Safnablaðið Kvistur - 2020, Page 54
Frá upphafi var lögð rík áhersla á að
tengjast skólasamfélaginu og gera
skólum kleyft að nýta sýningarnar
og efnið í í kennslu. Í þeim tilgangi
var útbúið fræðsluefni sem var gert
aðgengilegt á heimasíðu verkefnisins.
Efnið var bæði hugsað sem ýtarefni til
að styðja við heimsóknir á sýninguna
en einnig var lagt upp með að skólar
sem ekki áttu þess kost að heimsækja
sýningarstaðina, t.d. vegna fjarlægðar
frá þeim, gætu nýtt efnið heima í
skólastofunni. Upplýsingar um hve
margir skólar nýttu sér fræðsluefnið
liggja ekki fyrir en aðsókn þeirra að
sýningunni sjálfri var ekki ýkja mikil.
Erfitt er að segja til um hvað olli því,
mögulega hefði mátt standa öðruvísi
að kynningu á verkefninu til kennara
og tengja einstaka hluta þess skýrar
við aðalnámskrá grunnskóla og hæfn-
viðmið hennar. Þá er nokkuð ljóst að
fjarlægð skólanna frá sýningarstöð-
unum hefur í einhverjum tilfellum
verið stór áhrifaþáttur. Það er einmitt
ein af þeim áskorunum sem söfn og
skólar víða um land standa frammi
fyrir þegar kemur að safnfræðslu og
hvernig skólar geta nýtt söfn í sinni
kennslu. Aðgengi skóla að söfnum og
öðrum menningarstofnunum er mjög
mismunandi eftir því hvar þeir eru
staðsettir. Sumir hafa söfn í göngufæri
og geta auðveldlega tvinnað safna-
heimsókn inn í sína kennslu á meðan
aðrir þurfa um mjög langan veg að
fara og þurfa því að standa í flókinni
skipulagningu til að fara í slíkar heim-
Allar lögðu stofnanirnar sitt af
mörku til verkefnisins. Söfnin hýstu
sýningarnar og lögðu til muni og
sérþekkingu á sviði heimildaöflunar
og sýningargerðar. Héraðsskjalasafn
Austfirðinga gegndi lykilhlutverki
þegar kom að heimildaöflun, Land-
græðslan lagði til sérþekkingu á
sviði menntunar til sjálfbærni og
Skólaskrifstofan og Menntaskólinn
tengdu verkefnið við skólasamfélagið.
Hönnuðirnir Litten Nystrøm og Ingvi
Örn Þorsteinsson voru fengin til að
hanna sýningarnar og allt efni þeim
tengt. Þar var áhersla lögð á einfald-
leika og sjálfbærni. Áherslurnar birtust
meðal annars í sérstökum stöndum
sem voru hannaðir og smíðaðir fyrir
sýninguna en þá er auðvelt að taka
í sundur og geyma. Standarnir eru
fyrirferðarlitlir og auðvelt að setja þá
upp aftur og þeir hafa nú þegar nýst
á öðrum sýningum safnanna. Síðast
en ekki síst lagði Austurbrú til verk-
efnastjóra sem hafði yfirsýn fyrir alla
þætti verkefnisins og stillti saman
strengi svo úr yrði heilstætt verk.
Allir fjórir sýningarhlutarnir voru
opnaðir á þjóðhátíðardaginn, 17. júni
2018, en verkefnið markaði eins og
áður sagði umgjörð um öll hátíðarhöld
á Austurlandi í tilefni fullveldisafmæl-
isins. Auk sýninganna var sett upp
heimasíða, austfirsktfullveldi.is, en
þar mátti nálgast upplýsingar um ver-
kefnið og aðra viðburði á Austurlandi.
Þá var búið til sérstakt fræðsluefni
fyrir skóla sem kennarar gátu nálgast
á heimasíðunni og nýtt í tengslum við
heimsóknir á sýninguna. Heimasíðan
er ennþá opin og þar er enn hægt að
nálgast þetta efni.
Hápunktur verkefnisins var síðan
vegleg fullveldishátíð sem fram fór
í Menntaskólanum á Egilsstöðum 1.
desember 2018 þar sem áhersla var
lögð á unga fólkið og framtíðina. Þar
voru allir fjórir hlutar sýningarinn-
ar sameinaðir og sýndir sem heild í
fyrsta sinn auk þess sem nemendur
skólans, listamenn, hönnuðir og fleiri
stigu á stokk og fögnuðu áfanganum
með margvíslegum hætti.
Verkefnið var sérstakt á margan hátt. Í
fyrsta lagi var hér um að ræða einstakt
samstarfsverkefni þar sem níu ólíkar
stofnanir tóku höndum saman með
söfn í fararbroddi til að skapa sýningu
sem bæði var ætlað að fræða og vekja
til umhugsunar.
Í öðru lagi teygði sýningin anga sína
inn á fjögur mismunandi söfn á
Austurlandi sem hvatti íbúa og gesti
fjórðungsins til að sækja allar þessar
stofnanir heim og vakti athygli á fjöl-
breytti safnaflóru svæðisins. Í þriðja
lagi var umfjöllunarefnið nýstárlegt og
nálgunin frumleg. Þarna nýttu söfnin
tækifærið til að taka á stórum málum
eins og sjálfbærni, loftslagsbreyting-
um og heimsmarkmiðunum. Síðast en
ekki síst má nefna hönnun sýningar-
innar og alls efnis í kringum hana
en þar voru einfaldleikinn hafður að
leiðarljósi sem skilaði sér í stílhreinum
og áhrifamiklum sýningum þar sem
aðalatriðin voru í forgrunni.
Hvernig tókst til?
Almenn ánægja var meðal allra sem
að verkefninu komu um hvernig
til tókst. Sýningarnar vöktu athygli
meðal gesta safnanna og greinilegt að
þeim þóttu sögur barnanna áhrifa-
ríkar og að þær fengu fólk til að leiða
hugann að eigin aðstæðum, fortíðinni
og framtíðinni. Samspil gripa úr safn-
kosti safnanna og úr nútímanum var
skemmtilegt og myndaði áþreifanlegar
tengingar við efnið.
56