Safnablaðið Kvistur - 2020, Side 23
25
Ingunn Jónsdóttir,
safnafræðingur
Hvað telur þú að muni gerast
núna hjá ICOM? Er einhver vonar-
glæta á sjóndeildarhringnum?
Nú hafa tíu lykilmanneskjur sagt af
sér. Afsögn er uppgjöf, gerningur sem
endurspeglar vanmátt og að mann-
eskjunni sé ekki leyfilegt að eiga sér
rödd. Í henni felast hvorki mótmæli
né hótun. Hún er aðgerð sem felur í
sér getuleysi.
En það sem er mjög áhugavert er að
neikvæða orkan sem fylgir afsögn-
unum hefur haft það í för með sér
að annað fólk hefur risið upp í kröft-
ugri mótspyrnu og andófi. Annað
opið bréf til framkvæmdaráðsins er
á leiðinni, undirritað af 50 manns,
forsvarsfólki nefnda, sem krefjast
gagnsæis og innsýnar í vinnu- og
ákvarðanatökuferla framkvæmda-
ráðsins. Sjálfsmat framkvæmda-
ráðsins var ekki sannfærandi. Það
er innri endurskoðun þar sem það
metur sjálft sig og þar af leiðandi
náttúrulega blindað og útþynnt.
En það er hreyfiafl innan ICOM núna
sem ég hef aldrei séð áður og ég veit
ekki hver áhrifin verða. Þegar ég
tala við mér yngra fólk þá heyri ég á
þeim að þau eru sigurviss. Ég er að-
eins minna viss því ég hef áður orðið
vitni að hruni. Við sáum á síðasta ári
hversu ótrúlega sterk íhaldsömu öflin
eru. Ég veit ekki hvort nýja andspyrn-
an muni vinna, en hreyfingin er
áhugaverð. Það er líka áhugavert
að sjá að hún er knúin af konum á
aldrinum 35–50 ára. ICOM verður
að passa að missa þær ekki frá sér.
Eins og er þykir mér mjög mikið til
þeirra koma og þær vinna algjörlega
frábært starf.
Verður af nýrri
safnaskilgreiningu?
Það fer eftir því hvar völdin munu
liggja. ICOM er ekki ennþá búið
að leggja niður MDPP nefndina
(Standing Committee for Museum
Definition, Prospects and Potentials)
og hugmyndir um nýjan forsvars-
mann hennar eru í lausu lofti. Niður-
staðan mun sýna hvar völdin liggja
núna. Afsögn forseta ICOM er stórvið-
burður, fólk veit að hún sagði ekki af
sér af neinni léttvægri ástæðu og sér
að breytinga er þörf. Ef ICOM ætlar að
halda sínum sessi, eða styrkja stöðu
sína, þá verður safnaskilgreiningin
að endurspegla breytingar, hvort sem
það gerist núna eða ekki. Kosningarn-
ar árið 2022 gætu breytt ICOM til
muna. En ég veit ekki. Ef þér finnst
hlutirnir gerast hægt á söfnum, þá
gerast breytingar í ICOM varla á for-
sögulegum tíma heldur jarðsöguleg-
um. En ég beini því til ykkar, unga
fólksins þarna úti, að einbeita ykkur
að 2022.
L
jó
sm
yn
da
ri
: C
ar
st
en
S
n
ej
bj
er
g