Safnablaðið Kvistur - 2020, Síða 56

Safnablaðið Kvistur - 2020, Síða 56
58 SAFNFRÆÐSLA Í GRASAGARÐI frá Suður-Afríku og við notum sem sumarblóm. Suðandi hunangsbý úr Fjölskyldu- og húsdýragarðinum sveima í kringum blómin og færa blómasafa og frjókorn úr þeim heim í búið til drottningarinnar. Við velt- um fyrir okkur þessu samspili flóru og fánu; flugurnar fá mat úr blómun- um og launa fyrir sig með því að hjálpa til við frjóvgun blómanna. Við skoðum okkur sjálf og veltum fyrir okkur hvort við séum klædd í eitthvað úr plönturíkinu. Margir eru í gallabuxum og bómullarbolum, hvort tveggja búið til úr plöntum. Við skulum ekki gleyma matnum okkar heldur, plönturíkið kemur heldur betur við sögu þar! Umfjöll- unarefnin eru óþrjótandi þegar mað- ur er umvafinn náttúrunni í Grasa- garðinum, safnið er hinn fullkomni útinámsstaður. Hvað er ofan í moldinni? Fræðsluverkefni í opnu safni undir opnum himni Hvað er ofan í moldinni? Fræðsluverkefni í opnu safni undir berum himni Hlutverk grasagarða er að safna og varðveita plöntutegundir og að efla skilning á mikilvægi gróðurs með fræðslu og rannsóknum. Fræðsla um ræktun og umhverfismál er afar mikilvæg nú á tímum þegar loftslagsbreytingar og mengun af mannavöldum ógna tilveru okkar og annarra lífvera. Grasagarðar eru afar góður vettvangur til að fræða almenning um umhverfismál og náttúruvernd. Í plöntusafni Grasa- garðs Reykjavíkur eru um 5.000 safn- gripir af um 3.000 tegundum, auk alls hins óskráða í lífríki garðsins, og því um auðugan garð að gresja þegar kemur að fræðslu. Árið 2019 sóttu rúmlega 4.700 manns skipulagða fræðsluviðburði í Grasagarðinum. Þar af er drjúgur hluti leik- og grunn- skólanemar sem komu í garðinn til að fræðast sérstaklega um ræktun plantna og hvernig við getum hjálp- ast að við að varðveita líffræðilegan fjölbreytileika á jörðinni. Umhverfisfræðsla er oftar en ekki áþreifanlegri og áhrifaríkari í nánd við gróður og dýralíf Grasagarðsins heldur en í venjulegri kennslustofu og eru plöntur safnsins ákaflega notadrjúg tól við fræðsluna. Þannig íhugum við hvað plönturnar gera fyrir okkur og hvers vegna sé mik- ilvægt að passa upp á gróandann. Undir 80 ára gömlu birki ræðum við um að skógar séu lungu hnattarins. Trén búa til súrefnið sem er okkur lífsnauðsynlegt. Hjá fallegum ýviði tölum við um hvers vegna maður megi aldrei borða plöntur nema vera viss um að þær séu ætar – af því að nánast allir hlutar þessarar plöntu eru baneitraðir. Ýviðurinn er samt ekki sleginn út af borðinu af því að hann var notaður til að búa til boga í gamla daga. Við hummum brot úr forleiknum að Vilhjálmi Tell eftir Rossini og ímyndum okkur hve stressandi það hafi verið fyrir Vilhjálm karlinn að skjóta eplið af höfði sonarins með boganum sínum. Þegar við skoðum safndeild íslensku flórunnar spjöllum við um hvað fólk- ið í gamla daga hafi nú verið snjallt. Konurnar bjuggu til lampakveik úr fræull fífunnar sem vex svo víða um landið. Eski er ríkt af kísil sem gerir það hrjúft og hart og þess vegna var það tilvalið efni til að skrúbba potta og pönnur. Síðla sumars skoðum við hádegisblómin sem koma alla leið Leikskólabörn gróðursetja túlípanalauka.

x

Safnablaðið Kvistur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.