Morgunblaðið - 12.03.2020, Síða 56

Morgunblaðið - 12.03.2020, Síða 56
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 5175000 | stalogstansar.is Gott úrval af reimum í snjósleða, bíla og fjórhjól. reimar í snjósleða, bíla og fjórhjól MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2020 Þurfum ekki að geyma allt föndur sem börnin gera Skipuleggjandi Virpi Jokinen býður upp á skipulagsþjónustu fyrir Íslendinga sem vilja koma skipulagi á heimilið. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Virpi Jokinen, fyrsti vottaði skipuleggjandinn (e. Pro- fessional Organizer) hér á landi, kom í viðtal í Síð- degisþáttinn til Sigga Gunnars og Loga Bergmanns í vikunni og fræddi hlustendur um leyndarmál skipu- lagningar. Virpi, sem er upprunalega finnsk en hefur búið hér á landi í um aldarfjórðung, stofnaði fyrir- tækið Á réttri hillu og tekur að sér að aðstoða fólk við að koma skipulagi á heimili sitt. Hefur Virpi meðal annars verið líkt við japanska skipuleggjandann Marie Kondo sem hefur slegið í gegn víða um heim með svipaðri aðstoð. Sagði hún aðspurð að fyrsta reglan til að byrja að skipuleggja sig sig væri að fara rólega af stað. „Ætla sér ekki of mikið og skammta sér stuttan tíma, klukkustund eða tvær eða þrjár í einu, ekki meira,“ sagði Virpi. Sagði hún að gott væri að byrja á einum afmörkuðum stað í einu eins og einum kassa, skúffu, skáp eða hillu. „Það fallega er að þú mátt geyma það sem þú vilt geyma,“ Virpi Jokinen, fyrsti vottaði skipuleggj- andinn hér á landi, fræddi hlustendur K100 um leyndardóma skipulagningar í Síðdegisþættinum í vikunni. sagði hún og bætti við að gott væri að hafa ákveðinn kassa fyrir minningar. „Málið með þessa hluti sem við eigum er að þetta hætta að vera bara hlutir þegar þeir koma til okkar. Við förum að tengja fólk, atburði, tilfinningar og minningar við allt þetta sem við eigum. Þá fyrst verður þetta svo erfitt. Um leið og þetta eru minningar þá förum við að halda í hluti,“ sagði Virpi. Spurð út í það hvernig eigi að fara í að flokka tilfinn- ingalega hluti eins og föndur frá börnum skipti máli hversu gömul sem börnin eru. „Þegar börnin eru lítil verðum við að hugsa um hvaða skilaboð við erum að senda til barnanna. Þau eru að koma heim með eitthvað, rosalega stolt og ánægð, þá að sjálfsögðu geymum við það og notum þetta í nokkur ár, höfum þetta frammi og svona. Við megum ekki henda strax því sem börnin okkar koma með. En það það líða, segjum tíu ár, þá er spurninin hvort þetta skipti börnin lengur einhverju máli. Við eigum ekki að vera að geyma allt föndur bara af því að barnið okk- ar bjó það til,“ sagði hún. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is „Maður tekur ekki svona stórar ákvarðanir í einhverju „flippi“. Þetta er alveg gert að vel athuguðu máli,“ sagði Páll Óskar Hjálmtýsson í samtali við morgunþáttinn Ísland vaknar en hann greindi frá ákvörð- un sinni í vikunni um að fresta 50 ára afmælistónleikum sínum sem fara áttu fram í Háskólabíói um helgina vegna kórónuveirunnar. Uppselt var á alla þrenna tón- leikana. „Þetta er að fara mjög vel. Í fyrsta lagi vildi ég ekki stefna mín- um áhorfendum inn í einhverjar að- stæður sem gætu reynst þeim eða þeirra nánustu skaðlegar,“ sagði hann. Enginn fór í fýlu „Ég tók eftir því að enginn fór í einhverja fýlu. Hver einasta at- hugasemd var bara: „Thumbs up“, „Skynsamleg ákvörðun“. „Takk, Palli“.“ Greindi Páll Óskar frá því í þætt- inum að þegar hefðu verið fundnar nýjar dagsetningar fyrir tónleikana sem verði haldnir í Háskólabíói 10., 11. og 12. september. Furðulegt að vinna í óvissu „Ég held að þetta „show“ verði bara miklu flottara og þetta var flott fyrir,“ sagði Páll. „Það hefur verið svolítið furðulegt að búa til svona risa „show“ með þessa óvissu yfir hausamótunum á manni. Einhver partur af mér vill ekki vinna svona vinnu undir þess- um kringumstæðum. En um leið og svarið er já, já, já alls staðar þá er miklu betra og fallegra að leggja af stað í svona gleði-„show“.“ Munu ekki hafa undan „Ég get lofað því að næsti mán- uður og jafnvel næstu tveir mánuðir verða svolítið skrýtnir fyrir mjög marga. Einkum og sér í lagi verk- taka eins og mig,“ sagði hann. „Margir þurfa að taka mjög margt á kassann og ég er einn af þeim. Mig grunar að allar þessar árshátíðir sem er verið að afbóka núna, og ég hef ekki farið varhluta af því, allar þessar árshátíðir, einkapartí og tón- leikar, þetta mun allt færast yfir í september október,“ sagði hann. „Það verður brjálað „action“ í september og október, og það verð- ur ekki hægt að hafa undan,“ sagði Páll. Kveðst hann ætla að haga sér eins og hann sé í launalausu leyfi á næstunni á meðan óvissan gengur yfir. Fagnar með sínum nánustu Afmælisdagur Páls Óskars er á mánudaginn kemur, 16. mars, og ætlar hann að fagna deginum með sínum nánustu hvort sem sett verð- ur á samkomubann eða ekki. „Ég ætlaði að gera þetta á ákveðnum veitingastað hér í borg sem heitir Apótek. Vera bara með nánustu fjölskyldu og vinum. En segjum svo að það skelli á samkomubann þá bara bíð ég þessu fólki heim til mín og við eldum eitt- hvað fallegt. Eða ég panta bara pítsu,“ sagði Páll kíminn í bragði. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Eftirminnilegt Páll Óskar er þekktur fyrir eftirminnilega framkomu á tón- leikum og ætlar ekki að gefa neitt eftir á 50 ára afmælistónleikum sínum. Verður miklu flottara „show“ Páll Óskar fagnar 50 ára afmæli sínu á mánudaginn kemur en tók ákvörðun í vikunni um að fresta stórafmælistónleikum sínum, sem halda átti í Háskólabíói um helgina, vegna kórónuveirunnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.