Rit Búvísindadeildar - 01.06.1993, Page 33
Alls eru því í tilrauninni 8 liðir. Hún er skipulögð með fjórum endurtekningum (blokkum).
Notað var hey af gömlu túni, fremur smágert, þar sem mest fór fyrir knjáliðagrasi og
vallarsveifgrasi (samt. um 75%). Slegið var 23.júlí. Kofa-Safa var úðað f heyið með
sérstökum búnaði, sem Vélar og þjónusta hf. lét í té (Serigstad). Heyið var bundið með
Welger RP 200 rúllubindivél. Hjúpun bagga var höfð sexföld og baggar geymdir utandyra.
Sýni voru tekin úr hverjum bagga við hirðingu og þeir allir vegnir. Á útmánuðum 1993
verður verkun heysins rannsökuð og lostætni þess prófuð einnig. f eftirfarandi töflu eru hins
vegar sýndar tölur um rúmþyngd heysins í böggunum, eins og hún reyndist vera við
bindingu heysins.
3.taf!a. Áhrif þurrkstigs og heyskurðar á þéttleika heys
í rúlluböggum, kg þe. í bagga.
Meðferð heysins A. Ferskt hey B. Forþurrkað hey
23-29% þe. 55-62% þe.
1. Óskorið hey 184 323
2. Skorið hey 196 333
Þéttleiki heysins f böggunum(y) var einkum háður þurrkstigi þess(x), og mátti lýsa honum
þannig:
y = -117,3 + 14,96 x-0,125 x2 R = 0,99
Úr ferska heyinu var þéttleiki skoma heysins marktækt meiri en hins óskoma (0,05<P<0,01).
Á böggum úr forþurrkaðað heyinu var þessi munur ekki marktækur.
Eftirfarandi mynd sýnir dæmi um hitafar í heyinu á fyrstu dögum veikunar þess. Hitamyndunin
reyndist sáralítil, þó heldur minni í heyinu sem blandað var Kofa-safa.
2.mynd. Áhrif íblöndunarefna á hitamyndun í votheyi
26