Safnablaðið Kvistur - 2020, Blaðsíða 26
28
Vettvangur safna er margslunginn og
mikil gróska hefur átt sér stað í safna-
starfi víða um heim, þar með talið
hér á landi. Til þess að vekja athygli á
því sem vel er gert hefur Íslandsdeild
ICOM, alþjóðaráðs safna, og FÍSOS,
félag íslenskra safna og safnamanna,
veitt Íslensku safnaverðlaunin annað
hvert ár frá árinu 2000. Viðurkenn-
ingin sem felst í verðlaununum er
bæði heiður og hvatning þeim söfnun-
um sem hljóta tilnefningu ekki síður
en því safni sem hlýtur verðlaunin.
Verðlaunin eru hvati faglegs metnaðs
og góð kynning á því hvernig unnið er
með menningu okkar á framsækinn
og áhugaverðan hátt.
Auglýst var eftir ábendingum frá
almenningi, stofnunum og félagasam-
tökum um safn eða einstök verkefni
á starfssviði safna sem þykja til eftir-
breytni og íslensku safnastarfi til fyr-
irmyndar. Til greina komu sýningar,
útgáfur og annað er snýr að þjónustu
við safngesti jafnt sem verkefni er
lúta að faglegu innra starfi svo sem
rannsóknum og varðveislu. Í ár var
met slegið í innsendum ábendingum,
en þær voru alls 49 til 34 verkefna þar
sem a.m.k. 21 safn kom við sögu. Vil
ég nota tækifærið til að hvetja alla til
að sýna áframhaldandi áhuga fyrir
því að vekja athygli á því sem vel er
gert með því að halda til haga upplýs-
ingum um áhugaverð söfn og verk-
efni og senda inn þegar næst verður
auglýst eftir tilnefningum. Eins má
gjarnan velta því fyrir sér hvort tími
sé kominn til að efna til verðlauna
og viðurkenninga á hverju ári og ef
til vill skipta viðurkenningum upp í
mismunandi flokka því eins og áður
hefur verið nefnt eru viðfangsefnin
margslungin og oft erfitt að bera
saman mjög ólík verkefni til sömu
verðlauna. Ýmsar vangaveltur komu
Íslensku safnaverðlaunin 2020
hlaut Þjóðminjasafn íslands
upp hjá valnefndinni sem vert væri að
fjallað væri nánar um.
Til Íslensku safnaverðlaunanna 2020
voru eftirtalin söfn valin fyrir
tilnefningu fyrir verkefni sem þóttu
til fyrirmyndar og íslensku safnastarfi
til framdráttar.
– Minjasafn Austurlands á Egilsstöð-
um, Tækniminjasafn Austurlands
á Seyðisfirði, Sjóminjasafn Austur-
lands á Eskifirði ásamt Gunnars-
stofnun, sem leiddu verkefnið
Austfirskt fullveldi – sjálfbært fullveldi
– Borgarsögusafn Reykjavíkur fyrir
Fiskur & fólk – sjósókn í 150 ár og sam
starf við hollvinasamtök skipanna Óðins
og Magna
– Listasafn Reykjavíkur fyrir 2019 – ár
listar í almannarými
– Náttúruminjasafn Íslands fyrir
Vatnið í náttúru Íslands
– Þjóðminjasafn Íslands fyrir Varð
veislu og rannsóknamiðstöðvarnar
ásamt Handbók um varðveislu safnkosts
Verðlaunin, sem nú voru að upphæð
ein og hálf milljón króna, féllu í skaut
Þjóðminjasafns Íslands og því við hæfi
að ræða við Margréti Hallgrímsdóttur,
þjóðminjavörð og Lilju Árnadóttur,
sviðsstjóra munasafns Þjóðminjasafns
Íslands, um þessa viðurkenningu.
Hvaða þýðingu hafa verðlaunin
fyrir Þjóðminjasafn Íslands?
Í fyrsta lagi var mikilvægt að hljóta til-
nefninguna og öðlast sess með öðrum
söfnum sem vinna kappsamlega að
sínum markmiðum. Þjóðminjasafni
Íslands ber samkvæmt lögum að vera
í fararbroddi safna og safnaverðlaunin
því til handa eru staðfesting þess að
mikilvægur áfangi í löngu ferli náðist.
Með bættum aðbúnaði og öryggi alls
safnkosts hefur Þjóðminjasafn Íslands
óyggjandi forystu á því sviði hérlendis.
Það hefur tekið nokkur ár að ná settu
marki en enn verður fram haldið.
Verðlaunin eru til þess að minna bæði
safnafólk og ekki síður eigendur safn-
anna á að hvergi er hægt að slaka á í
varðveislu, rannsóknum og miðlun.
Þeir þættir eru grundvöllur söfnunar
í framtíðinni og söfnun, rannsóknir
og miðlun er undirstaða þess að sýn-
ingastarfsemi blómstri, sé fræðandi,
skemmtileg, veki umræður og vitund
fólks um bæði um fortíð og samtíma.
Þá hefur nauðsynleg yfirferð um
safnkostinn sem áður var vistaður
á nokkrum stöðum veitt glögga yf-
irsýn yfir það sem er til í safninu.
Yfirsýnin og bætt aðgengi er lykill-
inn að því að hægt sé að halda áfram
söfnun undir merkjum samtímans,
að söfnun sé markviss og samkvæmt
ákveðinni söfnunarstefnu sem við
viljum sjá að verði þess eðlis að hún
nýtist á landsvísu.
Við vígslu nýju Varðveislu- og
rannsóknamiðstöðvarinnar
í Hafnarfirði notaði Margrét
áhugaverða samlíkingu; að mið-
stöðin væri eins konar „hátækni-
sjúkrahús fyrir þjóðminjar“.
Getið þið útskýrt það nánar?
Jú, það hefur verið gripið til þessa orðs
til þess að vekja athygli á því að það
fræða- og varðveislustarf sem söfnin
ástunda krefst húsnæðis og tæknibún-
aðar svo að þeim minjum sem ætlað
er að varðveitast til komandi kynslóða
verði tryggð framtíð. Um er að ræða
grunnaðstöðu á okkar fagsviði sem
leggur grundvöllinn að árangri al-
mennt, þ.e. nauðsynlegir innviðir á
sviði safnastarfs og þjóðminjavörslu.
Hugtakið skírskotar og til þess að hús-
næðið er rúmgott, sérhönnuð rými í
samræmi við kröfur sérfræðinga okkar
með tilheyrandi tæknibúnaði, loft- og
hitastýringu allt eftir því hvaða skil-
yrði þarf að uppfylla til þess að tryggja
munum og minjum trausta varðveislu.
VIÐTAL VIÐ MARGRÉTI HALLGRÍMSDÓTTUR ÞJÓÐMINJAVÖRÐ OG
LILJU ÁRNADÓTTUR, SVIÐSSTJÓRA MUNASAFNS ÞJÓÐMINJASAFNS ÍSLANDS