Morgunblaðið - 12.03.2020, Síða 40

Morgunblaðið - 12.03.2020, Síða 40
40 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2020 Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður Pantaðu tíma í göngugreiningu hjá okkur s. 533 1314 Við erum hér til að aðstoða þig! -- Lífrænt RAUÐRÓFUDUFT í hylkjum Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna Í aldanna raðir hefur neysla á rauðrófum verið talin geta haft ýmis heilsueflandi áhrif m.a.: 100% náttúrulegt og án allra aukaefna. 2 hylki á dag. Nítröt í rauðrófum hafa áhrif á blóðþrýsting. Þeir sem hafa lágan blóðþrýsting eða taka blóðþrýstingslyf ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir bæta rauðrófum við mataræði sitt. • Lækk blóðþrýstings • Aukið blóðflæði • Bætt súrefnisupptaka • Aukið úthald, þrek og orka • Minni bólguviðbragða • Heilbrigðara hjarta- og æðakerfi Nítján ríki Bandaríkjanna höfðu í gær lýst yfir neyðarástandi vegna kórónuveirunnar eftir því sem dag- blaðið Washington Post greindi frá. Fjöldi smitaðra í landinu er kominn yfir eitt þúsund og hafði 31 látist af völdum veirunnar þegar bandarískir fjölmiðlar greindu frá stöðunni um miðjan dag í gær. Talið er að fjöldi manns hafi smit- ast á ráðstefnu í Boston í febrúar, en einnig hefur fjöldi smittilfella komið upp á og við umönnunarheimili í borginni Seattle. Hafa allar sam- komur sem telja fleiri en 250 manns verið bannaðar þar í borg. Þjóðvarðlið í New York Borgin New Rochelle í New York hefur verið einangruð vegna fjölda smita og kallaði Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, þjóðvarðlið á vettvang í fyrradag til að takmarka umferð fólks út úr borginni auk þess að vera til aðstoðar, svo sem við að koma matvælum til fólks og sinna þrifum á opinberum svæðum. Donald Trump forseti heimsótti sóttvarnamiðstöðina í Atlanta á föstudaginn og sagði þar meðal ann- ars að nóg væri til af búnaði til að framkvæma veiruprófanir á öllum sem á þyrftu að halda. Fá ekki greidda veikindadaga Margir Bandaríkjamenn forðast þó í lengstu lög að leita læknis vegna kostnaðarins sem því fylgir og ekki er annað áhyggjuefni tengt kórónu- faraldrinum síðra; fæstir launþegar í Bandaríkjunum fá veikindadaga greidda, sem táknar að hálfs mán- aðar sóttkví kostar þorra vinnandi fólks í landinu hálf mánaðarlaun. Starfsfólk Hvíta hússins er tekið að tínast á brott í sóttkví en forset- inn sjálfur heldur því fram kok- hraustur að honum hafi verið að tjáð að hann þurfi ekki að gangast undir veirupróf þrátt fyrir að hafa verið á samkomu þar sem smituð mann- eskja var einnig. Þá hefur Trump, auk fleiri stjórnmálamanna úr röð- um repúblikana, verið gagnrýndur fyrir notkun fordómahlaðinna hug- taka á borð við „Kínaveiru“ og „Wuhan-veiru“ um faraldurinn. Þjóðin í sóttkví? Hagfræðingar segja kórónuveir- una mestu ógn sem steðjað hafi að bandarísku hagkerfi síðan fjármála- hrunið varð fyrir rúmum áratug. Verra sé hins vegar að nú séu færri verkfæri til reiðu sem vitað sé að dugi gegn vágestinum, en þegar bankarnir féllu. Er þá eina leiðin að setja þjóðina í sóttkví? „Líkurnar á að það gerist í Bandaríkjunum eru ákaflega litlar,“ sagði dr. Irwin Redlener, forstöðu- maður Hamfaramiðstöðvar Col- umbia-háskólans, við BBC í gær. Sagði hann slíka ráðstöfun jafngilda því að setja herlög. AFP Tómar hillur Handspritt hefur selst upp í New York-borg sem og víðar vegna kórónuveirufaraldursins. Neyðarástandi lýst yfir í nítján ríkjum vestanhafs  Samkomubann í Seattle  Óttast launaleysi í sóttkví Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, hefur sótt í sig veðrið eftir rólega byrjun í forkosningum Demókrata- flokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 3. nóvember og er eftir kosningu í sex ríkjum í fyrradag líklegri þeirra Bernie Sanders til að etja kappi við sitjandi forseta, Donald Trump. Þingkonan Tulsi Gabbard er langt á eftir með tvo kjörmenn en aðrir hafa lagt árar í bát. Biden hefur farið með sigur af hólmi í 15 af 24 ríkjum þar sem geng- ið hefur verið til forkosninga. Hann hefur nú 857 kjörmenn á bak við sig en Sanders 709. Frambjóðandi þarf að tryggja sér 1.991 kjörmann til að standa uppi sem sigurvegari í for- kosningunum. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs telja tap Sanders í Mich- igan á þriðjudaginn upphaf endaloka baráttu hans, en þar hlaut hann meirihluta árið 2016. Vendipunktur í næstu viku Næstkomandi þriðjudag verður kosið í fjórum ríkjum þar sem alls 577 kjörmenn eru undir. Þetta eru Flór- ída, Illinois, Ohio og Arizona, ríkin sem í þessum forkosningum eru talin hinsta vígi Bernie Sanders. Verði Joe Biden valkostur meirihluta kjósenda á þriðjudaginn er því spáð að þrýst- ingur innan Demókrataflokksins á Sanders að láta gott heita verði meiri en öldungadeildarþingmaðurinn frá Vermont geti staðist. „Í kvöld höfum við stigið skrefi nær því að reisn og heiður ríki á ný innan veggja Hvíta hússins,“ sagði Biden í ræðu sem hann flutti í Phila- delphia á þriðjudagskvöld. Sagði hann demókrata, þar með talda stuðningsmenn Bernie Sanders, geta skákað Donald Trump. „Stefna Do- nald Trump, „Ameríka fyrst“, hefur einangrað Ameríku,“ sagði Biden enn fremur. Minnti á efnahagshrunið Því hefur gjarnan verið haldið á lofti að enginn standi með pálmann í höndunum í forvali demókrata án stuðnings þeldökkra kjósenda og fékk sú kenning byr undir báða vængi í Mississippi á þriðjudaginn þar sem svartir eru rúmlega 60 pró- sent kjósenda, en Biden fór þar með stórsigur af hólmi. Kórónuveirutengt hlutabréfahrun á Wall Street varð Sanders að vopni í rimmunni og minnti hann kjósendur á, í ræðu á mánudaginn, að Biden á sínum tíma „skar glæpamennina á Wall Street úr snörunni, sem næst- um lögðu efnahag okkar í rúst fyrir 12 árum“. Þá hefur hann gagnrýnt andstæðing sinn fyrir að þiggja kosn- ingastyrki af auðmönnum á meðan sjóðir Sanders sjálfs komi nánast úr samskotabaukum. Upphaf enda- loka Sanders  Forkosningar næstu viku hinsta vígið AFP Aflýst Kosningafundi Sanders í Cleveland var aflýst á þriðjudaginn. Forval demókrata » Joe Biden er nú með 857 kjörmenn á bak við sig eftir að hafa unnið fjögur af þeim sex ríkjum sem kusu í fyrrinótt. » Bernie Sanders er með 709 kjörmenn, en einungis var staðfest í gær að hann hefði unnið North Dakota-ríki. » Mestu munaði um Michigan, sem Biden vann með yfirburð- um, en Sanders hafði þar betur gegn Hillary Clinton í forvalinu 2016. Kvikmyndamógúllinn Harvey Weinstein var í gær dæmdur í 23 ára fangelsi fyrir nauðgun og kyn- ferðisbrot af dómstóli í New York. Hann var fundinn sekur af kvið- dómi fyrir tveimur vikum. Wein- stein hefði mest getað fengið 29 ára dóm fyrir brotin tvö samanlögð. Lögmenn Weinstein höfðu áður far- ið fram á að hann yrði dæmdur í mesta lagi í fimm ára fangelsi en lögmenn brotaþola fóru fram á há- marksrefsingu. Weinstein mun á næstunni þurfa að koma fyrir dóm í Los Angeles þar sem hann er einnig ákærður fyrir nauðgun. BANDARÍKIN Weinstein fékk 23 ára fangelsisdóm

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.