Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2020, Síða 25

Skessuhorn - 28.10.2020, Síða 25
 11 Til hamingju með 50 árin! Rekstrarvörur – vinna með þér Birna Jakobsdóttir var einn af fyrstu starfsmönnum Brák-arhlíðar og vann þar til árs- ins 2014 að undanskildum nokkr- um árum þar sem hún var í fæð- ingarorlofi. „Við vorum sex starfs- menn þarna í byrjun; Anna Gests- dóttir var forstöðukona, Ágústa Jó- hannsdóttir og Guðrún Nóadótt- ir skiptu eldhúsinu með sér og ég, Guðný Sigvaldadóttir og Þorgerð- ur Þorgilsdóttir sáu um umönn- un og önnur störf á heimilinu. Við skúruðum, þvoðum þvotta og sáum um allt,“ segir Birna. Heimilið var vígt í lok janúar 1971 og allan janú- armánuð vorum við á kafi í þrifum, að koma fyrir húsgögnum, sauma og setja upp gardínur og bara gera allt klárt,“ segir Birna. Fyrsti hjúkrunar - fræðingurinn í Brákarhlíð Birna vann sem hjúkrunarfræðingur í Brákarhlíð en hún hafði nýlega lokið námi þegar hún flutti í Borgarnes og vildi þá til að heimilið var um það bil að opna. „Mér fannst ég heppin að fá þetta starf svona fljótt eftir að ég flutti í Borgarnes og að fá að starfa þarna næstum allan minn starfsaldur,“ segir hún. Aðspurð segir hún breytingarnar á bæði heimilinu og heimilismeðlimum hafa verið mjög miklar þessi ár sem hún vann í Brákarhlíð. „Fyrst voru íbúarnir innan við 30 talsins og herbergin voru öll tveggja manna, nema eitt eins manns herbergi. Það var þrengra en fólk hafði pláss fyrir hillur og svona persónulega muni í herbergjum sínum. Í dag er húsnæðið allt rúmgott og nóg pláss fyrir hvern og einn íbúa. Flestir íbúar voru þokkalega hressir og við góða heilsu fyrstu árin en í dag er fólk oftast orðið mun veikara þegar það kemur,“ segir hún. „Í upphafi vorum við til dæmis ekki með neinar næturvaktir. Við skiptumst bara á að sofa á svefnbekk á skrifstofunni, bara svo einhver væri á staðnum. Það var bara ekki þörf á því að hafa einhvern á vakt alltaf því það voru allir í raun svo frískir,“ bætir Birna við. Hjálpartækin mikil bylting Spurð hvað sé eftirminnilegast úr starfinu hugsar hún sig um í smá stund og segist eiga margar stundir sem standi upp úr. „Ætli fyrsta árið sé ekki eftirminnilegast. Það var frábært að fá að taka þátt í að opna þetta heimili en það breyttist mjög hratt fyrstu árin. Tæplega ári eftir að heimilið var opnað fór ég í fæðingarorlof og þá voru ekki leikskólar svo ég var lengi í orlofi. Ég kom svo til baka árið 1974 og þá hafði rosalega margt breyst og svo fljótlega fórum við að fá meira af hjálpartækjum, sem ég held að hafi verið mesta byltingin, bæði fyrir íbúana og okkur starfsfólkið,“ svarar Birna og bætir við að Hallsteinn Sveinsson listamaður sé henni líka ofarlega í huga sem eftirminnilegur íbúi í Brákarhlíð. „Hann kom inn strax fyrsta árið og fékk að hafa smíðaverkstæði í kjallaranum þar sem hann gerði marga fallega hluti. Það var frábært að geta skaffað honum svona aðstöðu og gaman fyrir okkur að fylgjast með honum,“ segir Birna. Góður starfsandi Birna vann í Brákarhlíð í 41 ár og segist þakka háan starfsaldur góðum stjórnendum og samstarfsfólki. „Það var einfaldlega svo gott að vinna þarna. Við lögðum okkur fram strax í byrjun að skapa gott starfsumhverfi og ég held að það hafi bara haldist allar götur síðan. Mér leið alltaf vel á þessum vinnustað, annars hefði ég ekki tollað þar svona lengi,“ segir Birna og hlær. „Það voru samt alveg gerðar breytingar og nýjar áherslur komu með nýju fólki en andinn breyttist ekki,“ segir hún. En var aldrei erfitt að vinna í Brákarhlíð? „Jú, það gat verið erfitt. Eðli málsins samkvæmt þurfti maður oft að kveðja fólk sem gat stundum verið erfitt. En maður tókst bara á við það og vandist þessu líka. Auðvitað kynntist maður oft fólki mjög náið og eignaðist góða vini meðal heimilisfólks og sumir bjuggu jafnvel í áratugi þarna en það kom alltaf að kveðjustund,“ svarar hún. „En þetta var bara einn partur af starfinu,“ segir Birna Jakobsdóttir fyrrum hjúkrunarfræðingur í Brákarhlíð. arg Birna vann í Brákarhlíð í rúmlega fjóra áratugi Birna Jakobsdóttir var einn af fyrstu starfsmönnum Brákarhlíðar. Birna á vaktinni á góðri stundu með Ágústu Jóhannsdóttur, heimilismanni og áður samstarfsfélaga á dvalarheimilinu.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.