Safnablaðið Kvistur - 2020, Page 13

Safnablaðið Kvistur - 2020, Page 13
15 maður sem var flinkur að teikna, og hét Ingvar Ellert Óskarsson. Þá vaknaði áhuginn þeirra á list geðfatlaðra. Þau höfðu þó bæði, hvort í sínu lagi, safnað listaverkum frá unga aldri. Æ síðan hafa þau nálgast verk einstaklinga sem eru á einhvern hátt utangarðs „en í raun beintengdir sköpunarverkinu; sannir, óspilltir og frjálsir“. Í sýningahaldinu má segja að það séu þrjú meginþemu, sjálfsprottin list, sem er langstærsti hlutinn af safneigninni, framsækin nútímalist og verk eftir ungt fólk með listaháskólamenntun sem hefur ekki klassískan grunn til að byggja á. „Þegar nýja málverkið kom fram á sínum tíma þá var það í mínum huga alþýðulist, það var eins og listafólkið hefði gleymt menntuninni. Svo þegar Listaháskólinn var stofnaður var ætlast til þess að nemendur kæmu inn með þennan grunn úr öðrum skólum en á því var misbrestur því kennslunni var áfátt þar líka. Þessu fólki höfum við í stjórn safnsins boðið norður til að sýna. Söfnun þeirra hjóna á næfri list, sjálfsprottinni jaðarlist eða ,,sannri, ó spilltri og frjálsri” list er lofsvert framtak og varpar ljósi á menningar- starf sem er einstakt og mikils virði en hafði ekki verið sinnt að neinu ráði hérlendis áður en þau hófust handa. Og söfnunin heldur áfram. „Við erum í langtíma björgunarleiðangri með augun opin og hlustum eftir því sem gestir segja okkur, þá njótum góðs af glöggum einstaklingum sem láta okkur vita ef þeir sjá eitthvað spennandi. Við söfnum einnig alls konar smáhlutum sem geta fallið undir hugtök sem eru okkur hjart- fólgin og fylla upp í glufur. Það bætist sífellt í safnið, til dæmis árið 2015 þegar um 120.000 verk komu úr dánarbúi Þórðar G. Valdimarssonar, Kíkó Korríró, og þá settum við okkur í nýjar stellingar. Á hverju ári bætast hundruð verka við eignina því sá tími er runninn upp að eldra lista- fólk minnkar við sig og vill koma verkum sínum í örugga höfn svo að þeim verði miðlað á margvíslegan máta, svo sem í viðeigandi sal og í sýnis bókum safneignar.“ Hvað varðar framtíð starfseminnar þá er ýmislegt sem má bæta, að mati þeirra Níelsar og Magnhildar. Það vant- ar starfsfólk til að skrá og sinna safn- eigninni og sérfræðinga til að rann- saka og ritstýra bókum. Geymslurnar séu pakkaðar og safneignin minnkar ekki, eins og viðbótin sem nefnd var hér að ofan ber vitni um. Það blasir við að safnið þarf að reisa um 400 m2 byggingu áfasta Þinghúsinu undir fag- lega starfsemi og listaverkageymslu. Níels segist alveg frá upphafi hafa haft áhuga á því að endurgera í upphaflegri mynd garð Ragnars Bjarnasonar, Eikjuvogi 26 í Reykjavík, sem hann útfærði svo listilega upp úr miðri síðustu öld. Hugmyndin fékk byr undir báða vængi þegar Listasafn Árnesinga ákvað að gefa Safnasafninu verk hans til varanlegrar varðveislu en mörg þeirra höfðu þá verið í láni hjá safninu í tuttugu ár. Ef tilskilin leyfi fást hjá nágrönnunum verður reist glerhús yfir stytturnar og fylgihluti þeirra, foss og tjörn, þannig að villt náttúra og manngert rými vinni saman á fagran og nýstárlegan hátt. Að svo komnu máli kvöddum við þau Níels og Magnhildi, sitjandi í blómahaf- inu sem er svo einkennandi innandyra – og utan. Kvistur óskar þeim hjartan- lega til hamingju með afmæli þessa einstaka og fallega safns. L jó sm yn da ri : G un na r In gi G ís la so n

x

Safnablaðið Kvistur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.