Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Page 17

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Page 17
RÆKTUN KARTAFLNA 1 5 350 KG k2o/ha 1966 1966 0 50 ÍOÖ 150 200 250 300 ' KG N/HA Mynd 9. Áhrif vaxandi magns einstakra (N, P2Os og K20) áburðarefna á hundraðstölu (%) söluhæfra kartaflna að Korpúlfsstöðum 1965 og 1966. Fig. 9. Percentage of saleable potatoes as effected by increasing N, P a,nd K at Korpúlfsstadir in 1965 and 1966. blandaður áburður með miklu af köfnunar- efni og kalí, en litlu af fosfór. FLOKKUN UPPSKERUNNAR Flokkun kartaflnanna í söluhæfar kartöflur annars vegar og smælki hins vegar er háð tíðarfari, þ. e. gæðum sprettutímans, en að því er virðist á tvo vegu. Söluhæf uppskera er hlutfallslega mest í þeim árum, sem heildaruppskera er nrinnst. Þetta kemur t. d. fram glögglega á Korpúlfsstöðum (mynd 9), en þar var heild- aruppskera mun meiri árið 1965 en 1966, þó að flokkun kartaflnanna væri hlutfalls- lega lakari. Samt sem áður fylgir magn söluhæfra kartaflna heildaruppskerunni. Er það vegna þess, að meiri munur er á heildaruppskeru hinna ýmsu ára en sem nemur breytingunni á hlutfallslegu (%) nragni söluhæfra kartaflna. í heild er meira smælki, og því flokkast verr í Þykkvabænum en á Korpúlfsstöðum. Á hinn bóginn virðast þar vera minni ára- skipti í flokkuninni, einkum að því er varðar áhrif fosfórs á hana (mynd 10). Þau áhrif eru greinileg, þó þannig að minnsti fosfórskammturinn (150—200 kg P2Os/ha)

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.