Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Blaðsíða 36

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Blaðsíða 36
ÍSL. LANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1970 2, 2: 34-49 Landgræðslutilraun á Sprengisandi Sturla Friðriksson og Jóhann Pálsson Rannsóknastofnun landbúnaöarins Yfirlit. Tilraun til uppgræðslu gróðurlausra mela var gerð á nokkrum stöðum á Sprengi- sandi og við Sprengisandsleið á Holtamannaafrétti. Sáð var túnvingli af dönskum 0tofte- stofni, hvítsmára og Alaska-lÚDÍnu á svæðum, er lágu í 300 m, 615 m, 640 m, 755 m og 800 m hæð. Á reitina var borinn áburður, sem svarar til 350 kg af kjarna, 350 kg af þrífosfati og 100 kg af kalí á hektara. Sáðgrösin uxu óverulega, en eftir átta ára áburðargjöf hafði innlendur gróður þétzt svo mjög, að hann huldi 70 til 80% af yfirborði reitanna upp í 800 m hæð. Athugunin bendir til þess, að unnt sé að auka verulega innlendan gróður á Holta- mannaafrétti og Sprengisandi með áburðargjöf einni saman. Árlegt áfok í reitina mæld- ist í Illugaveri 0.44 ± 0.22 mm og í Tómasarhaga 1.65 ± 0.22 mm. Þannig má binda yfirborð auðnanna og minnka aurburð frá þeim að Þjórsá, auk þess sem gróðurinn getur komið búpeningi og öðrum grasbítum að notum. INNGANGUR Sprengisandur hefur löngum þótt ógnvekj- andi og eitt hið eyðilegasta öræfasvæði. Sá landshluti takmarkast af Hofsjökli að vest- an og Tungnafellsjökli að austan. Ekki eru suður- og norðurmörkin glögg, nema hvað efstu hrossahagar beggja vegna fjall- vegarins eru í útjöðrum svæðisins. Flatar- mál Sprengisands er talið vera um 1000— 1200 km2 (Hallgrímur Jónasson 1967). En Sprengisandsleið liggur yfir mun stærra svæði, og telja sumir, að eystri álma leiðar- innar hefjist í Rangárbotnum eða norðan Tungnaár. Leiðin liggur endilangan Holta- mannaafrétt, sem afmarkast að vestan af Þjórsá allt norður undir Fjórðungskvísl, og er land þetta að mörgu leyti allt svipað að gerð og útliti. Niður við Tungnaá liggur Holtamanna- afréttur í 300 m hæð yfir sjó, en á Sprengi- sandi er liæðin frá 700—800 metrar. Öll er þessi hækkun aflíðandi, og Sprengisandur hvelfist norður í hliðið milli jöklanna og tengist þar norðausturhálendinu. Upp af þessari hásléttu rísa svo hæðir og fell 100— 200 metra há. Berggrunnur svæðisins er að mestu mó- bergsmyndun frá ísöld, ávalar öldur og hryggir, sem sennilega eru leifar gamalla gigaraða og eldhryggja, en móbergsflákar á milli. Búðarháls, sem liggur syðst á svæðinu, er úr gömlu ísaldargrágrýti, en yngra grá- grýti Hágönguhraun, og hið forna Þjórsár- hraun liggur að svæðinu að austan. Yfirborð landsins er að mestu slétt eða með óreglulega ávölum eða aflöngum öld- um og sandbreiðum á milli. Yfir mestum hluta berggrunnsins liggur jökulruðning- ur, víða smáger og smámulinn salli, út- þvegin möl af jökulám og vötnum, aurar og vatnaset. Sums staðar eru staksteinóttar sandöldur, annars staðar er ruðningurinn stórgrýttari, og víða er grjótið flagnað í þunnar flögur, sem dreifast eins og skæni um yfirborðið. Víða er yfirborðið liarðbar- inn sandur eða móhella, en oftar gljúpur og gleypinn melur. Jarðvegur í verunum er allur dökkur að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.