Morgunblaðið - 12.03.2020, Page 63

Morgunblaðið - 12.03.2020, Page 63
MENNING 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2020 Þó að hægt sé að sjá allar þær kvikmyndir sem Stockfish hefur upp á að bjóða að þessu sinni er öllu líklegra að fólk þurfi að velja og hafna. Úr mörgum vönduðum myndum er að velja og verða hér nokkrar áhugaverðar nefndar. Monos Kólumbísk kvikmynd sem frum- sýnd var í fyrra og vakti mikla at- hygli og lof gagnrýnenda. Hún seg- ir af átta barnungum skæruliðum sem taka gísl og heilaga mjókurkú. Óvænt launsátur hrekur þennan hóp inn í frumskóginn þar sem taka við hindranir og átök. Handrit, framleiðsla og leikstjórn Monos er í höndum leikstjórans Alejandro Landes og hefur myndin hlotið 25 virt kvikmyndaverðlaun og 45 til- nefningar. Kvikmyndin er með meðaltalseinkunnina 78 af 100 á vefnum Metacritic. Extra Ordinary Írsk gamanmynd sem gagnrýn- endur hafa flestir ausið lofi. Í myndinni segir af Rose sem er öku- kennari með yfirnáttúrlega hæfi- leika sem hún bæði hatar og elskar, eins og því er lýst á vef Stockfish. Þrátt fyrir blendnar tilfinningar gagnvart hæfileikum sínum ákveður hún að koma nágranna sín- um Martin og Söru dóttur hans, sem er andsetin, til hjálpar. Myndin hlaut Dublin Film Critics Circle Award sem besta írska kvikmyndin og leikstjórar hennar eru Enda Loughman og Mike Ahern. Color Out of Space Nicolas Cage fer með aðalhlut- verkið í þessari kvikmynd sem byggð er á sögu eftir H.P. Love- craft. Segir í henni af Gardner- fjölskyldunni sem flyst úr borg í sveit með það fyrir augum að fá frið fyrir áreiti nútímans. Það er þó allt annað en friður sem bíður þeirra í sveitinni því eftir að loft- steinn lendir í garðinum þeirra breytist líf þeirra í litríka martröð. Kvikmyndin hlaut verðlaun sem besta myndin og áhorfendaverðlaun á H.P. Lovecraft Film Festival í Portland í fyrar og var tilnefnd sem besta myndin á Catalonian Inter- national Film Festival. Hún er með meðaltalseinkunnina 70 af 100 á Metacritic. Bacurau Brasilísk kvikmynd sem gerist í litlu þorpi. Máttarstólpi þorpsins, Carmelita, fellur frá, 94 ára að aldri og nokkrum dögum síðar verður þorpsbúum ljóst að þorpið er horfið af landakortum og hefur það hvarf dularfullar afleiðingar. Bacurau er samstarfsverkefni leikstjóranna Kleber Mendonca Filho og Juliano Dornelles og hefur myndin unnið til fjölda verðlauna, m.a. dómnefndar- verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Á Metacritic er hún með meðaleinkunnina 79 af 100. Invisible Life Kvikmynd sem heitir á frummál- inu A vida invisibel de Euridice Gusmão og fjallar um tvær systur frá Rio de Janeiro sem er stíað í sundur af föður sínum. Hvor ímyndar sér að hin lifi því lífi sem hún ætlaði sér og er myndinni lýst sem sjónrænni kvikmyndanautn með skærum litum og fallegum skotum sem minni á neo-noir kvik- mynd sem hafi verið tekin úr spennumyndasamhenginu og skellt í dramabúning. Leikstjóri myndar- innar, Karim Aïnouz, er gestur Stockfish. Myndin er með einkunn- ina 81 af 100 á Metacritic. Los tiburones Los tiburones, eða Hákarlarnir, eftir úrúgvæsku leikstýruna Lucíu Garibaldi, fjallar um íbúa rólegs strandbæjar sem bregður þegar sögusagnir fara á kreik um hákarla í sjónum við strendur bæjarins. Rosina, 14 ára stúlka sem er heldur fámál og lætur lítið fyrir sér fara, telur sig hafa séð eitthvað í sjónum en enginn hlustar á hana. Hún er hrifin af strák í bænum og nýtir sér hina meintu hákarlaógn til að ná at- hygli hans. Kvikmyndin hefur hlot- ið verðlaun víða, m.a. í San Sebast- ian og á Sundance-kvikmynda- hátíðinni. Hún er með einkunnina 88 af 100 á vefnum Rotten Tom- atoes. Humanity on Trial Heimildarmynd eftir danska kvikmyndagerðarmanninn Jonas Bruun sem hlaut áhorfendaverð- laun á Nordisk Panorama í fyrra. Myndin fjallar um Salam Aldeen sem ásamt öðrum aðstoðaði flótta- fólk við strendur Grikklands og var ákærður fyrir að smygla flóttafólki inn í Grikkland. Ógn og óvæntar vendingar Extra Ordinary Ökukennari kemur nágranna sínum til hjálpar. Color Out of Space Nicolas Cage tekst á við ógn utan úr geimnum. Humanity on Trial Salam Aldeen var ákærður fyrir að smygla flóttafólki. Invisible Life Tvær aðskildar systur ímynda sér hvernig líf hinnar er. Nokkrar áhugaverðar kvikmyndir af þeim sem sýndar eru á Stockfish ICQC 2020-2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Julia Louis-Dreyfus Will Ferrell ADifferent Kind of Disaster Movie. m.a. ÓSKARSVERÐLAUN3 BESTA KVIKMYNDATAKAN ÓSKARSTILNEFNINGAR2 BESTA ERLENDA MYNDINBESTA LE IKARI : ANTONIO BANDERAS SÝND MEÐ ÍSLENSKU, ENSKU OG PÓLSKU TALI FRUMSÝND Á FÖSTUDAGINN San Francisco Chronicle Indiewire Hollywood reporter

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.