Morgunblaðið - 12.03.2020, Síða 58

Morgunblaðið - 12.03.2020, Síða 58
58 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2020 70 ára Sigrún er fædd og uppalin á Ísafirði en býr nú í Hafnarfirði. Hún var skurðhjúkr- unarfræðingur á St. Jósefsspítala en lengst af á Landspítalanum. Börn: Halldór, f. 1973, Hildigunnur, f. 1977, Björn Viðar, f. 1986, og Margrét, f. 1991. Barnabörnin eru orð- in 7. Foreldrar: Halldór Pétur Kristjánsson, f. 1914, d. 1997, fiskmatsmaður, og Hildi- gunnur Jóakimsdóttir, f. 1912, d. 1982, húsfreyja. Þau voru búsett á Ísafirði. Sigrún Halldórsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert ekki viss um hvað þú vilt gera í rómantískum málum. Eitthvað bær- ist undir yfirborðinu sem þú áttar þig ekki fyllilega á. 20. apríl - 20. maí  Naut Vani getur verið þægilegur. Vertu ekki ósanngjarn/gjörn. Mundu að ekki er allt gull sem glóir og dreifðu áhættunni sem mest. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur safnað að þér upplýs- ingum og getur nú farið að vinna úr þeim. Mundu að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Annaðhvort þú eða vinur þinn verður gagntekinn af ákveðinni hugmynd. Líttu á námskeið sem þú átt að sækja sem tækifæri til að læra eitthvað nýtt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Dagurinn í dag hentar vel fyrir gönguferð eða sundsprett. Hafðu þína hluti á hreinu og láttu aðra vita um af- stöðu þína. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nú er rétti tíminn til að hlúa að nán- asta fólkinu þínu. Sumarið verður spenn- andi og líklega muntu fara til útlanda. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú finnur hjá þér sterka hvöt til þess að komast eitthvað í burtu um tíma. Hugs- un þín er skýr og þú ert tilbúin/n til að sökkva þér niður í hlutina. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú gefur höggstað á sér en kemur áhrifamikilli manneskju á kné á sama tíma. Gerðu eitthvað til að gera heimili þitt meira spennandi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú munt líklega þurfa að ganga frá ákveðnum málum við yfirvöld í dag. Vertu þolinmóð/ur og leyfðu hlut- unum að hafa sinn gang. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur sjálfsagann sem allir aðrir vilja hafa – en ekki gleyma að vera sveigjanleg/ur líka. Hertu upp hugann og hringdu í þann sem þig hefur lengi langað til að heyra í. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Fjarlægðin sem vanalega myndar bilið milli fólks mun minnka. Flýttu þér samt hægt og gefðu öðrum mögu- leikum gaum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú er tími til þess að endurmeta sjálfa/n sig. Það að sætta sig við orðinn hlut er merki um þroska. verjum drjúgum tíma á árbakk- anum á sumrin með góðum vinum og fjölskyldunni. Við eigum okkur athvarf á Velli á Rangárvöllum hvar Njálssaga hefst og var bústaður Marðar gígju. Þar erum við nánast á bökkum Eystri-Rangár þar sem við höfum veitt mikið til margra ára. Það eru auðvitað forréttindi að fá notið íslenskrar náttúru með þeim hætti og fyrir það er ég þakklát. Þakklátust er ég þó auðvitað fyrir matarklúbbur. Við eldum saman mat úr ólíkum áttum. Höldum þemakvöld með allri fjölskyldunni og komum þá saman og tökum dag- inn í að elda, indverskan, ítalskan, líbanskan, spænskan eða hvers kon- ar áhugaverðan framandi mat.“ Fjölskyldan hefur alltaf ferðast mikið saman. „Eftir því sem hóp- urinn stækkar er erfiðara að ná hon- um öllum en það tekst merkilega oft. Við erum mikið laxveiðifólk og A nna Júlíusdóttir er fædd 12. mars 1960 í Reykja- vík og bjó fyrst í Skaftahlíð og síðan í Bólstaðarhlíð en flutt- ist 12 ára í Fossvoginn, í Haðaland 23. Hún var í sveit á sumrin á Víði- völlum í Skagafirði hjá móðursystur sinni, Unni Gröndal, og manni henn- ar, Gísla Jónssyni. Einnig var hún í sveit á Furubrekku í Staðarsveit á Snæfellsnesi hjá föðursystur sinni, Ásgerði Halldórsdóttur, og hennar manni, Jóhannesi Guðjónssyni. Anna stundaði nám í Ísaksskóla, Æfingadeild kennaraháskólans, Kvennaskólanum, Menntaskólanum við Hamrahlíð, þaðan sem hún varð stúdent 1980 og síðan Háskóla Ís- lands þaðan sem hún lauk BA-námi í stjórnmálafræði. Lengst af hefur Anna unnið heima við uppeldi sex barna sinna og á skrifstofu við fyrirtæki föður síns, Búvélar. Helstu áhugamál Önnu eru ferða- lög, prjónaskapur og hönnum á barnafötum, laxveiði og matargerð. „Fjölskyldan er okkur allt,“ segir Anna. „Það hefur verið mikilvægt fyrir mig að hlúa að henni, börnum og nú barnabörnum. Við erum mjög samheldin fjölskylda sem hittist oft og þá er gjarnan borðað saman. Má segja að fjölskyldan sé mjög virkur hið mikla barnalán sem við höfum notið. Þar sem ég er mikil prjónakona hef ég hannað og prjónað mikinn fjölda af flíkum og teppum fyrir barnabörnin sem mér finnst gaman að gefa og hef ég aldrei undan pönt- unum á nýjum peysum frá þeim. Við eigum stóran vinahóp sem er dýrmætt og höfum við nú enn betri tíma að sinna en áður þegar allur tíminn fór í að hugsa um börnin.“ Fjölskylda Eiginmaður Önnu er Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson f. 29.12. 1958, lögfræðingur, stjórnarformaður í Lýsi, Ísfélagi Vestmannaeyja og inn- og útflutningsfyrirtækinu ÍSAM. Þau eru búsett í Garðabæ. Foreldrar Gunnlaugs: Hjónin Erla Levy, f. 4.9. 1937, d. 31.12. 2019, verslunarkona í Reykjavík, og Gunnlaugur Guðmundsson f. 8.2. 1931, fyrrverandi kaupmaður í Reykjavík. Hann er búsettur í Reykjavík. Börn Önnu og Gunnlaugs eru 1) Þórunn Gunnlaugsdóttir, f. 18.9. 1981, lögfræðingur, gift Friðbirni Orra Ketilssyni, f. 13.10. 1983, við- skiptafræðingi og framkvæmda- stjóra. Börn þeirra eru Friðbjörn Orri, f. 16.9. 2009, Anna Margrét, f. 10.4. 2011, og Þórey, f. 2.6. 2016; 2) Anna Júlíusdóttir húsmóðir – 60 ára Samheldin og stór fjölskylda Með strákunum sínum Pétur, Gunnlaugur yngri, Anna og Gunnlaugur. Fjölskyldan Anna, Gunnlaugur og börn, makar þeirra og börn, og móðir Önnu, Þórunn Gröndal, á Tenerife í fyrra. Á myndina vantar Andreu Björk. Með stelpunum sínum Anna Lára, Erla, Edda, Þórunn og Anna. Í dag eiga hjónin Elín Krist- mundsdóttir og Oddleifur Þor- steinsson 60 ára brúðkaups- afmæli. Þau gengu í hjónaband í Hrunakirkju 12. mars 1960. Odd- leifur og Elín hafa búið í Hauk- holtum í Hrunamannahreppi allan sinn búskap. Árnað heilla Demantsbrúðkaup 40 ára Auðunn er Akureyringur en býr í Garðabæ. Hann er hótelstjóri. Maki: Elísabet Kvar- an, f. 1980, vinnur á veitingahúsinu Hjá Höllu. Börn: Anna Þrúður, f. 2003, Antonína Björk, f. 2007, og Viðar Darri, f. 2012. Foreldrar: Bergsveinn Auðunsson, f. 1949, d. 1998, skólastjóri, lengst af í Stóru-Vogaskóla í Vogum, og Sigurbjörg Ósmann Jónsdóttir, f. 1949, d. 2014, kennari, lengst af á Akureyri. Auðunn Bergsveinsson Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.