Safnablaðið Kvistur - 2020, Page 43
45
Þegar allir titlarnir eru búnir er
hópurinn kallaður saman hjá mynd
sem hefur fengið nokkra ólíka titla.
Við ræðum hvernig þeir eiga við
myndina, á hvaða hátt þeir eru ólíkir
og hvað það er við myndina sem kall-
ar á þessa margvíslegu titla. Nemend-
ur eru oft mjög virkir í samtalinu því
það snýst um þeirra framlag og hug-
myndir. Þau geta verið ósammála um
að ákveðinn titill passi við tiltekna
mynd og þá þarf að leiða samtalið í
þá átt að allar túlkanir eigi rétt á sér.
Að þessu loknu fær hver nemandi tvo
litla miða með stjörnu og fyrirmæli
um að þau eigi að skoða alla titlana og
setja stjörnu við þá tvo titla sem þeim
finnst eiga sérstaklega vel við. Í lokin
förum við svo yfir þá titla sem fengu
flestar stjörnur og ræðum þá. Við það
klárast leikurinn og eftir standa titlar
sem hópurinn hefur kosið besta.
Stjörnugjöfinni er sleppt hjá yngri
bekkjum því hún getur snúist upp í
vinsældakosningu og áherslan fer af
myndlestri og fræðslutilgangi leiks-
ins. Fyrir yngri nemendur skiptir
meira máli að fá umfjöllun um sína
túlkun og þá er betra að fara í lengra
samtal um titlana svo allir fái við-
brögð og athygli fyrir sitt framlag.
Kostir leikjaformsins
Leikurinn hægir á áhorfi nemenda,
þau gefa sér betri tíma til að skoða
hvert verk og velta því fyrir sér. Rammi
leiksins veitir nemendum tækifæri til
að slaka á og skemmta sér um leið og
hann skapar umgjörð utan um samtal
sem fær nemendur til að tjá sig. Að-
almarkmiðið er að þjálfa nemendur í
myndlestri, ræða um myndir og rök-
styðja túlkun sína. Kostur leiksins er
að hann virkjar þátttakendur því allir
taka þátt og þau stjórna framkvæmd-
inni að því leyti að þau velja hvort þau
vinna stök eða með öðrum og á hvaða
hraða leikurinn er.
Leiknum svipar til borðspils en á það
sameiginlegt með frjálsum leik að
innan hans eru lögmál sem skapa
skýran ramma. Á meðan leikurinn
varir er hann það sem skiptir aðal-
máli og þátttakendur geta leyft sér að
hætta að hugsa um annað á meðan.
Í honum felst þraut sem þau þurfa að
leysa og stjörnugjöfin er spennandi
því hún tryggir ákveðinn sigurvegara.
Leikurinn gagnast vel til að skapa
samtal um myndmál og rímar við
hæfniviðmið Aðalnámskrár grunn-
skóla um að nemendur allra skólastiga
geti greint áhrif myndmáls.
Viðbrögð hafa verið mjög góð bæði
frá kennurum og nemendum. Krakk-
arnir brosa og hlæja meðan á leikn-
um stendur og draga spennt nýjan
og nýjan titil. Um leið geta þau verið
í samskiptum við jafningja sína og
speglað viðhorf sín í þeim. Leikir búa
yfir ótal möguleikum í safnfræðslu
og það hefur verið mjög gaman að
geta nýtt styrkleika safns eins og
Ljósmyndasafns Reykjavíkur í að
gefa nemendum tækifæri á að þroska
hæfni sína í myndlæsi.
Myndir eru teknar á sýningu
Christophers Lund, Vitni, í Ljósmynda-
safni Reykjavíkur.
Hlín Gylfadóttir,
sérfræðingur fræðslu