Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Page 36

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Page 36
ÍSL. LANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1970 2, 2: 34-49 Landgræðslutilraun á Sprengisandi Sturla Friðriksson og Jóhann Pálsson Rannsóknastofnun landbúnaöarins Yfirlit. Tilraun til uppgræðslu gróðurlausra mela var gerð á nokkrum stöðum á Sprengi- sandi og við Sprengisandsleið á Holtamannaafrétti. Sáð var túnvingli af dönskum 0tofte- stofni, hvítsmára og Alaska-lÚDÍnu á svæðum, er lágu í 300 m, 615 m, 640 m, 755 m og 800 m hæð. Á reitina var borinn áburður, sem svarar til 350 kg af kjarna, 350 kg af þrífosfati og 100 kg af kalí á hektara. Sáðgrösin uxu óverulega, en eftir átta ára áburðargjöf hafði innlendur gróður þétzt svo mjög, að hann huldi 70 til 80% af yfirborði reitanna upp í 800 m hæð. Athugunin bendir til þess, að unnt sé að auka verulega innlendan gróður á Holta- mannaafrétti og Sprengisandi með áburðargjöf einni saman. Árlegt áfok í reitina mæld- ist í Illugaveri 0.44 ± 0.22 mm og í Tómasarhaga 1.65 ± 0.22 mm. Þannig má binda yfirborð auðnanna og minnka aurburð frá þeim að Þjórsá, auk þess sem gróðurinn getur komið búpeningi og öðrum grasbítum að notum. INNGANGUR Sprengisandur hefur löngum þótt ógnvekj- andi og eitt hið eyðilegasta öræfasvæði. Sá landshluti takmarkast af Hofsjökli að vest- an og Tungnafellsjökli að austan. Ekki eru suður- og norðurmörkin glögg, nema hvað efstu hrossahagar beggja vegna fjall- vegarins eru í útjöðrum svæðisins. Flatar- mál Sprengisands er talið vera um 1000— 1200 km2 (Hallgrímur Jónasson 1967). En Sprengisandsleið liggur yfir mun stærra svæði, og telja sumir, að eystri álma leiðar- innar hefjist í Rangárbotnum eða norðan Tungnaár. Leiðin liggur endilangan Holta- mannaafrétt, sem afmarkast að vestan af Þjórsá allt norður undir Fjórðungskvísl, og er land þetta að mörgu leyti allt svipað að gerð og útliti. Niður við Tungnaá liggur Holtamanna- afréttur í 300 m hæð yfir sjó, en á Sprengi- sandi er liæðin frá 700—800 metrar. Öll er þessi hækkun aflíðandi, og Sprengisandur hvelfist norður í hliðið milli jöklanna og tengist þar norðausturhálendinu. Upp af þessari hásléttu rísa svo hæðir og fell 100— 200 metra há. Berggrunnur svæðisins er að mestu mó- bergsmyndun frá ísöld, ávalar öldur og hryggir, sem sennilega eru leifar gamalla gigaraða og eldhryggja, en móbergsflákar á milli. Búðarháls, sem liggur syðst á svæðinu, er úr gömlu ísaldargrágrýti, en yngra grá- grýti Hágönguhraun, og hið forna Þjórsár- hraun liggur að svæðinu að austan. Yfirborð landsins er að mestu slétt eða með óreglulega ávölum eða aflöngum öld- um og sandbreiðum á milli. Yfir mestum hluta berggrunnsins liggur jökulruðning- ur, víða smáger og smámulinn salli, út- þvegin möl af jökulám og vötnum, aurar og vatnaset. Sums staðar eru staksteinóttar sandöldur, annars staðar er ruðningurinn stórgrýttari, og víða er grjótið flagnað í þunnar flögur, sem dreifast eins og skæni um yfirborðið. Víða er yfirborðið liarðbar- inn sandur eða móhella, en oftar gljúpur og gleypinn melur. Jarðvegur í verunum er allur dökkur að

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.