Morgunblaðið - 03.12.2020, Side 22

Morgunblaðið - 03.12.2020, Side 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2020 talsins. Í hverfið hefur vantað ýmsa þjónustu, svo sem verslanir og skóla, en úr því verður bætt í Bryggjuhverfi vestur. Þá bendir Ágústa á að margvísleg þjónustufyrirtæki og verslanir sé nú þegar að finna í næsta nágrenni, á Ártúnshöfðanum. Fyrsta lota í uppbyggingu Borgarlínu geri ráð fyrir fyrir að ein af aðaltengistöðv- unum verði við Breiðhöfða á Ár- túnshöfða. Til að tengja hverfið við Höfðann, og þar með Borgarlínu, sé nú unnið að gerð aflíðandi stígs og tröppustígs um Bryggjubrekku sem verður hluti af stígakerfi borgar- innar. Deiliskipulagssvæði Bryggju- hverfis vestur er 14 hektarar og gerir ráð fyrir íbúðabyggð ásamt tilheyrandi nærþjónustu. Gert er ráð fyrir rúmlega 100 þúsund fer- metrum nýbygginga ofanjarðar. Sem fyrr segir verður hluti bygg- inga reistur á landfyllingum og sá Björgun ehf. um það verk. Heiti sækonunga í þulum Snorra- Eddu verða notuð sem nöfn á nýjum götum í Bryggjuhverfi við Elliðaár- vog. Þetta var tillaga nafnanefndar Reykjavíkur, sem var samþykkt. Umræddar götur, sem eru á svæði 1, munu heita Beimabryggja, Buðlabryggja, Endilsbryggja, Gjúkabryggja og Leifnisbryggja. Jafnframt hefur verið lagt fram erindi nafnanefndar þar sem gerð er tillaga að nöfnum gatna á svæði 2 í Elliðaárvogi. Göturnar þar munu heita: Álabryggja, Eitilsbryggja, Gautreksbryggja, Geitisbryggja, Hakabryggja, Högnabryggja, Lyngvabryggja, Mundilsbryggja og Rökkvabryggja. Hús rísa í Bryggjuhverfi vestur  Búseti og Bjarg eru að reisa sex hús með 124 íbúðum  Nýtt íbúahverfi verður byggt á fyrrver- andi lóð Björgunar og landfyllingum  Lögð verður áhersla á að íbúar hafi gott aðgengi að sjónum ÁTVR hefur ákveðið að hefja við- ræður við Eik fasteignafélag um áframhaldandi leigu á húsnæði við Borgartún fyrir vínbúð. Í október síðastliðnum óskuðu Ríkiskaup fyrir hönd Vínbúðarinnar eftir að taka á leigu húsnæði fyrir vínbúð í Reykjavík. Birtist auglýsing þess efnis í dagblöðunum. Fram kemur á vef Ríkiskaupa að tvö félög hafi svarað auglýsingunni, Eik fasteignafélag og Íþaka ehf. Niðurstaðan varð sú að ganga til samninga við Eik. Í auglýsingunni kom fram að hús- næðið skuli vera á svæði sem af- markast í grófum dráttum af Kringlumýrarbraut, Skipholti, Bar- ónsstíg og Sæbraut. Á þessu svæði er nú þegar að finna vínbúð, sem staðsett er í Borgartúni 26. Sú versl- un var opnuð í maí árið 2008. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, að- stoðarforstjóri ÁTVR, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að núverandi leigusamningur fyrir vínbúðina í Borgartúni væri að renna út. Því væri staðan á húsnæðismarkaði könnuð en ekki stæði til að bæta við búð í þessum hluta borgarinnar. ÁTVR rekur nú 14 vínbúðir á höf- uðborgarsvæðinu og 37 vínbúðir á landsbyggðinni, samkvæmt yfirliti á heimasíðu fyrirtækisins. sisi@mbl.is Ljósmynd/ÁTVR Borgartún 26 Nú stefnir allt í að Vínbúðin verði áfram rekin á þessum stað. Vínbúðin verður áfram í Borgartúni Búseti er húsnæðissamvinnu- félag að norrænni fyrirmynd sem býður upp á fasteignir af fjölbreyttum stærðum og gerð- um á höfuðborgarsvæðinu. Kaup á búseturétti er val- kostur fyrir þá sem vilja búa við öryggi og festu en vilja ekki endilega kaupa fasteign, segir á heimasíðu félagsins. Félagsmenn Búseta eru yfir 5.000 talsins og rúmlega 1.000 af þeim eru búseturétt- arhafar. Bjarg íbúðafélag er húsnæð- issjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB. Félaginu er ætlað að tryggja einstaklingum og fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðar- húsnæði í langtímaleigu. Búseta til langs tíma BJARG OG BÚSETI Ljósmynd/Búseti Bryggjuhverfi vestur Húsin rísa vestan við eldra hverfið. Fremst eru landfyllingar sem síðar verður byggt á. Tölvumynd/Arkþing Nýju húsin Útlitsmynd af nýjum íbúðum sem Bjarg og Búseti eru að byggja í Bryggjuhverfi vestur, þau fyrstu í nýja hverfinu. Húsin mynda randbyggð. BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Fyrstu húsin eru byrjuð að rísa í nýju íbúðahverfi Reykjavíkur, Bryggjuhverfi vestur. Þarna er gert ráð fyrir allt að 850 íbúðum, að hluta til á landfyllingum og að hluta til á athafnasvæði Björgunar ehf. í Sævarhöfða, en fyrirtækið hefur sem kunnugt er hætt starfsemi þar. Það eru Búseti húsnæðis- samvinnufélag og Bjarg íbúðafélag sem byggja á sameiginlegum bygg- ingarreit 124 íbúðir í sex húsum í austurhluta nýja hverfisins. Ark- þing annaðist arkitektahönnun og Ístak er byggingarverktaki. Þótt byggt sé á sameiginlegum reit eru félögin hvort með sínar áherslur, segir Ágústa Guðmunds- dóttir, sölu- og markaðsstjóri Bú- seta. Fyrsta skóflustunga var tekin í júní 2020 og gert er ráð fyrir því að íbúðirnar verði tilbúnar seinni hluta ársins 2021. Húsin munu mynda randbyggð sem umlykur sameig- inlegt garðrými. Við Beimabryggju 5 reisir Búseti fjögurra hæða hús með mænisþaki þar sem verða 26 íbúðir 2ja, 3ja og 4ra herbergja, á stærðarbilinu 43- 90 fermetrar. Áhersla lögð á skjól og birtu Að sögn Ágústu var við hönnun húsanna lögð áhersla á skjólmynd- un og heppilega afstöðu til sólar. „Hverfið á að þróa á skemmtilegan hátt og þar er meðal annars gert ráð fyrir vel útfærðu torgi sem myndar miðpunkt hverfisins. Lögð verður áhersla á að íbúar hafi að- gengi að sjónum til að njóta útsýn- isins og manngerðrar fjöru með þrepastöllum, þar sem hægt verður að setjast niður.“ Bryggjuhverfi austur, við Elliða- árvog/Grafarvog, er fullbyggt. Upp- byggingin hófst fyrir rúmlega 20 ár- um, eða árið 1998. Þarna eru nú 600 íbúðir og skráðir íbúar um 1.100 Bolholti 4 • 105 Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a Úrval aukahluta: Hulstur, Hleðslutæki, Snúrur, Minniskort, USB lyklar og fleira VIÐ GERUM VIÐ allar tegundir síma, spjaldtölva, tölva og dróna Bolholt 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.