Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Page 63

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Page 63
ÁBURÐARNOTKUN OG VETRARÞOL 61 ÞURREFNI HKG/HA DRY MATTER HKG/HA kg/ha. Fig. 4. Potassium application and yield before and after winter killing. á Korpu og í Reykjavík er því sem næst það sama eins og taflan sýnir.1 ÁLYKTUNARORÐ Skortur á köfnunarefni og kalí hamlaði mjög sprettu, þar sem þessi efni voru ekki borin á. Köfnunarefnis- og kalískorturinn var enn þá greinilegri á öðru ári en á sán- ingarárinu, og nrá heita, að dauðkalið hafi verið, þar sem kalískorturinn var mestur. Miðlungsstór köfnunarefnisskammtur, 1) Hitamælingar eru ekki gerðar á Korpu að vetrinum, en stuðzt við mælingar úr Reykjavík, línurit 8. 120 kg/ha N, reyndist bezt gegn kalinu. Eftir 180—240 kg/ha N kól, en kalið var hins vegar minnst eftir ríflegt magn af kalíáburði. Fosfórþörf mýrarjarðvegs á Korpu er geysimikil, og eru niðurstöður pottatilraun- anna í þeim efnum mjög áþekkar niður- stöðum úr vallartilraunum. Fosfórþörfin í pottatilraununum reynd- ist vera að minnsta kosti 60 kg/ha eða sem svarar 300 kg/ha af þrífosfati. í þeim hluta tilraunanna, þar sem fosfórþörfin var at- huguð, var grunnáburður 180 N og 75 K kg/ha. í vallartilraun á Korpu hefur verið vaxtarauki fyrir allt að 330 kg/ha þrífosfat árlega i fjögur ár (Bjarni Helgason, 1969).

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.