Safnablaðið Kvistur - 2020, Síða 29

Safnablaðið Kvistur - 2020, Síða 29
31 Ég beitti aðferðum grundaðrar kenn- ingar við greiningu gagnanna. Í að- ferðafræðinni felst þróun á kenningu eða ramma frá grunni, þ.e.a.s. að láta gögnin vísa veginn. Þá notaði ég að- ferðir tilviksrannsókna og fylgdist með á vettvangi. Auk þess nýtti ég fjölbreytt gögn fyrir rannsóknina s.s. stefnumót- unarskjöl, sýningarskrár, ársskýrslur, vettvangsnótur, ráðstefnuskjöl, heim- ildamyndir, kennsluefni og smáforrit. Ég framkvæmdi það sem mannfræð- ingurinn Clifford Geertz kallar „deep hanging out“ (sjá mynd 1), til að kynn- ast betur tilvikum rannsóknarinnar og bera rödd þeirra saman við viðtölin. Einn viðmælandi minn sagði: „Það skiptir ekki máli hvort ég miðla inni á safni, inni í kennslustofu eða uppi á fjalli. Þetta eru sömu grunnþættirnir.“ Þessi sýn var ákveðin útvíkkun á hug- myndinni um safnfræðslu sem skap- andi kennsluaðferð. Doktorsverkefnið Meginniðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar í fjórum vísindagreinum sem hafa verið birtar á alþjóðlegum vettvangi.5 Í fyrstu greininni rýndi ég í aðstæður og eiginleika sem þurfa að vera til staðar svo að safnfræðsla skili kennslufræðilegum árangri. Ég skoðaði söguna á 36 ára tímabili (1980–2016) og áhrifaþætti á mót- un safnfræðslu til að finna leiðir til að festa fagið í sessi. Í því tilliti var hugtakið sjálfbærni notað í merk- ingunni að endast til lengri tíma. Fagið safnfræðsla hefur um langa hríð búið við ótryggt ástand en þegar horfst er í augu við áskoranir eru miklir möguleikar á að útvíkka starfið í kenningarlegu samhengi. Það ríkir t.a.m. þögn, hér á landi og í alþjóðlegu samhengi, um fræðilegar kenningar og notkun þeirra í starfi en á milli safna- og menntunarfræða eru ákveðin samlegðaráhrif sem mætti efla til muna. Sérstaða safn- kennara er mikil í þessu samhengi. Safnkennarar auka aðgengi gesta að menningararfi og gera tengsl þeirra við söfn merkingarbærari. Þrátt fyrir óvissuástand kemur í ljós að kennslufræðilegur árangur felur m.a. í sér skilning á því að nám á safni er skapandi. Sjónarhorn í Safnahúsinu Í doktorsrannsókninni var sam- starfsverkefni sýningarstjóra og fræðslufulltrúa kannað á sýn- ingunni Sjónarhorn í Safnahúsinu og skoðað hvernig kennslufræðileg líkön eru nýtt í framkvæmd til að uppfylla menntunarhlutverk safna. Ég tók 14 viðtöl og fann gjá eða rof á milli kennslufræðilegra módela sem notuð voru og hvernig fræðslustarfið var framkvæmt. Það var t.a.m. stuðst við hugsmíðahyggju (constructivism) og búin til sérstök fræðslustefna (kenningarlegur grunnur) fyrir verkefnið en hún samrýmdist ekki fræðslustefnu Þjóðminjasafns Ís- lands sem er í forsvari fyrir Safna- húsið. Þrátt fyrir góðan vilja og áhugavert samstarfsverkefni virtist kenningarlegi grunnur þess ekki ná að skjóta rótum. Í Safnahúsinu birtist ákveðið rof á milli valdasviða annars vegar hjá ábyrgðaraðilum samstarfsverkefnisins (ÞJMS) og hins vegar hjá einstaklingum sem höfðu með fræðslumál sýningar- innar að gera fyrir hönd sex menn- ingarstofnanna sem tóku þátt í verkefninu. Menntunarhlutverk sýningarinnar virtist hafa lítið vægi eftir að hún var opnuð. Þögn ríkti varðandi kennslufræðilega nálgun í samstarfsverkefninu og umboð safn- kennara var rýrt. Einn viðmælandi sagði sem dæmi að ekkert samtal hefði átt sér stað um sameiginlegar forsendur fræðslunnar. Fræðsludeild sem var Í doktorsrannsókninni var lang- tímaþróun fræðsludeildar Listasafns Reykjavíkur einnig skoðuð til að komast að því hvaða áhrif skipulags- heild safns hefur á menntunar- hlutverk þess. Alls voru tekin 20 viðtöl við fólk sem hafði unnið í fræðsludeild safnsins 1991–2018. Safnfræðsla sem fag virðist glíma við samfelldar áskoranir bæði hvað varðar kenningarlegan grunn og framkvæmd. Til að ná kennslufræði- legum árangri þarf aukin víxlverk- un að eiga sér stað á milli formlega skipulagsstrúktúrsins (skipurit, stefnur o.þ.h.) og hins óformlega Mynd 2 – Hagnýtt líkanMynd 1 – „deep hanging out“

x

Safnablaðið Kvistur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.