Safnablaðið Kvistur - 2020, Qupperneq 8
10
Hönnun snýst í grunninn um það að gera hlutina vel. Bæta það sem betur má fara, finna
lausnir og tækifæri. Sem hönnuður
lærir maður ýmsar aðferðir sem nýta
má í þessum tilgangi. Mig langar
til að deila með ykkur í stuttu máli
hvernig við höfum nýtt aðferðafræði
hönnunar í Hönnunarsafni Íslands
undanfarin þrjú ár.
Á árunum 2007–2010 stýrði ég
rannsóknar- og þróunarverkefni
við Listaháskóla Íslands sem bar
heitið Stefnumót bænda og hönnuða.
Í verkefninu var teflt saman einni
elstu starfsstétt landsins, bændum,
og þeirri yngstu, vöruhönnuðum.
Markmiðið var skýrt, að skapa virðis-
auka á hráefni samstarfsbænda
verkefnisins. Aðferðafræðin var í
stuttu máli þessi: Nemendur kynntu
sér hráefni hvers bónda fyrir sig sem
og tækjabúnað og þekkingu sem
var til staðar á hverjum bæ. Þetta er
grunnurinn sem byggt er á. Einnig
kynntu nemendur sér framtíðarsýn
og drauma samstarfsbænda sinna.
Þessi atriði voru kortlögð og hafist
handa við hugmyndavinnu sem mið-
aðist við að ná markmiðinu með því
að nýta einungis það sem er til staðar
á hverjum bæ. Það er að segja, ekki
var gert ráð fyrir fjárfestingu í nýjum
tækjum og tólum. Við mátum það svo
að með þessum ramma yrðu verk efnin
líklegri til að verða að veruleika.
Hönnunarstjórar verkefnisis voru
Brynhildur Pálsdóttir og Guðfinna
Mjöll Magnúsdóttir vöruhönnuðir
en auk þeirra og nemendanna komu
aðrir fagaðilar að verkefninu svo sem
matreiðslumenn, sérfræðingar hjá
Matís, viðskiptafræðingar og grafískir
hönnuðir. Aðkoma þessara fagaðila
var möguleg þar sem verkefnið fékk
veglegan styrk frá Rannís úr Tækni-
þróunarsjóði. Lokaafurðirnar voru
meðal annars rabbarbarakaramella,
sláturterta, matseðill í anda Þórbergs
Þórðarsonar og skyrkonfekt. Hug-
myndirnar voru að sjálfsögðu marg-
falt fleiri. Allt sett í pottinn og svo
hrært til skiptis með samtali, tilraun-
um, samtali, tilraunum þar til loka-
niðurstaða næst.
Ef um annars konar verkefni væri að
ræða til dæmis byggingu á nýju safni
væri auðvitað notuð önnur aðferða-
fræði, en ég nefni þetta dæmi þar
sem þetta er sú aðferðafræði sem við
höfum nýtt okkur í Hönnunarsafni
Íslands undanfarið.
Draumur safnstjórans var að að gera
safnið líflegra og að fleira fólki fyndist
það tilheyra safninu. Áherslurnar snér-
ust um að á safninu skapaðist meira
samtal, þekking og hugmyndir og
að safnið væri staður þar sem maður
tækist á flug, yrði spenntur, forvitinn,
uppgötvaði hluti og framkvæmdi.
Á virkum dögum er fjöldi starfs-
manna á Hönnunarsafni Íslands 2–3,
á víð og dreif í 1400 fermetra hús-
næði. Um helgar er þar einn starfs-
maður. Þetta eru ekki kjöraðstæður
fyrir líflegt safn.
En ef maður notar sömu aðferðafræði
og lýst er hér fyrir ofan lítur dæmið
svona út:
– Markmið: Líflegt safn.
AÐ SKAPA SAMTÖL
Aðferðafræði
hönnunar
í safnastarfi Líflegt safn
Markmið
Útkoma
Verkfæri
Grunnur
Efniviður
Samtöl
Sköpunargleði
Tilraunir (frumgerðir)
Hugrekki / Opinn hugur
Húsnæði / Þekking
Einstakur safnkostur
Starfsfólk / Stafræn tilvist