Safnablaðið Kvistur - 2020, Blaðsíða 44

Safnablaðið Kvistur - 2020, Blaðsíða 44
boðið upp á kaffi og meðlæti í nota- legu rými á efri hæð safnsins ásamt spjalli um málefni dagsins. Skapandi safnaheimsókn Á vormánuðum hófust listasmiðjur fyrir fullorðna gesti safnsins. Fyrstu smiðjurnar tengdust vatnslitaverkum eftir Mats Gustafson á sýningunni Að fanga kjarnann og einnig vatnslita- verkum eftir Ásgrím Jónsson. Við feng- um Karlottu Blöndal myndlistarmann og listkennara til að stýra smiðjunum við góðar undirtektir. Gestirnir voru bæði byrjendur og fólk sem hefur ákveðna undirstöðu í tækni vatnslita- málunar. Hver smiðja hófst á leiðsögn um vatnslitaverk eftir Ásgrím og verk eftir Gustafson. Þá var farið yfir að- ferðir, tækni og eðli vatnslitamálunar ásamt stuttum æfingum. Gestir fengu efnivið á staðnum en eins var nokk- uð um að gestir kæmu með sín eigin áhöld og efni í smiðjuna. Þátttakendur í smiðjunni máluðu undir leiðsögn Karlottu umkringdir verkum eftir Gustafson á meðan aðrir gestir safnsins skoðuðu sýninguna. Upplifun gesta á verkum á sýningunni dýpkar þegar þeir ná að fanga aðferð- irnar og tengjast verkferli listamanns- ins. Smiðjurnar hafa verið uppbókaðar langt fram í tímann og þátttakendur eru almennt mjög ánægðir. Á haustmánuðum verður haldið áfram með listasmiðjur fyrir fullorðna í tengslum við þær sýningar sem verða í safninu. Þemu smiðjanna breytast því í takt við sýningar safnsins. Fræðslustarfsemi fyrir innflytjendur Listasafnið tók þátt í norrænu sam- starfsverkefni þjóðlistasafna á Norð- urlöndunum sem sneri að því að ná til nýrra markhópa – Reaching new audiences in the Nordic countries. Verk- efnið fól í sér að söfnin spyrðu sig ákveðinna spurninga varðandi mark- hópa, svo sem: Hvaða hópum þjónar safnið? Hvaða hópar fá ekki jafn góða þjónustu og hvaða leiðir eru færar til þess að ná til þeirra? Í þróunarvinnu Fræðsla í Listasafni Íslands SKAPANDI HEIMSÓKNIR Í Listasafni Íslands fer fram fjöl-breytt fræðsla fyrir börn og full-orðna. Fræðslu viðburðir skapa tækifæri til að nálgast myndlistina og menningararf þjóðarinnar á margvíslegan hátt, bæði á fræðileg- um forsendum og með óformlegum hætti, í safninu sjálfu og utan þess. Þar sem Listasafn Íslands er höfuðsafn á sviði myndlistar er það okkur starfs- fólkinu mikilvægt að höfða til allra í samfélaginu. Fræðsludagskráin er því hugsuð út frá þörfum fólks á mismunandi aldri og þörfum ólíkra hópa. Við einsetjum okkur að staðnæmast hvergi við að skoða nýja hópa. Á meðal fastra dag- skráliða eru: Gæðastundir, Krakkaklúbbur­ inn Krummi, listasmiðjur fyrir full- orðna, inni- og útileiðsagnir, leiðsagnir fyrir innflytjendur og rafræn miðlun. Krakkaklúbburinn Krummi býður upp á dagskrá fyrir yngstu gesti safnsins. Starfsemin miðar að því að auka aðgengi barna að sýningum safns- ins til að þau geti tekið virkan þátt í menningarstarfi. Eitt af mark miðum Krakkaklúbbsins er að kynna mis- munandi listgreinar á fjölbreyttan hátt, auka skilning á starfi listamanna og verkkunnáttu og kenna ólíkar að- ferðir til listsköpunar. Með miðlun í gegnum listasmiðjur fá yngstu gestir safnsins leiðsögn um sýningar og innblástur til þess að skapa sín eigin verk. Slík mið- lun eflir einnig orðaforða og hug- takaskilning barna. Börnin koma í fylgd með forráðamönnum sínum og eiga ásamt þeim skapandi og nota- lega stund í safninu. Frá stofnun Krakkaklúbbsins hefur þátttaka barna og forráðamanna þeirra aukist með hverjum mánuðin- um. Dagskráin er vinsæl og ákaflega vel sótt. Allir þátttakendur og for- ráðamenn þeirra fá ókeypis aðgang. Þannig komum við til móts við sam- félagið og stuðlum að jöfnum tæki- færum allra til þess að njóta menn- ingararfsins við skapandi aðstæður. Fullorðinsfræðsla og samfélagið Einu sinni í mánuði er haldin Gæða­ stund fyrir eldri borgara (+60 ára). Dagskráin er samsett af fjölbreyttum viðburðum, til að mynda sérsniðnum leiðsögnum, spjalli við sérfræðinga um ákveðin listaverk, tímabil í lista- sögunni og valda listamenn. Viðburðirnir eru vel sóttir af eldri borgurum sem sumir hverjir mæta reglulega. Þá má nefna að sérsniðnu leiðsagnirnar, útileiðsagnir um slóð- ir listamanna í nágrenni Listasafns Íslands og innlit á bakvið tjöldin í starfsemi safnsins eru mjög vel sóttir viðburðir. Þá taka sérfræðingar innan safnsins á móti gestum og kynna starf- semi þess, varðveislu safneignar, skrán- ingu, ljósmyndun og miðlun hennar. Hver heimsókn er fróðleg og gefur gestum tækifæri til að kynnast betur sýningum, listamönnum og sér- fræðingum safnsins. Hámarksfjöldi gesta miðast við 25 manns, sem við teljum að sé hæfilega stór hópur fyrir gæðastund í safni. Þar með gefst fólki meira svigrúm til að ræða við sérfræðinga, spyrja spurn- inga og öðlast nýja sýn á starfsemi safnsins. Í lok hverrar Gæðastundar er 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Safnablaðið Kvistur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.