Safnablaðið Kvistur - 2020, Síða 5
7
Safnablaðið Kvistur
Útgefandi Félag íslenskra safna og safnmanna
Ritstjóri Þóra Sigurbjörnsdóttir
Ritstjórn Ágústa Kristófersdóttir, Gunnþóra
Halldórsdóttir, Ingunn Jónsdóttir, Sigrún
Kristjánsdóttir, Sigurjón Baldur Hafsteinsson.
Auglýsingar Þóra Sigurbjörnsdóttir
Hönnun Ármann Agnarsson, Helgi Páll Melsted
Teikning á kápu Erla María Árnadóttir
Prentun Prentmet
Höfundum greina eru færðar kærar þakkir
fyrir þeirra framlag
ISSN-2298-6944
hve fá þeirra geta haft safnkennara
í fullri stöðu. Allt of margir vinna
fræðslustörf í hlutastarfi eða koma
inn sem verktakar. Þessi staða tengist
fjármagni, pólitík og forgangsröðun
þeirra sem fara með stjórn. Það er
umhugsunarvert að fræðslustarf
sé þannig gert hornreka í þeim
menntastofnunum sem söfnin eru.
Við vitum hvert við viljum stefna og
hvað við höfum í höndunum. Er þá
ekki kominn tími til að við hefjumst
handa, byggjum upp og mótum
metnaðar fulla stefnu fyrir safn-
fræðslu á Íslandi svo eftir verði tekið?
Þóra Sigurbjörnsdóttir
Árið 2020 hefur vægast sagt verið óvenjulegt ár og safnmenn hafa fundið fyrir því til jafns
við aðra í samfélaginu. Það hefur
reynt á að þurfa að loka sýningum,
hætta við hvern viðburðinn á fætur
öðrum og sum söfn hafa orðið af
mikilvægum tekjum sem ört vaxandi
ferðamennska í landinu skapar. Og
enn sér ekki fyrir endann á þessari
plágu. Áhersla blaðsins að þessu sinni
er samt ekki um hvaða áhrif Covid-19
hefur haft á söfnin, heldur fjöllum við
um það sem upphaflega var stefnt að,
safnfræðslu safna á Íslandi.
Við stingum þó ekki höfðinu í sand-
inn og birtum umfjöllun um könnun
safnaráðs, Íslandsdeildar ICOM og
FÍSOS þar sem fram kemur alvarleg
staða margra safna. Könnunin var
send út í lok samkomubanns þann
2. maí og var ætlunin að komast að
því hvaða áhrif ástandið hefði á söfn,
rekstur þeirra og afkomu sem og á
líðan starfsfólks. Niðurstöðurnar eru
áhugaverðar og mikilvægt að safn-
menn kynni sér þær.
Þemaumfjöllun í Kvisti að þessu sinni
eru eftirtektarverð fræðsluverkefni
sem eru í gangi, þróunarstarf sem
komið er vel á veg og rannsóknir á
safnfræðslu. Reynsla þeirra sem vinna
við fræðslustörf er mikilvæg og það
er óskandi að hlúð verði að henni til
framtíðar. Rétt er að benda á grein
ÖlmuDísar Kristinsdóttur í þessu sam-
hengi þar sem m.a. er velt upp starfs-
heiti þeirra sem koma að safnfræðslu,
en þau eru ansi fjölbreytt. Það eitt og
sér lýsir viðhorfi til fagsins og er eitt-
hvað sem þarf að ræða innan safna-
geirans. Hins vegar er áberandi hve
mikil fagmennska einkennir fræðslu-
starfið og hve sterkar starfskenningar
fagfólk í fræðslu hefur tileinkað sér,
sama hvaða titil það ber.
Ekki er fjallað um sögu safnfræðslu
í þessu blaði en það má benda á og
mæla með að fólk kynni sér þær
ritgerðir og umfjallanir sem hafa nú
þegar verið gerðar um efnið. Þar má
nefna meistararitgerð Bryndísar
Sverrisdóttur þar sem farið er yfir
upphaf safnkennslu við menningar-
minjasöfn landsins sem hófst um
1960. Í ritgerðinni er því lýst hvernig
safnkennarar, Sólveig Georgsdóttir og
Bryndís Sverrisdóttir störfuðu á vegum
menntamálaráðuneytis og sáu um
fræðslu á ólíkum söfnum staðsettum
í Reykjavík til ársins 1986 þegar stofn-
aðar voru fræðslustöður innan safn-
anna. Sem dæmi þá tók Rakel Péturs-
dóttir til starfa á Listasafni Íslands
árið 1987 sem fyrsti safnkennari þess.
AlmaDís Kristinsdóttir fjallar einnig
um safnfræðslu, þróun og viðhorf
gagnvart henni í doktorsritgerð
sinni og þá sérstaklega í Listasafni
Reykjavíkur.
Öflugt fræðslustarf innan safna þar
sem boðið er upp á fjölbreytt efni fyrir
gesti er markmið þeirra sem koma
að safnkennslu. Metnaðurinn er svo
sannarlega fyrir hendi og fræðslufólk
íslenskra safna hæft og hugmynda-
ríkt. Mikill vöxtur hefur nú þegar
orðið í safnfræðslu, eins og sést á
efni þessa blaðs. Hins vegar er það
alvarleg staða fyrir söfnin í landinu
Hornreka eða stofustáss?
verkefnisstjóri, fulltrúi, safnkennari,
safnvörður, sjálfboðaliði…
RITSTJÓRASPJALL