Safnablaðið Kvistur - 2020, Síða 45

Safnablaðið Kvistur - 2020, Síða 45
bæði stóra sem smáa til að taka þátt í léttum leikjum og senda okkur spurn- ingar ef fólk vill dýpka skilning sinn á ákveðinni sýningu eða verkefnum innan safnsins. Með jöfnu millibili sendum við frá okkur póst sem kallast Spurt og svarað, þar sem spurningum frá áhugasömum gestum er svarað á skýran og hnitmiðaðan hátt. Á Instagram síðu safnsins eru settar inn upplýsingar um verk úr safneign og eins eru þar birt myndskeið af sér- fræðingum safnsins við störf. Vinsælasti leikurinn sem fór fram bæði á Instagram og Facebook var listaverka- og myndaleikurinn þar sem fólk valdi sér listaverk, notaði þrjá eða fleiri hluti í kringum sig og endurgerði verkið með ljósmynd. Á heimasíðu safnsins má finna 360 gráðu ljósmynd af sýningunni Fjársjóður þjóðar og af safninu við Fríkirkjuveg. Þannig geta gestir skoðað safnið og sýninguna hvort sem þeir eru heima hjá sér, á ferðalagi, í vinnunni eða annars staðar. Vefsýn- ingar á verkum Ásgrím Jónssonar má finna á heimasíðu safnsins og einnig má finna fjölbreyttar vefsýningar á Sarpi, sarpur.is. Þann 4. ágúst 2020 hófum við sam- starf við DailyArt samkvæmt því markmiði að miðla safneign okkar og íslenskri listasögu innan alþjóðlega listaheimsins. Þann dag birtist fyrsta listaverkið frá listasafninu, Hekla eftir Ásgrím Jónsson frá 1909. DailyArt er öflugt og ókeypis fræðslu- og lista- verka-app sem auðvelt er að sækja í símann. Einnig kemur verk dagsins á Facebook-síðu og heimasíðu DailyArt. Á hverjum degi sendir DailyArt eitt listaverk í símann til áskrifenda sinna um allan heim, með upplýsingum um verkið, listamanninn og safnið sem varðveitir verkið. Í DailyArt-appinu er einnig hægt að finna upplýsingar um ýmsa listamenn og söfn víðsvegar um heiminn. safnsins við verkefnið horfðum við á velgengni nágranna okkar í Danmörku, nánar tiltekið Statens Museum for Kunst – Þjóðlistasafni Danmerkur. Safnið hefur verið mjög virkt og leiðandi í sérstökum verkefn- um fyrir innflytjendur í Danmörku. Þá er safnkosturinn notaður sem fræðsluefni um samfélagið, menningu og sögu landsins. Boðleiðir til þessara hópa geta stundum verið erfiðar en Þjóðlistasafnið starfar með tungu- málaskóla og kennari á vegum hans leiðir hópana á safninu í samstarfi við starfsmann safnsins. Við höfðum samband við Rauða kross- inn á Íslandi sem stendur fyrir öflugri fræðslustarfsemi fyrir innflytjendur og tók sérstaklega mið af samstarfs- verkefni Rauða krossins og Mímis, Æfingin skapar meistarann. Við buðum nýjum íbúum landsins í heimsókn til að kynnast safninu, starfsfólki þess og safnkosti. Í hverri heimsókn eru nokkur valin verk skoðuð, rædd og sett í menningarlegt samhengi og athygli er vakin á skírskotunum þeirra til samfélagsins, auk þeirra minninga og hughrifa sem vakna. Undirbúningur gesta fyrir hverja heim- sókn fer fram áður en þeir mæta og úrvinnslan fer fram eftir að heimsókn lýkur. Skemmtilegar samræður skapast í hverri heimsókn og má finna mikinn áhuga hjá gestunum. Í lok heimsóknar eru þeir hvattir til þess að kynna sér Krakkaklúbbinn Krumma og koma aftur í heimsókn með fjölskylduna. Áhersla lögð á stafrænan fróðleik Í samræmi við markmið um fjöl- breytni þegar kemur að auknu að- gengi að menningararfinum leggjum við áherslu á sýnileika á samfélags- miðlum og á vefsvæði safnsins og þar miðlum við fróðleiksmolum. Það er okkar mat að samfélagsmiðlar séu gott verkfæri í fræðslu og miðlun, svo sem til að koma á framfæri upp- lýsingum og vekja áhuga fólks óháð staðsetningu. Þannig náum við að verða sýnilegri fyrir alla landsbyggð- ina. Á samfélagsmiðlum hvetjum við 47 Guðrún Jóna Halldórsdóttir, verkefnisstjóri viðburða og fræðslu. Fritz Hendrik Berndsen og Helga Kjartansdóttir, þátttakendur í listaverka­ og myndaleiknum, sendu inn þessa mynd

x

Safnablaðið Kvistur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.