Safnablaðið Kvistur - 2020, Side 22
24
Á síðustu árum hef ég litið til rann-
sókna og kannana Alþjóðaefnahags-
ráðsins (WEF), Sameinuðu þjóðanna
og heimsþings OECD. Það sem er
áhugavert þar er að þau skoða hvað
fólk óttast mest með spurningum
eins og: Hverju hefur þú áhyggjur
af eða hvað eru mikilvægustu málin
í þínu lífi, í þínu landi, í þínu fagi?
Mér finnst þetta mjög gagnlegt. Við
unnum með slíkar spurningar líka í
undirbúningsvinnunni fyrir það sem
varð að hringborðsumræðunum fyrir
nýju safnaskilgreininguna hjá ICOM.
Þegar ég var að vinna í Borgarsögu-
safni Kaupmannahafnar varð ég
mjög áhugasöm um félags-hagfræði-
kort sem Kaupmannahafnarborg
og margar aðrar stórborgir vinna
árlega, en þau sýna með nákvæmum
hætti hvernig staðfræði og lýðfræði
koma saman. Hægt er að sjá á korti
hvar fátækt er að finna og svæði þar
sem fátækir hafa ekki aðgang að
menntun, hafa ekki aðgang að menn-
ingu, geta ekki keypt húsnæði og að
þau verði sífellt fátækari, ekki ríkari.
Kortið sýnir mynstur, en líka frávik,
sem eru til dæmis svæði þar sem póli-
tískur aktívismi blómstrar í kringum
hafnarsvæðin í Kaupmannahöfn, þar
sem íbúarnir fylgja ekki mynstrinu.
Bæði lýðfræði og staðfræði eru áhuga-
verð, en sérstaklega fyrir söfn.
Ef ég fer yfir 100 metra langa brú sem
liggur yfir vötnin hér í Kaupmanna-
höfn, þá lækka lífslíkur mínar um
sjö ár. Slíkar upplýsingar þarf borg-
arsafnið að vita. Ef þú ert að vinna á
Þjóðminjasafninu þá þarftu að þekkja
inn á slíkar staðreyndir um misrétti
sem viðgengst í landinu og vera vak-
andi yfir því í öllu sem þú gerir. Ef þú
telur þig vera að vinna með einsleitt
samfélag, þá ertu hálfsjónlaus.
Á ráðstefnunni í Kyoto árið 2019
þegar nýja safnaskilgreiningin
var rædd virtist sem stjórn ICOM
væri óundirbúin þeirri gagn-
rýni sem þar kom fram, og að
íhaldsamari þjóðir, nefndir og
fólk hafi haft óskorað vald til að
hindra framkvæmd breytinga.
Kosningunni sem var á dagskrá
var frestað á grundvelli laga-
tæknilegra atriða í franskri lög-
sögu. Heldur þú að vandamál við
að það að búa til nýja safnaskil-
greiningu tengist stærra máli í
heiminum í dag, pólariseringu
eða kreppu alþjóðlegra stofn-
anna þegar kemur að lýðræði,
samvinnu og mannréttindum.
Þeir sem vilja fara hægar eru við
völd, eða að það sé ekki samstaða
um gildin sem skipta máli?
Það er vissulega pólarisering og
orðræðan sem var í gangi allt að ráð-
stefnunni í Kyoto kom mér virkilega
á óvart. Hér á landi hafa ekki verið
menningarstríð, en það virtist sem
að á síðasta ári hafi brotist út stríð í
safnaumhverfinu. Fólk, blaðamenn,
dagblöð, eða tímarit leyfðu sér að segja
nánast hvað sem er, í litlu samhengi
við sannleikann og ég held að slíkt
ástand sé mjög hættulegt pólitíkinni.
Ég var mjög ánægð með fundinn á
Íslandi um safnaskilgreininguna, því
þar var fólk í salnum sem var mér
ósammála, og gat tjáð sig opinskátt
um það, ég gat brugðist við því og við
gátum sætt okkur við þá staðreynd
að við vorum ósammála. Af minni
hálfu er það ein af stoðum lýðræðis-
samfélags að hægt sé að finna leiðir
til að kljást við ólíkar skoðanir. Ef við
værum öll sammála, þá þyrftum við
ekki á lögmálum eða aðferðum lýð-
ræðis að halda. Lög og lagaumhverfið
snúast um það að takast á við og
komast að samkomulagi af virðingu.
Og það er þess vegna sem sum okkar
komust í uppnám í Kyoto, af því að
lögunum og aðferðunum var kastað
fyrir róða. Norðurlandaþjóðirnar
voru sammála um þetta. Ekki af því
að norrænu söfnin séu brautryðjend-
ur, aðgerðasinnuð að einhverju ráði,
eða af því að nýja skilgreiningin væri
fullkomin eða komin frá guði. En
norrænu þjóðirnar voru samstíga í
mótmælum sínum gegn frávikum frá
viðurkenndum leiðum.
þau líka hafa aðra tjáningarmáta.
Þetta hefur með ráðningar að gera.
Fjölbreyttur bakgrunnur starfsfólks
er raunverulegur styrkleiki, það þýð-
ir að þú hafir mun fleiri möguleika
að vinna með.
Minnistæðasta upplifunin mín af
tungumálakóðum var á Kvennasafn-
inu þar sem við tókum mörg viðtöl
til að skrásetja munnlega sögu. Með
mér frá safninu var ung verkakona.
Það áhugaverða var að hún þekkti
marga tungumálakóða sem ég þekkti
ekki, eins og að spyrja hvort að eig-
inmaðurinn væri vondur þegar hann
var fullur. Þetta var kóði sem kallaði
fram langar og nákvæmar sögur hjá
fjölda viðmælenda um hvernig mað-
urinn hennar lamdi hana. Innbyggt í
kóðann var það að hann lamdi hana
greinilega, en af því það gerðist bara
eða aðallega þegar hann var fullur,
þá varð hún ekki að fara frá honum.
Þetta voru kóðar sem ég var algjör-
lega grunlaus um, ég hafði sem reynd
fræðikona og sálfræðingur sem vann
með kvennasögu aldrei áður heyrt
slíkar sögur. Þetta kenndi mér margt
um takmörk þess sem við teljum okk-
ur vita og um þá þekkingu sem er
stétt- og kynbundin.
Þú hefur minnst á það, m.a. í
erindi þínu á Íslandi, hvernig þú
notaðir Mannréttindasáttmál-
ann þegar þú varst í stefnumót-
unarvinnunni á Heimsmenn-
ingarsafninu í Gautaborg. Núna
eru skjöl eins og UNESCO álykt-
unin um þróun safna frá 2015
og nú nýlega sjálfbærnimarkmið
Sameinuðu þjóðanna að koma
fram. Myndir þú mæla með því
að nýta slík gögn í vinnu við að
þróa stefnu og markmið safns?
Hvert á ég að leita til að gera bet-
ur í starfi mínu á safni?
Ég myndi einbeita mér að sjálfbærn-
imarkmiðum Sameinuðu þjóðanna
og því hvað safnið getur uppfyllt í
hverju markmiði fyrir sig og hvernig
hægt er að tengja tilgang og markmið
safnsins við sjálfbærnimarkmiðin.