Safnablaðið Kvistur - 2020, Qupperneq 50
VIÐTAL VIÐ MENNTAMÁLARÁÐHERRA
52
Fyrst langar mig að fá þína sýn þín
á stöðu safna í samfélaginu og hvar
þú sérð fyrir þér mikilvægi safna;
er það samfélagsleg hlutverk þeirra
sem snýr að miðlun og fræðslu eða er
það varðveislan.
Söfn gegna mikilvægu samfélags-
legu hlutverki og ég er mjög stolt
af íslensku söfnunum. Þau eru fjöl-
breytt og áhugaverð. Við erum vissu-
lega með mörg söfn miðað við höfða-
tölu, en það gerir það að verkum
að allir geta fundið eitthvað við sitt
hæfi. Fræðsluhlutverk safna er að
mínu mati mikilvægt, að þekkingu
sé miðlað milli kynslóða þannig að
þú getir séð þrjár kynslóðir fara inn
á safn og þar finni allir eitthvað við
sitt hæfi. Ég tel mikilvægt að söfn
séu barnamiðuð því þannig færðu
barnafólk inn á söfnin – því það vill
fræða börnin sín. Þarna eru tæki-
færi til að tvinna saman varðveislu
menningararfsins og fræðslu.
En varðveisluhlutverkið?
Þarna erum við svolítið komin inn
á hlutverk stjórnvalda, sem hefur
til dæmis með nýjum geymslum
Þjóðminjasafnsins í Hafnarfirði sýnt
Söfn eru eitt mest
spennandi tæki
sem við höfum
að stjórnvöld leggja áherslu á varð-
veislumálin. Við þurfum að aðstoða
við að koma menningararfinum í
öruggt skjól. Við verðum að varð-
veita til framtíðar til að auka skiln-
ing þeirra kynslóða sem nú eru að
vaxa úr grasi og komandi kynslóða
– til að vita hvert við erum að fara
þá þurfum við að vita hvaðan við
erum að koma svolítið til að skilja
hvar við erum. Söfnin eru eitt mest
spennandi tækið sem við höfum til
þess að miðla sögu, listum og þau
þurfa að vera fjölbreytt eins og þau
eru – allskonar.
Safnamenn og sveitarfélögin sem
eru eigendur margra safna spyrja
sig hvort eðlilegt sé að öllu fé safna-
sjóðs sé nú úthlutað til verkefna – en
ekki til daglegs rekstrar eins og
áður var. Jafnvel þó kröfur til viður-
kenndra safna hafi aukist. Hefur
ráðherra ákveðna sýn á þetta eða er
treyst á stefnumótun safnaráðs?
Rekstrarstyrkirnir voru ekki felldir
niður heldur voru þeir felldir undir
almenna úthlutun í umsóknarferl-
inu, þannig erum við að gera þetta.
Hugmyndin var að við værum að
efla grunnstarfsemina, t.d. í gegnum
Öndvegisstyrki. En ég er mjög með-
vituð um það að þarna er einhver
svolítil togstreita, við finnum það
auðvitað. Við vitum það hvað óvissa í
rekstri getur dregið þrótt úr söfnun-
um að vera með þá sýn sem ég var að
kynna. Erfitt er að meta reynsluna
af breyttum áherslum við úthlutun
vegna áhrifanna af heimsfaraldr-
inum en stuðningskerfi við söfnin
þarfnast stöðugrar endurskoðunar.
Safnstjórar verða að geta einbeitt sér
að inntakinu, varðveislunni, miðlun-
inni. Við þurfum líka að taka tillit
til þeirra sem vilja standa utan við
viðurkenningarferlið og kjósa það
frelsi sem finnst utan ramma safna-
laga. Við erum búin að vera í mikl-
um uppbyggingarfasa í menningar-
tengdri ferðaþjónustu og auðvitað
hefur maður áhyggjur af því hvaða
áhrif núverandi ástand hefur. Þetta
þurfum við að fara yfir í vetur. Hvar
standa söfnin okkar? Við verðum að
hlúa að þessari flóru.
Ég settist niður með Lilju Alfreðsdóttur mennta og menningarmálaráðherra á sólríkum
mánudegi í ágúst og átti við hana spjall um ýmislegt sem tengist söfnum, rekstri þeirra
og stefnu. Ritnefnd Kvist hafði í undirbúningi sett saman spurningalista með nokkuð
tæknilegum spurningum um söfn, stjórnsýsluna, safnaráð og fleira. Ráðherra svaraði
þeim spurningum hratt og örugglega en leiddi síðan talið að því sem brennur á henni
varðandi miðlun og varðveislu menningararfsins og var augljóst af okkar spjalli að Lilja
er bandamaður íslenskra safna – og kannski bara safna almennt.