Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Side 48

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Side 48
46 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR Mynd 7. Að sex árum liðnum hafa ýmsar fjallaplöntur, svo sem fjallapuntur, náð að þroskast og þétta svörðinn í tilraunareitnum. Fig. 7. After six years the alpine plants, sach as Deschampsia alpina, have entered, the plot and are covering 70—80% of the snrface. 1) að áætla sandmassann, sem safnast myndi fyrir á reitnum, eftir að gras tæki að gróa, 2) að ákveða dreifingu massans á reitn- um, en af dreifingunni liefði ef til vill mátt draga nokkrar ályktanir varðandi aðalstefnu sandfoksins. Þar sem hæðaraukningin á reitnum var álitin verða mjög lítil, var reynt að auð- velda úrvinnsluna, til dæmis með því að velja fjarlægðir mælingastaðanna frá miðju hringsins eftir sérstakri reglu (7.23 m, 13.98 m, 17.68 m, 20.73 m og 23.93 m. Kvaðröt þessara stærða eru hnútar í kvaðratúrfor- múlu Tschebyscheffs fyrir bilið frá 0 til 625). Niöurstöður mælinganna er að finna í töflunum hér fyrir aftan. Sé taflan athuguð og Illugaver tekið sem dæmi, hefur meðalhæð reitsins mælzt 8099, 8092, 8097, 8100 og 8097 mm þau fimm ár, sem mælingar voru gerðar. Hæðir á mæli- stað NA2, sem er 13.98 metra og 45 gráður réttvísandi frá O, hafa mælzt 8035, 8033, 8037, 8057 og 8047 mm, eins og sjá má af töflunni, sem gefur frávik þessara talna frá meðaltalinu 8042. í Illugaveri er fastmerkið um átta metr- um undir reitnum. Ósamræmið milli mæl- inganna fyrstu tvö árin virðist stafa af nokkurra millimetra skekkju í mælingunni frá bolta á hæl. Við úrvinnslu er samt sem áður gert ráð fyrir, að þessi mæling sé skekkjulaus og að jöfn hækkun — bæði í tíma og rúmi — verði á reitnum. Meðal- skekkja í hverjum hæðarálestri reiknast þá

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.