Safnablaðið Kvistur - 2020, Page 60
NÝJUNGAR Í SAFNFRÆÐSLU
Honum er ætlað að mæta hreyfiþörf
barna og leikgleði. Jafnframt er
áhugi á að innleiða nýja mörkun
fyrir barnastarf Þjóðminjasafnsins
sem fælist í gestgjöfum barnanna
í líki fugls og dreka sem ættu þá
heimilisfesti í Stofu.
Lög og regla – glæpur og refsing, Trúin í
aldanna rás, Hamfarir og drepsóttir og
svo vinsælasta leiðsögnin Draugar,
huldufólk, hjátrú og galdrar. Þessar leið-
sagnir voru vel sóttar og gaman að
bjóða gestum upp á þessa nýjung.
Stofa
Í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
er unnið að mótun Stofu sem er
spennandi aðstaða fyrir börn, nem-
endur og fjölskyldur. Mennta- og
menningarmálaráðherra opnaði
formlega fyrsta áfanga Stofu 17. júní
2019. Nafnið var valið með tilvísun
í baðstofur fyrri alda, rannsóknar-
stofu, kennslustofur og stofur
heimila. Með hinni nýju aðstöðu
er aðgengi yngstu gesta safnsins að
menningararfinum bætt með aukið
menningarlæsi að leiðarljósi.
Stofa er staðsett í miðbiki grunnsýn-
ingarinnar, í opnu rými og á leið
allra. Tengist það aukinni áherslu á
barnamenningu og áherslu á yngstu
safngestina. Það er mikilvægt að
gera söfn að áfangastað fyrir fjöl-
skyldur þar sem börnum finnst þau
velkomin og þar sem afþreying er
fræðandi og skemmtileg í senn.
Í Stofu eru skápar og skúffur með
gripaheildum úr Þjóðminjasafninu.
Þar er Bæjarhóllinn, sérhönnuð set- og
leikaðstaða. Þar má leika sér með bú,
lita, teikna, herma eftir höfðaletri
og öðrum útskurðarmunstrum,
máta búninga, handfjatla snerti-
gripi, skoða stereóskópmyndir í
þrívíddarkíki, svo eitthvað sé nefnt.
Í bígerð er leikur á gólfi sem tengir
við safngripina í Stofu og á grunn-
sýningu í gegnum leik- og fræðslu.
Hrafnhildur Eyjólfsdóttir,
safnfræðslufulltrúi
Jóhanna Bergmann, safnkennari
62