Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 28
14 Þórólfur Sveinsson hefur í nokkur ár komið vikulega í Brákarhlíð á veturna til að lesa fyrir íbúa en ferðirnar þetta árið hafa verið færri en vant er sök- um kórónufaraldursins. En hvern- ig komu þessar lestrarstundir til? „Það var þannig að norður á Sauð- árkróki er maður sem heitir Stef- án B. Pedersen, hann er þekkt- ur víða um land sem ljósmynd- ari. Kona hans átti átti við van- heilsu að stríða og dvaldi um tíma á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðár- króki. Stefán kom þangað á kvöld- in og las fyrir hana í setustofunni, en fleiri íbúar höfðu lagt eyrun við þegar Stefán var að lesa og fór það því svo að hann hélt áfram að koma og lesa fyrir íbúana, eftir að konan lést. Mamma mín var svo ein þeirra sem hlustaði á Stefán lesa á kvöld- in. Mér þótti þetta áhugavert og bauð Bjarka að prófa þetta í Brák- arhlíð, þannig byrjaði þetta,“ út- skýrir Þórólfur. Alltaf jafn gaman Aðspurður segir hann allan gang á því hversu margir komi og hlusti í hvert sinn en að alltaf sé það jafn gaman að koma í Brákarhlíð og lesa. En hvernig sögur les hann helst? „Fyrst þegar ég byrjaði á þessu var ég mikið að lesa sögur úr héraðinu því það náði vel til flestra. En hópurinn hefur breyst mikið og er uppruni ekki lengur bara hér úr héraðinu og þá veit það fólk ekkert um hvað ég er að tala þegar til dæmis er fjallað um gamla Borgarnes. Ég reyni að velja lesefnið með hliðsjón af hópnum,“ segir Þórólfur. Eins og Passíusálmarnir eru árvissir á öðrum vettvangi, þá eru Sögur úr Síðunni fastur liður hjá Þórólfi, afbragðs efni segir hann. ,,Líklega gerir maður þetta skár ef maður hefur sjálfur gaman af efninu, vonandi kemst það líka til þeirra sem hlusta,“ segir Þórólfur. ,,Stöku sinnum er svo lesefnið frá mér að meira eða minna leyti,“ bætir hann við. Aðspurður segist hann stefna á að halda þessum sögustundum áfram þegar faraldurinn hefur gengið yfir. „Á meðan ég nenni þessu og það er hljómgrunnur fyrir þessu þá held ég að ég haldi þessu áfram. Það verður svo bara að koma í ljós hversu lengi það verður. Breytt tækni býður upp á svo mikið framboð af lesnu efni fyrir fólk að kannski hættir að vera þörf fyrir mig í þessu,“ segir Þórólfur. arg Bára Guðmundsdóttir vann við aðhlynningu í Brákarhlíð í 34 ár og lét af störfum árið 2015. „Þetta var æðislegur tími. Brákarhlíð er frábær vinnustað- ur og samstaða starfsfólks mikil og góð,“ segir Bára. „Við starfsfólkið tókum okkur oft saman og gerðum eitthvað skemmtilegt fyrir heimil- isfólk. Til dæmis settum við sam- an kór sem söng á þorrablótum og vorum með skemmtiatriði og fleira. Það var alltaf mikið stuð og maður var alltaf tilbúinn að verja frítíman- um sínum í að æfa með kórnum því það var einfaldlega bara svo gaman hjá okkur,“ bætir hún við og hlær. Sumarferðirnar eftirminnilegar Eitt af því sem Bára segir standa upp úr frá tíma sínum í Brákarhlíð eru sumarferðalögin. „Við fjármögnuðum sumarferðalögin sjálfar með því að baka og selja kaffi og kökur á basar sem heimilisfólkið var með. Þetta kökuboð var flott, það var eins og í fermingarveislu,“ segir Bára og hlær. „Við vorum venjulega tvær og tvær saman að baka, það var bara svo mikið skemmtilegra,“ heldur hún áfram. Sumarferðalögin voru dagsferðir og segir Bára þessar ferðir jafnvel hafa verið einu ferðalögin sem heimilisfólk fór í. „Þessi kynslóð var ekkert að ferðast,“ segir hún. „Við byrjuðum daginn snemma, fórum í rútu öll saman og keyrðum um, stoppuðum á góðum stað til að borða hádegisverð og svona. Stemningin var góð. Í rútunni var sungið og svo gekk baukur á milli með nammi í svo allir gætu fengið sér,“ segir Bára og rifjar upp sögu af annarri aðeins styttri ferð. „Einu sinni þegar við vorum að koma af starfsmannafundi hittum við einn gamlan bónda úr Norðurárdalnum sem fór eitthvað að spyrja okkur um Borgarnes. Hann hafði ekki keyrt um Borgarnes í mörg ár og við gátum ekki látið það vera og fórum með hann í aftursæti á bíl og rúntuðum um Borgarnes. Hann var mjög glaður með þessa ferð en það þarf ekki alltaf mikið til að gleðja,“ segir Bára. Reykt inni Aðspurð segir Bára helstu breytinguna á þeim 34 árum sem hún starfaði í Brákarhlíð hafa verið heimilisfólkið sjálft, það hafi verið mun hressara þegar hún tók fyrst til starfa. „Eðlilega hefur þetta breyst því fólk er að koma seinna inn á dvalarheimilin í dag. Heimilið sjálft breyttist líka mikið á þessum tíma. Þegar ég byrjaði fyrst að vinna þarna reyktu margir og það var sko reykt í eldhúsinu. Við mættum alltaf aðeins fyrr á morgnana, svona korteri áður en við áttum að byrja að vinna, og fórum inn í eldhús og settumst við borð með kaffi og sígó og spjölluðum á meðan hafragrauturinn var eldaður,“ segir Bára og hlær. „Ég man líka eftir því að þegar maður var að láta renna í skúringarföturnar þá var öskubakki þar við vaskinn. Maður gat því fengið sér hálfa á meðan það rann í föturnar,“ segir hún. Betri aðstaða í dag Húsnæðið tók miklum breytingum á meðan Bára vann í Brákarhlíð og segir hún aðstöðuna í dag vera mun þægilegri fyrir heimilisfólk. „Bara það að geta baðað sig inni í eigin herbergi munar rosalega miklu. Tíðarandinn hefur mikið breyst og heimilisfólkið líka. En það sem ég held að sé best við Brákarhlíð er fólkið. Ég held að við höfum verið einstaklega heppin með starfsfólk, ekki að ég sé að hæla mér sjálfri,“ segir hún og hlær. „En það hefur upp til hópa valist gott fólk til starfa í Brákarhlíð og oftast fólk sem er þarna í mörg mörg ár og það gerist ekki nema fólki líði vel í starfi,“ segir Bára að lokum. arg Upp til hópa gott fólk sem starfar í Brákarhlíð Bára Guðmundsdóttir þótti æðislegt að vinna í Brákarhlíð. Ljósm. glh Þórólfur Sveinsson. Les sögur fyrir íbúa Brákarhlíðar Þórólfur les fyrir heimilisfólk í Brákarhlíð. Til hamingju með 50 árin! SJÚKRÞJÁLFUN HALLDÓRUNESAFL sf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.