Safnablaðið Kvistur - 2020, Síða 11

Safnablaðið Kvistur - 2020, Síða 11
13 FRÉTTIR ÚR SAFNAHEIMINUM sem var streymt eða allskyns mynd- böndum um söfnin stóðu lands- mönnum sem og heiminum öllum til boða. Skráning safnkosts jókst einnig til muna sem og viðhald og viðgerðir á safnhúsum og sýningum. Svo kom sumar. Á ferð um landið voru heimamenn í meirihluta og voru þeir duglegir við að sækja menningar- tengda þjónustu. Viðburðir voru aðlagaðir að sóttvarnartakmörkunum með góðum árangri. Félagar í FÍSOS hafa í gegnum árin rætt um hve erfið- lega hefur gengið að auka heimsóknir heimamanna á söfn og þó svo að það hafi þurft heimsfaraldur til þess, þá er von nú um að söfnin hafi stimplað sig rækilega inn hjá heimamönnum. Og nú er komið haust. Ljóst er að far- sóttin hefur ekki sungið sitt síðasta og enn þurfum við að aðlaga okkur að breyttum aðstæðum. En gleymum því ekki að söfn eru og eiga að vera varanlegar stofnanir sem starfa í þágu almennings, samkvæmt laganna bókstaf. Ágjöf sem þessi má ekki og á ekki að slá okkur út af laginu. Mikil- vægast á þessum tímapunkti er að tala saman, styrkja tengslanetið og leita ráða hjá hvert öðru. Sköpunar- krafturinn og hugmyndaauðgin sem býr í félögum FÍSOS er ómetanlegur. Tökumst á við komandi vetur með bjartsýnina að vopni og umhyggju fyrir hvort öðru. Við erum öll í þessu saman, við erum öll almannavarnir. Ekki gleyma að anda. Þetta líður hjá … Árið 2020 hefur fært okkur gríðarlega erfitt verkefni að vinna úr, farsótt sem hefur heltekið heimsbyggðina. Covid-19 hefur reynst starfsemi safna, sem og annarri menningartengdri starfsemi, óþægur ljár í þúfu. Reglur um samkomutakmarkanir, gríðarleg fækkun erlendra ferðamanna og lokanir þekkjum við öll. FÍSOS, ICOM á Íslandi og safnaráð hafa saman lagst á árar og lögðu fyrir stjórnendur viðkenndra safna könnun í apríl um áhrif Covid-19 á safnastarf í landinu. Niðurstöður sýna að farsóttin hefur mikil áhrif er kemur að áætlun um fjölda gesta og tekjuáætlunum, hún hefur víða orsakað mikla rekstrar- erfiðleika og áframhaldandi óvissa er í kortunum. Nauðsynlegt er að endur- taka könnunina í lok árs og sjá þá svart á hvítu raunstöðu viðurkenndra safna á Íslandi. Þrátt fyrir þessi áföll hafa félagar í FÍSOS, sem starfa á söfnum, setrum og sýningum landsins, sýnt að þó skellt hafi verið í lás þá stóðu allar dyr opnar þeim sem vildu fá að vita meira um starfsemi safna og þann mikla fjársjóð sem felst í safn- kostinum. Nýjar leiðir í miðlun voru nýttar, e.o. sýningar á listaverkum í gluggum safna eða að blásið var til safnabingós! Stafræn miðlun jókst til muna þar sem safnkosturinn var óspart nýttur til að vekja athygli á starfseminni með góðum árangri. Beinar útsendingar frá viðburðum Þetta líður hjá … Á bakka Varmár er stærðar bjarg þar sem áin rennur flesta daga lygn og falleg. Bjargið er listaverk eftir myndhöggvarann Matthías Rúnar Sigurðsson, sem hefur höggvið út stól í bjargið sem snýr í hásuður. Í honum geta allir setið og notið kyrrðar og fallegs útsýnis yfir ána. Hugmyndin, sem Elísabet Jökulsdóttir kynnti fyrir bæjaryfirvöldum Hveragerðisbæjar árið 2016, er að stóllinn sé til að minna okkur á að líkt og áin líður hjá, þá munu þau vandamál sem oft á tíðum virðast óyfirstíganleg einnig líða hjá. Með kveðju, stjórn FÍSOS © H ör ðu r G ei rs so n , 2 01 9

x

Safnablaðið Kvistur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.