Safnablaðið Kvistur - 2020, Síða 40

Safnablaðið Kvistur - 2020, Síða 40
42 Jóhanna Bergmann Safnkennari við Þjóðminjasafn Íslands: Hvað hefur helst haft áhrif á störf þín í safnfræðslu? Ég sótti ráðstefnu í Manchester í Englandi sem haldin var af GEM – Group for Education in Museums árið 2005. Þá hafði ég starfað um tíma við safnfræðslu í Þjóðmenn- ingarhúsinu. Ferðin hafði gríðarleg áhrif á mig, faglega. Það sem hristi svona upp í mér var að sjá hversu afgerandi söfnin sem við skoðuðum höfðu stigið út úr hinu hefðbundna formi fræðslu, þar sem sérfræðing- ur upplýsir passífa, fróðleiksfúsa þiggjendur fræðslunnar. Öll söfnin höfðu fléttað inn leiðir fyrir gesti að hafa áhrif á sýninguna, að skilja eftir hugleiðingar sínar, að setja sig í spor fólksins sem fjallað var um, að nota líkamann og skilningarvitin á fjölbreyttan hátt, að fræðast en í leiðinni að láta sig varða um örlög einstaklinga áður fyrr. Eitt sem ég man sérstaklega eftir frá fyrirlestr- unum var nokkuð sem hollenskir safnkennarar höfðu að segja. Þau sögðu frá því að í sínu safni hefði verið ákveðið að fela safnkennara að vera sýningarstjóri til þess að tryggja að fræðslumarkmið sýn- inganna yrðu örugglega sýnileg og áþreifanleg í hinni endanlegu sýn- ingu. Þetta fannst mér gríðarlega merkilegt og mikilvægt því ég var að fást við það að gera sýningar áhuga- verðar fyrir börn eftir á. Ég sótti ráðstefnu á vegum Hands On! International Association of Children in Museums í október 2017. Hún hafði líka mikil áhrif á mig að því leiti að ég gerði mér grein fyrir því að til að safn höfði til barna þá verða þau að geta leikið sér. Það eru engar undantekningar á þessu. Skemmtilegast er ef leikur barna er fléttaður inn í sýningarhönnun, fremur en að börnum sé smalað á aflokað leiksvæði. Viðhorf alls starfs- fólks til barna þarf líka að vera sam- hæft; að þau leika sér og gera hluti öðruvísi en fullorðnir og að það sé bara allt í lagi. Ég er núna fyrst að sækja mér sér- menntun í kennslufræðum og les þá Hein og umfjallanir um Dewey og Vy- gotsky og fleiri. Ég finn hversu mik- ilvægt það er mér að setja það sem ég hef lært af reynslunni í fræðilegt samhengi og nota réttu hugtökin um það sem ég fæst við í starfinu. Ragnheiður Vignisdóttir Verkefnastjóri viðburða og fræðslu í Listasafn Íslands: Hvað hefur helst haft áhrif á störf þín í safnfræðslu? Það að heimsækja safn á að vera upp- lifun sem skilur eitthvað eftir, hvort sem það er tilfinning, ný þekking eða reynsla. Bókin From Knowledge to Narrative. Educators and the Changing Muse- um eftir Lisu C. Roberts hefur verið mér veganesti í starfi mínu. Þar fjallar höfundur meðal annars um hvernig góð safnafræðsla getur haft jákvæð áhrif á heildarupplifun safngesta. Móttökur, aðgengi, gæði og miðlun skipta einnig miklu máli. Allt þetta eykur líkur á jákvæðri upplifun og hvetur fólk til að segja öðrum frá og koma aftur. Góð þekking á viðfangsefni þess sem er miðlað er grundvöllur fyrir góðri safnafræðslu en fleiri þættir leika líka stórt hlutverk svo sem skýrleiki, skemmtun, hnitmiðuð frásögn og meðvitund um þarfir og væntingar þess hóps sem miðlað er til.  Aðferðir myndlæsis (e. Visual Think- ing Strategies) hafa síðustu ár vakið áhuga minn, en þar er færni nem- enda þjálfuð í því að skoða listaverk með markvissum og gagnrýnum hætti. Heimasíðan vtshome.org er mjög aðgengileg þeim sem hafa áhuga á að kynna sér betur þessa aðferðafræði. Þá er tengslanet sér- fræðinga sem sinna fræðslu á söfnum mikilvægt og hvetjandi, bæði innan- lands og erlendis. Á þeim vettvangi er faglegri þekkingu og reynslu miðlað sem eflir mann í starfi.  Rakel Pétursdóttir Safnkennari, deildarstjóri fræðslu- deildar og almannatengsla, og deildarstjóri fræðsludeildar við Lista- safn Íslands frá 1987–2014: Hvað hefur helst haft áhrif á störf þín í safnfræðslu? Þátttaka mín í starfi ICOM/CECA og kynni af safnastarfi í Skandin- avíu veittu mér innblástur meðan ég byggði upp fræðslustarfsemi við BJARGIR SAFNKENNARA

x

Safnablaðið Kvistur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.