Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Blaðsíða 5

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Blaðsíða 5
ÍSL. LANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1970 2,2: 3-18 Áburðartilraunir við ræktun kartaflna Bjarni Helgason Rannsóknastofnun landbúnaðarins Yfirlit. Tilraun hefur verið gerð til að kanna hæfilegt áburðarmagn og hlutföll milli köfnunarefnis, fosfórs og kalís á árunum 1964—1967 í Þykkvabæ og 1964—1966 að Korpúlfsstöðum. Komu einkum fram mikil áhrif köfnunarefnis og fosfórs, og virðist óhætt að álíta eftir- farandi áburðarskammta líklegasta til að gefa mesta heiidaruppskeru og flestar sölu- hæfar kartöflur: í mjög sendnum jarðvegi, eins og er í Þykkvabæ, þarf um 200—250 kg N/ha., en í jarðvegi, sem inniheldur eitthvað af lífrænum efnum, um 100—200 kg N/ha. í báðum tilvikum virðist þurfa um 300—350 kg Po05/ha. í jarðvegi með einhverju af lífrænum efnum virðist enn fremur óhætt að nota svipað magn af kalí (K20) og af fosfór, en í sandjörð virðist hins vegar unnt að komast af með eitthvað minna kalxmagn, a. m. k. ef um nýtt eða nýlegt garðland er að ræða. Þó verður að gæta þess, að of lítið kalí eykur hættuna á því, að kartöflur dökkni við suðu. Er hugs- anlegt, að það sé þyngra á metum í sambandi við sölu á kartöflum til neyzlu en það, að of mikið kalí minnki þurrefnisinnihald þeirra litillega. í þessu sambandi er rétt að benda á, þótt hlutfallsleg aukning í söluhæfni geti verið lítil eða engin með auknu áburðarmagni umfram lágmarksmagn af áburði, verður samt um meira magn söluhæfra kartaflna að ræða, þegar aukið áburðarmagn veldur meiri upp- skeru í heild. Bezta hlutfallið milli næringarefnanna þriggja, köfnunarefnis (N), fosfórs (P2O5) og kalís (KoO), virðist að vísu eitthvað breytilegt, bæði eftir jarðvegi og eftir árferði, eins og framangreindar niðurstöður sýna ljóslega. Svipuð hlutföll milli áburðarefnanna geta samt gilt við hin margbreytilegustu skilyrði og uppskerutap orðið, ef notaður er áburð- ur með miklu köfnunarefni og kalí, en Iitlu af fosfór. Að óbreyttum ræktunaraðstæðum í sandjarðvegi má ætla, að fulllítið köfnunarefni kunni að vera í núverandi áburðarblöndu, þ. e. 9-14-14, vegna mikillar útskolunar í vætu- tíð, ef ekki þarf síðar á sprettutímabilinu að nota t. d. tröllamjöl til eyðingar á arfa. Að öðru leyti virðast hlutföll núverandi áburðarblöndu vera furðu nærri lagi sem al- menn blanda til kartöfluræktunar í landinu. INNGANGUR Blandaður áburður hefur verið mikið not- aður og í vaxandi mæli við kartöfluræktun landsmanna. Síðan 1963 hefur kartöflu- ræktunin aðallega stuðzt við blandaðan áburð með N-P20g-K20-hlutföllunum 9- 14-14. Algengt áburðarmagn af þessari teg- und hefur verið um 2 tíl 2,5 tonn miðað við hektara og í einstaka tilvikum allt upp í þrjú tonn á hektara. Um nokkurt árabil hafði verið notaður áburður með N-P20g-K20-hlutfölIunum 10-12-15, og líkaði mörgum ræktendum hann allvel. Tröllamjöl (calciumcyanamid), sem jafnframt er köfnunarefnisáburður, er inniheldur 21% hreint köfnunarefni, hefur allan tímann verið ráðandi efni til útrým- ingar á arfa, þótt önnur efni (úðunarefni) séu nú notuð í vaxandi mæli. Blandaði áburðurinn hefur yfirleitt þótt gefa bærilegt uppskerumagn. Hins vegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.