Safnablaðið Kvistur - 2020, Page 57

Safnablaðið Kvistur - 2020, Page 57
smávægilegum skakkaföllum. Við veltum fyrir okkur hlutum á borð við hvers vegna sumir túlípananna væru skaddaðir, braut einhver kannski reglur safnsins og labbaði í blómabeðunum sem hafði þessi áhrif? Ber þetta árangur? Söfn eins og Grasagarður Reykja- víkur sem eru rekin undir berum himni, með lifandi safnkosti og eru öllum opin alla daga ársins, eru sérlega viðkvæm fyrir skemmdum og ágangi safngesta sem gera sér kannski ekki fyllilega grein fyrir því að þeir eru staddir í safni. Í Grasa- garðinum er meirihluti safngrip- anna ræktaður upp af fræi og getur eitt ógætilegt skref eyðilagt margra ára vinnu og drepið safngrip sem tók kannski sjö ár að fá til að spíra, og þá eru ótalin árin í uppeldi eftir spírun, áður en plantan er færð í safndeild. Fræðsluverkefni eins og Sofnað að hausti – vaknað að vori veita okkur tækifæri til að þjálfa unga safngesti í að umgangast hinn viðkvæma safnkost Grasagarðsins á réttan hátt. Börnin eru svo sendiherrar safnsins sem þjálfa jafnvel aðra fjöl- skyldumeðlimi í hvernig maður eigi að hegða sér á safni undir berum himni sem er aldrei læst. Þannig eykst áhuginn á starfssviði safnsins og næmnin fyrir mikilvægi þess að allir þurfi að vinna saman í því að passa upp á safngripina. Mikilvægasti ávinningur fræðsluver- kefna á borð við þau sem eru í boði í Grasagarðinum er þó tvímælalaust sá að auka umhverfisvitund almennt og tilfinninguna fyrir nærumhverf- inu. Því er oft haldið fram að á með- an börn í dag þekki mörghundruð vörumerki þekki þau aðeins örfáar plöntur með nafni. Það er alveg ljóst að plöntur eru nauðsynlegar fyrir tilvist okkar en hvernig á maður að vilja vernda og varðveita eitthvað sem maður þekkir ekki? Það er því afar ánægjulegt að rekast á unga þátttakendur fræðsluverkefna á veg- um safnsins með foreldrum sínum í Grasagarðinum þar sem börnin ráða ferðinni. Börnin eru að sýna foreldr- unum afrakstur ræktunarinnar og leita jafnvel uppi starfsfólk garðsins við leit að ákveðnum plöntum sem þau hafa fræðst um. Virðing og skilningur á náttúrunni er nauðsyn- legur fyrir framtíð lífs á jörðinni og ungir og vel uppfræddir ræktendur eru ákaflega mikilvægur hlekkur í því samhengi. Björk Þorleifsdóttir, verkefnastjóri fræðslu Sofnað að hausti – vaknað að vori Haustið 2018 var verkefnið Sofnað að hausti – vaknað að vori sett á laggirnar í Grasagarðinum. Verkefnið hlaut styrk frá Safnaráði og þátttakendur komu úr leikskólum á höfuðborgar- svæðinu og úr 1.-4. bekk nágranna- skóla Grasagarðsins, Langholtsskóla. Verkefnið var svo endurtekið með elsta árgangi leikskólanema haustið 2019. Ákveðið var að fylla nýupp- gerðan hluta gamla garðsins í Grasa- garðinum af túlípönum af ýmsum stærðum og gerðum. Börnin komu í garðinn í september og fræddust, eins og nafnið gefur til kynna, um hvað plönturnar gera á veturna. Þau skoðuðu reyniber og fræin inni í þeim og við töluðum um þátt garð- fuglanna í að fjölga trjánum. Börnin plöntuðu svo einum túlípanalauk hvert og pössuðu upp á að laukarnir sneru rétt áður en þau „breiddu yfir“ laukana með mold svo þeir hefðu það nú gott í vetrardvalanum. Að vori mættu nemendurnir aftur í heimsókn og skoðuðu árangur rækt- unarinnar. Sumir laukanna döfnuðu vel á meðan aðrir höfðu orðið fyrir Í heimsókn að vori. 59

x

Safnablaðið Kvistur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.