Morgunblaðið - 12.03.2020, Side 52

Morgunblaðið - 12.03.2020, Side 52
Jón Örn Guðbjartsson Samskiptastjóri Hvað eiga Þjóðleikhúsið og Hösk- uldsskáli sameiginlegt? Við þessari spurningu eru án vafa mörg ólík svör en líklega er það besta tengt því að bæði þessi hús fá drjúgan hluta af persónuleika sínum í hrafntinnu. Höskuldsskáli stendur í rösklega þúsund metra hæð yfir sjávarmáli við Hrafntinnusker sem er ekkert venjulegt sker, heldur ríflega ellefu hundruð metra hátt fjall á sjálfum Laugaveginum, einni þekktustu gönguleið á Íslandi. Staðurinn sækir nafngiftina í hrafntinnu sem er svart eða mjög dökklitað gler sem myndast í eldgosi þar sem líparít kemur gjarnan við sögu. Hér á landi er mest af hrafn- tinnu í Hrafntinnuskeri og Hrafn- tinnuhrauni á Torfajökulssvæðinu. Fyrr á öldum var hrafntinna notuð í vopn en þekktasta notkun hennar á Íslandi á síðari tímum er líklega í mulningi utan á Þjóðleikhúsið sem Guðjón Samúelsson teiknaði. Reynd- ar hafði Guðjón dálæti á hrafntinnu eins og margir Íslendingar og því er hún líka einkennandi fyrir margt í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Þar eru tröppur við innganginn úr hrafn- tinnu og grænar hellur fyrir utan að- aldyrnar eru úr blöndu af grænu líp- aríti og hrafntinnu. Höskuldsskáli í uppháhaldi Höskuldsskáli er einn af fjölmörg- um skálum Ferðafélagsins sem allir geta notað óháð aðild að félaginu. Jó- hann Kári Ívarsson, rekstrarstjóri skála hjá Ferðafélaginu, þekkir vel alla þessa skála en líklega engan bet- ur en Höskuldsskála í Hrafntinnu- skeri. Jóhann hóf störf hjá Ferða- félaginu sem skálavörður árið 2012 og vann lengst af í Hrafntinnuskeri áður en hann færði sig um set en hann starfar nú á skrifstofu FÍ í Reykjavík. Þar hefur hann umsjón með skálavörðunum og vaktaplönum þeirra ásamt dreifingu rekstrar- og söluvarnings til skálanna. Það gerir hann með góðu samstarfsfólki, þeim Stefáni Jökli Jakobssyni, Lilju Hrönn Guðmundsdóttur og Halldóri Hafdal Halldórssyni eða Dóra í Hornbjargsvita eins og sumir kalla hann. „Systir mín vann sem skálavörður í fjöldamörg sumur í Langadal og því fannst mér alveg rakið að fylgja í hennar fótspor og sækja líka um sem skálavörður,“ segir Jóhann Kári. „Ég fékk starfið og það hent- aði mér fullkomlega. Ég byrjaði tvö sumur í Landmannalaugum, og svo dró ég besta vin minn, Anders Rafn Sigþórsson, með mér upp í Hrafn- tinnusker þar sem við eyddum fimm sumrum saman. Það er án efa uppá- haldsskálinn minn, enda hafði ég oft heimsótt skálann í æsku með pabba sem var mikið tengdur Ferðafélag- inu.“ Jóhann Kári segir að faðir sinn hafi eiginlega verið sjálfboðaliði hjá Ferðafélaginu með Höskulds- skála í Hrafntinnuskeri í fóstri ásamt góðum vinum sínum í meira en tvo áratugi. Að hans dómi er Höskuldsskáli í hálfgerðum sér- flokki þegar horft er til sæluhúsa á Laugaveginum. Það liggi enginn almennilegur vegur að honum, ein- göngu illfær slóði sem sé undir snjó langt fram á sumar. „Yfirleitt eru engir þarna á ferðinni nema fótgangandi og stundum trússarar á öflugum jeppum.“ Mikilvægir skálar á merkilegri leið Yfir sumarið eru skálaverðir í nær öllum stærri skálum Ferðafélagsins sem standa við fjölfarnar gönguleið- ir, eins og til dæmis á Laugaveg- inum. En hver er þessi vinsæli Laugavegur sem á sér alnafna í mið- borg Reykjavík sem hefur í hartnær öld verið fjölfarnasta gatan í þétt- býli? Jú, Laugavegurinn er gönguleiðin á milli Landmannalauga og Þórs- merkur og fagnar því að vera á lista yfir fegurstu og bestu gönguleiðir í heimi. Landslagið er með ólíkindum á þessari leið, kjarrlendi og svartir sandar, litskrúðugt líparít, hrafn- tinnuhraun og sker, hvæsandi hver- ir, lækir, vötn og tindar. Þótt náttúr- an leiki auðvitað aðalhlutverkið í vinsældum Laugavegarins má líka þakka þær markvissri uppbyggingu Ferðafélagsins allt frá árinu 1975. Skálar Ferðafélagsins á Laugaveg- inum eru nú sjö talsins: Hrafntinnu- sker auðvitað, Landmannalaugar, Álftavatn, Botnar á Emstrum, Langidalur, Þórsmörk og Hvanngil. Þessir skálar tryggja afdrep, öryggi og aðstöðu á veginum. Svefnplássin í öllum þessum skál- um, og í öðrum vinsælum skálum, eru umsetin svo mælt er með því að fólk panti gistingu og tryggi sér pláss með góðum fyrirvara. Þeir sem eru með staðfesta pöntun ganga allt- af fyrir og ef laust er í skálunum eru félagsmenn FÍ næstir í röðinni. Í stærstu skálunum er bæði rennandi vatn og vatnssalerni en í sumum þeim minni þarf að sækja vatn í ná- læga læki og það þarf enginn að ör- vænta þótt notast þurfi við kamar á nokkrum stöðum. Það á einmitt við um Hrafntinnusker. Kamaraðstaða með vöskum er sambyggð húsinu en þó er ekki innangengt úr skálanum á kamarinn sem flestum finnst nú bara ágætt. Stór og rúmgóður tré- pallur liggur allt í kringum húsið og tengir skálann og kamarinn. Miklar umbætur í Hrafntinnuskeri „Þrátt fyrir harkalegar ytri að- stæður í Hrafntinnuskeri er skálinn þar í frábæru standi, þökk sé góðri vinnu sjálfboðaliða sem unnið hafa þrekvirki undanfarin tuttugu ár í vinnuferðum,“ segir Jóhann Kári. „Náttúrulegur hver er steinsnar frá skálanum og byggðu fóstrar skálans hitaveitu sem hitar upp skál- ann með náttúrulegri hringrás. Svo eru sólarsellur sem sjá skálanum fyrir rafmagni, svo skálinn er mjög umhverfisvænn miðað við marga aðra skála á hálendinu.“ Jóhann Kári segir að skálinn hafi tekið miklum breytingum á þeim fimm árum sem þeir Anders dvöldu þar við skálavörslu. „Fyrsta sumarið var hvorki net- né símasamband, hvað þá ísskápur eða sturta. Matur- inn var geymdur grafinn úti í snjó- skafli. Ekki var skálavarðarhús heldur lítið herbergi upp á lofti sem rúmaði tvö rúm með herkjum. Á fjögurra daga fresti hljóp annar okk- ar niður í Landmannalaugar eða á Álftavatn til að komast í sturtu. Svo var gengið til baka ofurhægt til að svitna nú ekki of mikið.“ Jóhann Kári segir að núna sé komið síma- og netsamband í Hrafn- Fegurð á fjöllum Hvað eiga Þjóðleikhúsið og Höskuldsskáli sameigin- legt? Við þessari spurningu eru án vafa mörg ólík svör en líklega er það besta tengt því að bæði þessi hús fá drjúgan hluta af persónuleika sínum í hrafntinnu. Ganga Jóhann Kári í drauma- landinu á rölti úr Hrafntinnu- skeri niður í Álftavatn. Undur Það þarf ekki að ganga langt frá Hrafntinnuskeri til að sjá undur á al- heimsmælikvarða. Þetta er á leiðinni í Jökulgil. Fjallið í fjarska er Hábarmur Snjór Hrafntinnusker í upphafi tímabils árið 2015, en það sumar var óvenju- snjóþungt að fjallabaki. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2020 A U G N V Í T A M Í N Fæst í öllum helstu apótekum www.provision.is Viteyes augnvítamínin er nauðsynleg augum sérstaklega þeim sem glíma við augnþurrk eða aldursbundina augnbotnahrörnun. Ferðalög á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.