Rit Búvísindadeildar - 01.06.1993, Page 30

Rit Búvísindadeildar - 01.06.1993, Page 30
FEJkg þe. Hráprótein, % afþe. y =0,89 - 0,008 x y =17,8- 0,118 x r = - 0,86 r = - 0,51 Fyrri líkingin sýnir að um það bil 1,5 kg af þurru heyi þurfti f hverja fóðureiningu í þann mund sem vallarfoxgrasið var að skríða (15.-17.júlí). Er það sama niðurstaða og áður hefur fengist, svo sú regla virðist vera orðin næsta örugg. Sumarið 1992 féll orkugildi grasa við slátt helmingi hraðar en sumarið áður (0,008 FE/d. samanborið við 0,004 FE/d. sumarið 1991). Forþurrkun heys og efnabreytingar í því í rannsóknum á forþurrkun heys hefur þráfaldlega komið í ljós að töluverðar breytingar virðast verða á fóðurgildi heysins og efnasamsetningu fyrstu stundimar eftir sláttinn. Til þess að varpa nánara ljósi á þessar breytingar voru gerðar tvær tilraunir þar sem mismunað var sláttutíma heysins (morgun - kvöld) og fyrsta snúningi þess eftir slátt (0,3,6 og 12 klst eftir slátt). Sýni til þurrefnismælinga og annarra efnamælinga voru tekin reglulega. Nemandi við Búvísindadeild annaðist uppgjör gagnanna. Sem dæmi um niðurstöður úr tilraununum er eftirfarandi mynd, sem sýnir breytingar á bufferhæfni heysins. Stærðin er fundin sem millijafngildi af natríumlút (meqv NaOH/100 g þe.) sem þarf til þess að breyta sýrustigi viðkomandi heysýnis úr pH 4 í pH 6, og er því beinn mælikvarði á það hversu auðvelt er að sýra heyið. Myndin hér á eftir sýnir að töluverð fylgni er með bufferhæfni og þurrkstigi heysins. Minnst er mótstaða heysins gegn sýrustigsbreytingum við 35-45% þurrefni. Heyið ætti því að vera hvað viðráðanlegast til súrsunar á því bili þurrkstigs (ath. að aðhvarfslínan á deplaritinu á við heyið sem snúið var strax eftir slátt). l.mynd. Áhrif þurrkstigs á bufferhæfni heys (grasa). 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.