Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2020, Síða 52

Skessuhorn - 03.06.2020, Síða 52
MIÐVIKUDAGUR 3. júnÍ 202052 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Vísnahorn jæja gott fólk. nú er blessað birkið að springa út og rétt að rifja upp orð jakobs á Varmalæk: Ilmur þinn með blænum berst birkilaufið væna. Ennþá hefur undrið gerst, undrið fagurgræna. Aðstæðurnar í þjóðfélaginu og svosem heiminum öllum hafa valdið mörgum óþæg- indum og tekjumissi að undanförnu en ein- hvern veginn verðum við nú að halda eyðsl- unni áfram. Eru samt nokkur ár síðan Sigfús jónsson orti: Jafnvel þó að nú sé neyð nærist eyðslugenið, allir stefna eina leið ofan í skuldafenið. Sigurður Hansen hinsvegar veit það mæta- vel að það dugir ekki annað en stinga við fót- um ef ekki á illa að fara í fjármálunum. Hér skal reynt að varða veginn, velta steini í skuldadíkið, svo við kannske kreditmegin komumst inn í himnaríkið. Lengi hafa menn iðkað þá íþrótt að snúa út úr vísum annarra og yrkja upp með þá breytt- um áherslum. Steingrímur Thorsteinsson orti á sinni tíð: Stormur lægir stríður. Stillist æstur sær. Yfir landið líður léttur hægur blær. Þórbergur Þórðarson sneri síðan út úr þessu undir dulnefninu Styr Stofuglamm: Stormur æðir stríður steypist Akrafjall. Yfir landið líður lítill piparkall. Sjómannadagurinn er nú alveg á næstu grösum eða næsta bárufaldi og væri full þörf að sú starfsstétt fengi nú einhverja umfjöllun. Sigurður Helgason frá jörfa orti um skip sem nefnt var Vogsskeiðin: Byrinn flýtir bragna för boðar spýta hrönnum. Skeiðin þýtur eins og ör undir nítján mönnum. Vogsskeiðin var mikið skip. Tólfróin og notuð til ýmissa flutninga meðal annars. Um hana kvað Sigurður einnig: Leið er flogin furðu nett, freyðir bogin alda. Skeið frá Vogi rennur rétt reyðar sogið kalda. Margir muna eftir Akraborginni sem lengi hélt uppi ferðum milli Akraness og Reykja- víkur. Fyrst man ég eftir Laxfossi gamla en á milli Laxfoss og Akraborgarinnar fyrri var Fagranesið í förum. Þar var Sigríkur Sigríks- son stýrimaður og eitt sinn er hann kom að taka farseðla hafði Sigurdór Sigurðsson skrif- að á sinn: Keypti ég fyrir krónur tvær kulda og slagvatns-fýlu. Sigríkur leit á miðann og segir nánast við- stöðulaust: Frekt er logið. Fyrir þær fórstu á tólftu mílu. Sigurður Bjarnason frá Katadal orti á heim- leið úr róðri: Tíðum breiðum brims af geim byr þá reiða söng um fríðar skeiðar héldu heim hlaðnar veiðiföngum. Einn ágætur granni Magnúsar Teitssonar var með bát sinn við saltuppskipun og sat á kvarteli við stjórnina. Manni þessum var svo farið að hann vildi gjarnan vinna hjá öðrum en ekki endilega láta verkið ganga mjög greitt. Það var drýgra í tímaskriftinni. nú henti það hann í blíðviðri að báturinn steytti á skeri og beið hann þá rólegur meðan féll undir skipið svo það losnaði. Þá kvað Magnús: Yfir bjartan bárupart berst með hjarta ólinu. Grætur vart, þótt gangi ei hart Grímur á kvartelinu. Gísli Gíslason hét maður og kenndur við Lágmúla á Skaga. Gjarnan nefndur Gísli Lági af Skaganum. Um hann orti Lúðvík Kemp brag þar sem sú nafngift var lokahending hverrar vísu Beitti að háu boðunum bátnum smáa í ofviðrum. Grillti og brá við grönunum Gísli Lági af Skaganum. Þessi er einnig eftir Kemp og um þann hinn sama Gísla: Þó að sjáarbára blá belgja nái túla gengur ráargöltinn á Gísli á Lágamúla. Lengi var það siður að yrkja formannavísur í verstöðvum en einhverjum snillingum datt í hug að búa til ímyndaða verstöð og yrkja um þekktustu umrenninga og letingja landsins. „Formannatal í Letingjavogum í Ómennsku- veri.“ Höfundar munu hafa verið fleiri en einn en væntanlega Gísli Konráðsson meðal þeirra en hér kemur sýnishorn af þeirri fram- leiðslu: Reglum þjónar tamar tón til konbónar rofa negluljón á fiskafrón færir Jón í Kofa. Gangs til fallinn kaskur kall krás af sallar járni þangs til vallar þeisti snjall þrátt Beinhallar Árni. Þessi vagar viður dag verkum hagar súða essi lagar eykur slag Ólafur Skagabrúða. Æðir þessi öldungess opt þó hvessing lerki græðis essi gjarnan hress Gísli prestsson sterki. Ákveðin vandamál gátu gert vart við sig fyr- ir tíma þilskipanna og reyndar er ég ekki viss nema þau hafi jafnvel látið á sér kræla á skútu- öldinni. Einar á Reykjarhóli var eitt sinn á sjó en kunni ekki að bera sig til líkt og vanir sjó- menn við tilteknar aðgerðir. Leit í kringum sig og kvað: Enginn hólmi á sjónum sést. Svartara hef ég aldrei litið. Það er orðið erfitt flest Einar getur hvergi skitið. Annar Skagfirðingur, Hallgrímur á Steini, orti um nágranna sinn: Höskuldur vill hafa fisk, hirðir hvorki um slór né dorsk, röskur undir Reykjadisk roskinn dró þar margan þorsk. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Svo við kannske kreditmegin - komumst inn í himnaríkið

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.