Morgunblaðið - 03.12.2020, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 03.12.2020, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2020 talsins. Í hverfið hefur vantað ýmsa þjónustu, svo sem verslanir og skóla, en úr því verður bætt í Bryggjuhverfi vestur. Þá bendir Ágústa á að margvísleg þjónustufyrirtæki og verslanir sé nú þegar að finna í næsta nágrenni, á Ártúnshöfðanum. Fyrsta lota í uppbyggingu Borgarlínu geri ráð fyrir fyrir að ein af aðaltengistöðv- unum verði við Breiðhöfða á Ár- túnshöfða. Til að tengja hverfið við Höfðann, og þar með Borgarlínu, sé nú unnið að gerð aflíðandi stígs og tröppustígs um Bryggjubrekku sem verður hluti af stígakerfi borgar- innar. Deiliskipulagssvæði Bryggju- hverfis vestur er 14 hektarar og gerir ráð fyrir íbúðabyggð ásamt tilheyrandi nærþjónustu. Gert er ráð fyrir rúmlega 100 þúsund fer- metrum nýbygginga ofanjarðar. Sem fyrr segir verður hluti bygg- inga reistur á landfyllingum og sá Björgun ehf. um það verk. Heiti sækonunga í þulum Snorra- Eddu verða notuð sem nöfn á nýjum götum í Bryggjuhverfi við Elliðaár- vog. Þetta var tillaga nafnanefndar Reykjavíkur, sem var samþykkt. Umræddar götur, sem eru á svæði 1, munu heita Beimabryggja, Buðlabryggja, Endilsbryggja, Gjúkabryggja og Leifnisbryggja. Jafnframt hefur verið lagt fram erindi nafnanefndar þar sem gerð er tillaga að nöfnum gatna á svæði 2 í Elliðaárvogi. Göturnar þar munu heita: Álabryggja, Eitilsbryggja, Gautreksbryggja, Geitisbryggja, Hakabryggja, Högnabryggja, Lyngvabryggja, Mundilsbryggja og Rökkvabryggja. Hús rísa í Bryggjuhverfi vestur  Búseti og Bjarg eru að reisa sex hús með 124 íbúðum  Nýtt íbúahverfi verður byggt á fyrrver- andi lóð Björgunar og landfyllingum  Lögð verður áhersla á að íbúar hafi gott aðgengi að sjónum ÁTVR hefur ákveðið að hefja við- ræður við Eik fasteignafélag um áframhaldandi leigu á húsnæði við Borgartún fyrir vínbúð. Í október síðastliðnum óskuðu Ríkiskaup fyrir hönd Vínbúðarinnar eftir að taka á leigu húsnæði fyrir vínbúð í Reykjavík. Birtist auglýsing þess efnis í dagblöðunum. Fram kemur á vef Ríkiskaupa að tvö félög hafi svarað auglýsingunni, Eik fasteignafélag og Íþaka ehf. Niðurstaðan varð sú að ganga til samninga við Eik. Í auglýsingunni kom fram að hús- næðið skuli vera á svæði sem af- markast í grófum dráttum af Kringlumýrarbraut, Skipholti, Bar- ónsstíg og Sæbraut. Á þessu svæði er nú þegar að finna vínbúð, sem staðsett er í Borgartúni 26. Sú versl- un var opnuð í maí árið 2008. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, að- stoðarforstjóri ÁTVR, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að núverandi leigusamningur fyrir vínbúðina í Borgartúni væri að renna út. Því væri staðan á húsnæðismarkaði könnuð en ekki stæði til að bæta við búð í þessum hluta borgarinnar. ÁTVR rekur nú 14 vínbúðir á höf- uðborgarsvæðinu og 37 vínbúðir á landsbyggðinni, samkvæmt yfirliti á heimasíðu fyrirtækisins. sisi@mbl.is Ljósmynd/ÁTVR Borgartún 26 Nú stefnir allt í að Vínbúðin verði áfram rekin á þessum stað. Vínbúðin verður áfram í Borgartúni Búseti er húsnæðissamvinnu- félag að norrænni fyrirmynd sem býður upp á fasteignir af fjölbreyttum stærðum og gerð- um á höfuðborgarsvæðinu. Kaup á búseturétti er val- kostur fyrir þá sem vilja búa við öryggi og festu en vilja ekki endilega kaupa fasteign, segir á heimasíðu félagsins. Félagsmenn Búseta eru yfir 5.000 talsins og rúmlega 1.000 af þeim eru búseturétt- arhafar. Bjarg íbúðafélag er húsnæð- issjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB. Félaginu er ætlað að tryggja einstaklingum og fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðar- húsnæði í langtímaleigu. Búseta til langs tíma BJARG OG BÚSETI Ljósmynd/Búseti Bryggjuhverfi vestur Húsin rísa vestan við eldra hverfið. Fremst eru landfyllingar sem síðar verður byggt á. Tölvumynd/Arkþing Nýju húsin Útlitsmynd af nýjum íbúðum sem Bjarg og Búseti eru að byggja í Bryggjuhverfi vestur, þau fyrstu í nýja hverfinu. Húsin mynda randbyggð. BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Fyrstu húsin eru byrjuð að rísa í nýju íbúðahverfi Reykjavíkur, Bryggjuhverfi vestur. Þarna er gert ráð fyrir allt að 850 íbúðum, að hluta til á landfyllingum og að hluta til á athafnasvæði Björgunar ehf. í Sævarhöfða, en fyrirtækið hefur sem kunnugt er hætt starfsemi þar. Það eru Búseti húsnæðis- samvinnufélag og Bjarg íbúðafélag sem byggja á sameiginlegum bygg- ingarreit 124 íbúðir í sex húsum í austurhluta nýja hverfisins. Ark- þing annaðist arkitektahönnun og Ístak er byggingarverktaki. Þótt byggt sé á sameiginlegum reit eru félögin hvort með sínar áherslur, segir Ágústa Guðmunds- dóttir, sölu- og markaðsstjóri Bú- seta. Fyrsta skóflustunga var tekin í júní 2020 og gert er ráð fyrir því að íbúðirnar verði tilbúnar seinni hluta ársins 2021. Húsin munu mynda randbyggð sem umlykur sameig- inlegt garðrými. Við Beimabryggju 5 reisir Búseti fjögurra hæða hús með mænisþaki þar sem verða 26 íbúðir 2ja, 3ja og 4ra herbergja, á stærðarbilinu 43- 90 fermetrar. Áhersla lögð á skjól og birtu Að sögn Ágústu var við hönnun húsanna lögð áhersla á skjólmynd- un og heppilega afstöðu til sólar. „Hverfið á að þróa á skemmtilegan hátt og þar er meðal annars gert ráð fyrir vel útfærðu torgi sem myndar miðpunkt hverfisins. Lögð verður áhersla á að íbúar hafi að- gengi að sjónum til að njóta útsýn- isins og manngerðrar fjöru með þrepastöllum, þar sem hægt verður að setjast niður.“ Bryggjuhverfi austur, við Elliða- árvog/Grafarvog, er fullbyggt. Upp- byggingin hófst fyrir rúmlega 20 ár- um, eða árið 1998. Þarna eru nú 600 íbúðir og skráðir íbúar um 1.100 Bolholti 4 • 105 Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a Úrval aukahluta: Hulstur, Hleðslutæki, Snúrur, Minniskort, USB lyklar og fleira VIÐ GERUM VIÐ allar tegundir síma, spjaldtölva, tölva og dróna Bolholt 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.