Rit Búvísindadeildar - 01.06.1993, Side 25

Rit Búvísindadeildar - 01.06.1993, Side 25
Anna Guðrún Þórhallsdóttir Ríkharð Brynjólfsson B. Hrossabeit í skógræktargirðingu Áhugi hefur verið á að kanna hvort beit hrossa innan skógræktargirðinga geti verið aðferð til að halda niðri samkeppnisgróðri og koma í veg fyrir mikla sinumyndun. Hrossabeit og skógrækt fara saman svo framarlega sem hrossin valda ekki tjóni á trjáplöntunum. Athugulir hafa bent á að hross virðast sneiða hjá trjágróðri í beit, og bíti jafnvel gras alveg upp að mjög litlum tijáplöntum. Haustið 1991 fór fram athugun á áhrifum hrossabeitar á trjáplöntur í skógræktargirðingu nálægt Hvanneyri. Athugunin var endurtekin haustið 1992. Markmið athugunarinnar var að kanna hvort geti farið saman, hrossabeit og skógrækt, á sama landinu. Framkvæmd Athugunin fór fram í Stallaskógi, skógræktargirðingu Guðmundar Þorsteinssonar, sem staðsett er inn með norðurhlíðum Brekkufjalls. Girðingin er 30 ha að stærð og með trjáplöntum af fjölmörgum stærðum og gerðum. Stærstu trén eru rúmir 3 m á hæð. Ellefu hross voru sett inn í skógræktargirðinguna 27. september og voni þar til 2 nóvember eða alls í 473 beitardaga. Þann 8. október voru lagðar út 7 línur víðs vegar um girðinguna og ástand og útlit trjáplantna við línuna skráð. Engin af skráðum plöntum báru þá merki beitar. Sömu plöntur voru síðan athugaðar þann 21 apríl 1993 og ástand og hugsanlegar beitarskemmdir skráðar. Skemmdir voru flokkaðar í fjóra flokka: 0. Engin skemmd. 1. Lítil skemmd, t.d. ein grein brotin. Skaðar ekki lífslíkur plöntunnar. 2. Nokkur skemmd, fleiri greinar brotnar, toppstífð. Skaðar lífslíkur plöntunnar. 3. Mikil skemmd, litlar lífslíkur. Alls voru athugaðar 225 plöntur af Birki (Betula pubescens), Furu (Pinus sp.), Greni (Picea sp.), Víði (Salix sp.) og Ösp (Populus sp.). Fjöldi hverrar tegundar er í töflu 1. Tafla 2. Fjöldi hverrar tegundar sem var athugaöur. Birki (Betula pubescens) 119 Fura (Pinus sp.) 31 Greni (Picea sp.) 63 Víðir (Salix sp.) 8 Ösp (Populus sp.) 4 Hæð plantnanna sem var athugaður var á bilinu 10 sm til 3 metrar. Um helmingur plantnanna var um 1 metri á hæð, en um fjórðungur undir 25 sm. 18
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Rit Búvísindadeildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.