Safnablaðið Kvistur - 2020, Blaðsíða 18

Safnablaðið Kvistur - 2020, Blaðsíða 18
20 Jette Sandahl hefur komið víða við á löngum starfsferli. Hún er öflugur talsmaður þeirra mann- réttinda sem snúast um aðgengi fólks að menningu, en sú hugsjón hefur litað starf hennar á söfnum í gegnum tíðina. Á síðustu árum hefur hún beint kröftum sínum að leiða vinnu nefndar á vegum Alþjóðasamtaka safna, ICOM, um nýja skilgreiningu á hugtakinu safn, sem var kynnt á heimsþingi ICOM í Kyoto í Japan haustið 2019. Í upphafi árs 2020 var Sandahl boðið til fundar við safnafólk á Íslandi þar sem umfjöllunarefnið var nýja safnaskilgreiningin. Mikill fengur var af komu hennar og sköpuðust góðar umræður um efnið. Síðan þá hefur dregið til tíðinda því Sandahl hefur sagt sig úr nefndinni, ásamt fleira nefndar- og stjórnarfólki, auk forseta ICOM. Ástæðurnar fyrir úrsögnum þeirra úr þessum embættum er ágreiningur þeirra við aðra stjórnend- ur og meðlimi ICOM um leiðir. Einnig er ósætti um vinnubrögð í ákvarðana- töku þegar kemur að breytingum á skilgreiningu hugtaksins safn. Í kjölfar komu Sandahl til landsins átti ég við hana samtal um afskipti hennar af málefnum safna. Af samtali okkar má ráða að Sandahl er kröftug manneskja sem tjáir sig á skýran og hreinskilinn hátt um málefni sem skipta miklu máli fyrir söfn samtímans; eins og mikilvægi aðgengis að söfnum án aðgrein- „Ef þú telur þig vera að vinna með einsleitt samfélag, þá ertu hálfsjónlaus” ingar, hlutverk safna í að tryggja mannréttindi allra og jafnrétti, svo eitthvað sé talið. Mér lék forvitni á að vita hvað varð til þess að hún fór að vinna að safnamálum, hvaða aðferð- um hún beitir í starfi og líka til að skyggnast inn í framtíðina. Hvað varð til þess að þú fórst að vinna í safnageiranum? Leiðin mín þangað var dálítið óbein. Ég vann í 12 ár í sálfræðistofnuninni innan háskólans þannig að ég kem ekki inn í safnageirann úr hefbund- inni safnagrein, heldur í gegnum sál- fræði, sagnfræði og feminísk fræði. Fyrsta safnið sem ég vann fyrir og átti þátt í að skapa var Kvennasafnið í Danmörku, svo minn bakgrunnur er aktívisminn og lít ég á safnið sem vettvang til valdeflingar. Það að vinna með efnismenningu varð algjör umbylting fyrir mig. Vegna þess að ég kem úr sálfræði og sálgreiningu, var jarðtengingin í efnismenningunni mjög góð og ég hélt mig þaðan í frá við söfnin. Ég hef fengið tækifæri til þess að vinna á ótrúlega ólíkum söfnum, Kvennasafninu í Danmörku og síðan á Þjóðminjasafni Danmerkur, sem er ef svo má segja eins feðraveldis- leg stofnun og hægt er að ímynda sér. Þaðan var ég beðin um að koma og búa til nýtt safn, Heimsmenn- ingarsafnið í Svíþjóð. Að því loknu fór ég til Te Papa Tongarewa safnsins í Nýja Sjálandi, og síðan í Borgarsögu- safn Kaupmannahafnar. Ég hef því unnið við þjóðarsöfn, borgarsöfn og sértæk söfn. Mér finnast mismunandi tegundir safna mjög áhugaverðar. Þú talar um að þú komir úr aktívisma og í vinnu þinni fyrir söfnin sem þú minnist á, líkt og í vinnunni við nýju safnaskilgrein- inguna, þá leggur þú áherslu á aðgengi allra að menningu. Hvað er það mikilvægasta af hálfu safnsins til að tryggja aðgengi án aðgreiningar, er það skýr stefna, ráðningar, val á samstarfsaðilum, eða eitthvað annað? Allt þetta upptalið og ég held að ekkert þeirra safna sem ég hef talað um bjóði frekar upp á slíkt en annað. Nálgunin byggist á ábyrgð stofnunar- innar, hvernig þú nálgast ábyrgðina, frekar en að það tengist umfjöllunar- efni safnsins, uppruna þess eða gerð. Okkur ber skylda til þess, en skyldan er sú að þjóna öllum án aðgreiningar og tengist lagaumhverfinu í þeim löndum þar sem ég hef unnið. Um er að ræða menningarstefnu sem hefur verið í gildi í meira en hálfa öld, en reynist okkur mjög erfitt að uppfylla. Stundum tala ég um tiltölulega velgengni og algjört klúður safna. Ef aðgangstölur safna eru skoðaðar kemur í ljós að þau eru mjög vel sótt – fjöldi þeirra sem heimsækir söfn er gríðarlegur. En þegar aðgangstölurn- ar eru skoðaðar með tilliti til þess hverjir það eru sem koma á söfnin, þá er það mjög stéttartengt. Þegar ég er í vondu skapi kalla ég það algjört klúður. Þegar Getty safnið í Kali- forníu var byggt, þá var það fyrsta safnið sem ég man eftir sem lýsti því yfir að þau myndu þjóna öllum þeim sem búa á Los Angeles svæðinu. Sem kallar á það að þú þarft að breyta viðmiðunum. Allt sem þú gerir í stofnuninni þarf að litast af því. Þetta er ekki eitthvað sem hægt er að bæta við eða klístra á fræðsludeildina, heldur eitthvað sem þarf að gegnsýra alla stofnunina. Einu söfnin sem ég VIÐTAL VIÐ JETTE SANDAHL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Safnablaðið Kvistur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.