gaf hlutabréfaverðið þó aðeins eftir, ekki síst eftir að í ljós kom að hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjun- um héldu áfram að lækka í kjölfar þess að kauphallir vestanhafs opn- uðu. Það var nokkuð þungt yfir Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra og Rann- veigu Sigurðardóttur aðstoðarseðla- bankastjóra þegar þau kynntu ákvörðun nefndarinnar kl. 10 í gær- morgun. Samkvæmt dagskrá bank- ans átti ekki að kynna vaxtaákvörð- un fyrr en á miðvikudag í næstu viku. Spár bankans í uppnámi Þegar seðlabankastjóri hafði lokið við að lesa upp stutta yfirlýsingu nefndarinnar þar sem ákvörðunin var rökstudd var opnað fyrir spurn- ingar. Var þar m.a. spurt út í efna- hagsspá bankans sem kynnt var í byrjun febrúarmánaðar og hvaða þýðingu hún hefði enn. Var banka- stjóri skorinorður þegar hann sagði spána einfaldlega „úrelta“. Þar var eflaust ekki of djúpt í árinni tekið. Í fyrrnefndri spá sagði m.a.: „Þrátt fyrir vaxandi áhyggjur af áhrifum útbreiðslu nýrrar veirusýk- ingar í Kína hefur óvissa um alþjóð- legar efnahagshorfur minnkað frá því í nóvember og minni líkur eru á að alþjóðlegur hagvöxtur gefi enn frekar eftir.“ Spá bankans gerði ráð fyrir að hagvöxtur á árinu yrði 0,8% og hafði þá lækkað úr 1,6% frá október- 36 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2020 Alþjóðlega greiðslumiðl- unarfyrirtækið Salt Pay Co Ltd. hefur keypt 63,5% hlut Ís- landsbanka í greiðslumiðl- unarfyrirtækinu Borgun. Í tilkynningu frá bankanum segir að samhliða kaupi Salt Pay Co einn- ig eignarhlut Eignarhaldsfélagsins Borgunar slf. og muni í kjölfar kaup- anna fara með 95,9% hlutafjár í Borgun. Kaupverð fyrirtækisins er sagt trúnaðarmál, en salan mun sam- kvæmt tilkynningunni hafa óveruleg áhrif á rekstur bankans. Þá kemur fram í tilkynningu Ís- landsbanka að leiðrétt fyrir rekstri Borgunar hefðu þóknanatekjur sam- stæðu Íslandsbanka fyrir árið 2019 dregist saman um 13%, rekstrar- gjöld lækkað um 13% og kostnaðar- hlutfall lækkað um fjögur prósentu- stig. Salan hefði því jákvæð áhrif á eiginfjárhlutföll bankans og lausa- fjárhlutföll lækki lítillega. Þau eru þó enn vel yfir markmiðum bankans og kröfum eftirlitsaðila, samkvæmt tilkynningunni. Borgun til Salt Pay Miðlun Borgun var stofnað árið 1980.  Íslandsbanki og Borgun slf. seldu Vandaðir gönguskór í úrvali TPS 520GV EVO MM-ML Kr. 37.990.- Herra/Dömu Herra Herra Dömu FALCON GV kr. 27.490.- MSALPTRAINER MIDGTX Kr. 25.990.- WSALPENROSE ULTRAMIDGTX Kr. 26.490.- Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.