Safnablaðið Kvistur - 2020, Síða 41
43
ríkislistasöfnin þrjú og í raun allar
götur síðan í starfi mínu við Lista-
safn Íslands. Að geta mátað eigin
verkefni í alþjóðlegu samhengi á ráð-
stefnum safnafólks var hvetjandi og
mikilvægur þáttur í þróun starfsins.
Þá vil ég nefna kynni mín af mörg-
um reynslumiklum safnkennurum
svo sem Michael Cassin sem þá starf-
aði hjá National Gallery í London
og kenndi mér um mikilvægi töfra
augnabliksins, gagnvirkni og nánd
auk kynna minna af fræðimannin-
um George E. Hein og kenningum
hans um nám og kennslu á söfnum.
Kenningar Mikhail Bakhtin um mik-
ilvægi gefandi samræðu í núningi
tíma og rýmis studdu einnig mína
nálgun. Endurgjöf þátttakenda,
munnleg og skrifleg elfdi að jafnaði
trú mína á mikilvægi starfsins.
Ríkey Hlín
Sævarsdóttir
Jarðfræðingur og verkefnastjóri
fræðslu og viðburða hjá Náttúru fræði-
stofu Kópavogs:
Hvað hefur helst haft áhrif
á störf þín í safnfræðslu?
Verkfærakistan mín geymir bjargir
og tól úr ýmsum áttum sem ég gríp
oft og iðulega til í hvers kyns fræðslu
og verkefnum. Kenningar úr kennslu-
fræðinámi eru ákveðinn grunnur að
uppbyggingu fræðsluverkefna, t.d. með
því að mæta nemendum/hópum þar
sem þeir eru staddir, byggja ofan á það
og hvetja til virkrar þátttöku og eigin
lausnaleitar. Ég reyni að nýta áhuga-
verðar kveikjur markvisst sem og ýmis
hagnýt ráð úr leiðsögunámi þegar
kemur að frásögn og raddbeitingu.
Eins reynist það mér oft vel að segja
hreint út að ég viti ekki svarið við
ákveðnum spurningum og snúa þeim
til hópsins í staðinn; “hvað haldið þið?”.
Þannig næst hópurinn gjarnan á flug
og valdeflist með eigin vangaveltum og
uppgötvunum sem síðan eru dregnar
saman og unnið með.
Starfsreynsla úr leikskóla er einstak-
lega góður og dýrmætur reynslu-
banki sem nýtist mér vel í núverandi
starfi; hlýleg og róleg nálgun og
ýmsar hagnýtar kennsluaðferðir og
vinnulag sem virka m.a. vel til að
halda áhuga, athygli og ró hjá yngstu
safnfræðslugestunum þegar á þarf
að halda.
Leiðarljós mitt í allri náttúrufræði-
fræðslu er að “færa fræðin upp úr bók-
inni og út út stofunni” á lifandi, sjón-
rænan og áþreifanlegan hátt; að sá
fræjum sem, vonandi, kveikja áhuga
og undrun og hjálpa nemendum að
lesa í landið og opna augun fyrir stór-
fengleik og samspili náttúruferlanna
allt í kring.
Grunnþættir menntunar og hæfnivið-
mið í aðalnámskrám leik- og grunn-
skóla eru til hliðsjónar við fræðsluefn-
isgerðina og ég leita innblásturs og
efnisfanga víða; skoða fræðsluefni frá
öðrum söfnum, skólum og stofnun-
um, íslenskum og erlendum, les mér
til og fylgist með helstu málefnum
líðandi stundar er varða m.a. nátt-
úrufræði og náttúruvernd. Samvinna
verkefnastjóra mismunandi Menn-
ingarhúsa hér í Kópavogi er einnig
ómetanleg og fjöldi skemmtilegra
fræðsluverkefna sem hafa litið dagsins
ljós þar sem fléttaðar eru saman t.d.
bókmenntir, listir og náttúrufræði.
Kristín
Harðardóttir
Safnkennari og
líffræðingur
á Náttúru-
minjasafni
Íslands:
Hvað hefur helst haft áhrif
á störf þín í safnfræðslu?
Ég er menntaður líffræðingur og
yogakennari og áhugi minn og metn-
aður felst í að miðla efni sem tengist
náttúrufræði á áhugaverðan hátt til
barna. Til að það sé hægt þarf að ná til
hópsins strax í byrjun og mynda sam-
hug. Þar nýti ég mínar bjargir úr yoga-
-fræðum. Ég hef sótt ýmis yoga-nám-
skeið m.a. krakka-yoga kennaranám á
vegum Little flower yoga sem á rætur
að rekja til New York. Kennarar þar
fara inn í skólana og leiða nemendur í
yoga-æfingum til að bæta líðan þeirra
og auka núvitund. Til hliðsjónar hef
ég lesefni sem Little flower yoga gefur
út og heitir Teacher training part one,
Foundations of children’s yoga and
mindfulness. Við safnkennarar þurf-
um að hafa í huga að við þekkjum
ekki bakgrunn gesta okkar og trufl-
andi hegðun þeirra er mjög líklega að
endurspegla eitthvað sem þau glíma
við í sínu persónulega lífi. Nemend-
urnir eru gestir okkar og við eigum
ávallt að koma fram við þá sem slíka.
BJARGIR SAFNKENNARA
Þóra Sigurbjörnsdóttir,
safnafræðingur