Safnablaðið Kvistur - 2020, Síða 44
boðið upp á kaffi og meðlæti í nota-
legu rými á efri hæð safnsins ásamt
spjalli um málefni dagsins.
Skapandi safnaheimsókn
Á vormánuðum hófust listasmiðjur
fyrir fullorðna gesti safnsins. Fyrstu
smiðjurnar tengdust vatnslitaverkum
eftir Mats Gustafson á sýningunni Að
fanga kjarnann og einnig vatnslita-
verkum eftir Ásgrím Jónsson. Við feng-
um Karlottu Blöndal myndlistarmann
og listkennara til að stýra smiðjunum
við góðar undirtektir. Gestirnir voru
bæði byrjendur og fólk sem hefur
ákveðna undirstöðu í tækni vatnslita-
málunar. Hver smiðja hófst á leiðsögn
um vatnslitaverk eftir Ásgrím og verk
eftir Gustafson. Þá var farið yfir að-
ferðir, tækni og eðli vatnslitamálunar
ásamt stuttum æfingum. Gestir fengu
efnivið á staðnum en eins var nokk-
uð um að gestir kæmu með sín eigin
áhöld og efni í smiðjuna.
Þátttakendur í smiðjunni máluðu
undir leiðsögn Karlottu umkringdir
verkum eftir Gustafson á meðan aðrir
gestir safnsins skoðuðu sýninguna.
Upplifun gesta á verkum á sýningunni
dýpkar þegar þeir ná að fanga aðferð-
irnar og tengjast verkferli listamanns-
ins. Smiðjurnar hafa verið uppbókaðar
langt fram í tímann og þátttakendur
eru almennt mjög ánægðir.
Á haustmánuðum verður haldið áfram
með listasmiðjur fyrir fullorðna í
tengslum við þær sýningar sem verða í
safninu. Þemu smiðjanna breytast því í
takt við sýningar safnsins.
Fræðslustarfsemi fyrir
innflytjendur
Listasafnið tók þátt í norrænu sam-
starfsverkefni þjóðlistasafna á Norð-
urlöndunum sem sneri að því að ná
til nýrra markhópa – Reaching new
audiences in the Nordic countries. Verk-
efnið fól í sér að söfnin spyrðu sig
ákveðinna spurninga varðandi mark-
hópa, svo sem: Hvaða hópum þjónar
safnið? Hvaða hópar fá ekki jafn góða
þjónustu og hvaða leiðir eru færar til
þess að ná til þeirra? Í þróunarvinnu
Fræðsla í
Listasafni Íslands
SKAPANDI HEIMSÓKNIR
Í Listasafni Íslands fer fram fjöl-breytt fræðsla fyrir börn og full-orðna. Fræðslu viðburðir skapa
tækifæri til að nálgast myndlistina
og menningararf þjóðarinnar á
margvíslegan hátt, bæði á fræðileg-
um forsendum og með óformlegum
hætti, í safninu sjálfu og utan þess.
Þar sem Listasafn Íslands er höfuðsafn
á sviði myndlistar er það okkur starfs-
fólkinu mikilvægt að höfða til allra í
samfélaginu.
Fræðsludagskráin er því hugsuð út frá
þörfum fólks á mismunandi aldri og
þörfum ólíkra hópa. Við einsetjum
okkur að staðnæmast hvergi við að
skoða nýja hópa. Á meðal fastra dag-
skráliða eru: Gæðastundir, Krakkaklúbbur
inn Krummi, listasmiðjur fyrir full-
orðna, inni- og útileiðsagnir, leiðsagnir
fyrir innflytjendur og rafræn miðlun.
Krakkaklúbburinn Krummi býður upp á
dagskrá fyrir yngstu gesti safnsins.
Starfsemin miðar að því að auka
aðgengi barna að sýningum safns-
ins til að þau geti tekið virkan þátt í
menningarstarfi. Eitt af mark miðum
Krakkaklúbbsins er að kynna mis-
munandi listgreinar á fjölbreyttan
hátt, auka skilning á starfi listamanna
og verkkunnáttu og kenna ólíkar að-
ferðir til listsköpunar.
Með miðlun í gegnum listasmiðjur
fá yngstu gestir safnsins leiðsögn
um sýningar og innblástur til þess
að skapa sín eigin verk. Slík mið-
lun eflir einnig orðaforða og hug-
takaskilning barna. Börnin koma í
fylgd með forráðamönnum sínum og
eiga ásamt þeim skapandi og nota-
lega stund í safninu.
Frá stofnun Krakkaklúbbsins hefur
þátttaka barna og forráðamanna
þeirra aukist með hverjum mánuðin-
um. Dagskráin er vinsæl og ákaflega
vel sótt. Allir þátttakendur og for-
ráðamenn þeirra fá ókeypis aðgang.
Þannig komum við til móts við sam-
félagið og stuðlum að jöfnum tæki-
færum allra til þess að njóta menn-
ingararfsins við skapandi aðstæður.
Fullorðinsfræðsla
og samfélagið
Einu sinni í mánuði er haldin Gæða
stund fyrir eldri borgara (+60 ára).
Dagskráin er samsett af fjölbreyttum
viðburðum, til að mynda sérsniðnum
leiðsögnum, spjalli við sérfræðinga
um ákveðin listaverk, tímabil í lista-
sögunni og valda listamenn.
Viðburðirnir eru vel sóttir af eldri
borgurum sem sumir hverjir mæta
reglulega. Þá má nefna að sérsniðnu
leiðsagnirnar, útileiðsagnir um slóð-
ir listamanna í nágrenni Listasafns
Íslands og innlit á bakvið tjöldin í
starfsemi safnsins eru mjög vel sóttir
viðburðir. Þá taka sérfræðingar innan
safnsins á móti gestum og kynna starf-
semi þess, varðveislu safneignar, skrán-
ingu, ljósmyndun og miðlun hennar.
Hver heimsókn er fróðleg og gefur
gestum tækifæri til að kynnast betur
sýningum, listamönnum og sér-
fræðingum safnsins.
Hámarksfjöldi gesta miðast við 25
manns, sem við teljum að sé hæfilega
stór hópur fyrir gæðastund í safni. Þar
með gefst fólki meira svigrúm til að
ræða við sérfræðinga, spyrja spurn-
inga og öðlast nýja sýn á starfsemi
safnsins. Í lok hverrar Gæðastundar er
46