Morgunblaðið - 03.12.2020, Síða 37

Morgunblaðið - 03.12.2020, Síða 37
UMRÆÐAN 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2020 SÖLUAÐILAR Reykjavík: Gullbúðin, Bankastræti 6 s: 551-8588 Gilbert úrsmiður, Laugavegi 62 s: 551-4100 Meba Kringlunni s: 553-1199 Michelsen Úrsmiðir, Kringlunni s: 511-1900 Kópavogur: Klukkan, Hamraborg 10 s: 554-4320 Meba Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður: Úr & Gull, Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah úrsmiður, Hafnargötu 49 s: 421-5757 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður, Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah úrsmiður, Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s: 471-1886 Selfoss: Karl R. Guðmundsson úrsmiður, Austurvegi 11 s: 482-1433 Vestmannaeyjar: Geisli, Hilmisgötu 4 s: 481-3333 Undanfarnar vikur og mánuði hafa ráð- herrar og stjórnar- þingmenn verið beitt- ir gríðarlegum þrýstingi af hags- munaöflum í landbún- aðinum að gera breytingar á sam- keppnisumhverfi mat- vörumarkaðarins, sem myndu leiða af sér hækkun verðs til neytenda og skerða hag verzlunarfyrirtækja, en hygla innlendum framleið- endum búvara. Verðhækkanir á tímum atvinnuleysis Í fyrsta lagi hafa afurðastöðvar kveinkað sér undan því að birgðir safnist upp hjá þeim vegna minnk- andi eftirspurnar í heimsfaraldri kórónuveirunnar og lagt til að settar verði hömlur á innflutning til að hjálpa þeim að koma vörum sínum út. Undan þessum þrýstingi hefur Kristján Þór Júlíusson land- búnaðarráðherra nú látið og lagt fram á Alþingi frumvarp um að hverfa tímabundið aftur til fyrra fyrirkomulags á útboði á toll- kvótum fyrir búvörur. Afleiðing þeirrar lagabreytingar er í stuttu máli sú að innflutningsfyrirtæki munu þurfa að greiða hærra verð fyrir heim- ildir til að flytja inn búvörur án tolla. Breytingin skerðir hag inn- flytjenda og leiðir til hærra mat- vöruverðs, ekki bara á innfluttum vörum heldur líka á innlendum búvörum sem hægt er selja dýrar af því að samkeppnin verður minni. Breytingin er lögð til með þeim rökum að nú sé erfitt hjá innlendum búvöru- framleiðendum vegna heimsfaraldursins. Landbúnaðurinn er þannig eina greinin, sem stjórnvöld hyggj- ast styðja með því að leggja stein í götu samkeppni, í stað þess að vísa fyrir- tækjunum á almenn úrræði á borð við styrki og lán. Það má heita með miklum ólíkindum að á sama tíma og atvinnuleysi slær öll met og yfir 25.000 manns þiggja atvinnuleysisbætur, skuli stjórnvöld beita sér fyrir hækkun á matvöruverði. Ýmislegt bendir til að þetta frumvarp sé aðeins fyrsta skrefið í býsna vel skipu- lagðri aðför að samkeppni á mat- vörumarkaðnum. Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Í öðru lagi er mikill þrýstingur á að ríkisstjórnin leggi fram frum- varp sem veiti kjötafurðastöðvum undanþágu frá samkeppnislögum þannig að þær megi sameinast og hafa með sér samstarf án afskipta samkeppnisyfirvalda. Þetta gerði Sigurður Ingi Jóhannsson formað- ur Framsóknarflokksins að sinni tillögu í blaðagrein og fullyrti að nýverið hefði ríkisstjórnin „lýst vilja sínum til að fara þá leið“ með orðalagi í yfirlýsingu sinni vegna endurskoðunarákvæðis lífskjara- samninganna, þar sem stjórnin segist ætla að „kanna sérstaklega hagkvæmni og skilvirkni í mat- vælaframleiðslu“. Rök Sigurðar Inga fyrir und- anþágunni eru að „litlar afurða- stöðvar í kjöti meg[i] sín lítils í al- þjóðlegri samkeppni við mun stærri aðila – hvort sem er innan- lands eða á erlendum mörkuðum“. Þetta er vinsæl bullröksemd, sem hægt er að heimfæra á flest fyrir- tæki og atvinnugreinar á Íslandi. Ef smæð í alþjóðlegu samhengi er rök fyrir undanþágum frá sam- keppnislögum er alveg eins gott að nema þau bara úr gildi og fagna einokuninni. Samkeppniseftirlitið hefur opin- berlega lagzt eindregið gegn þess- um hugmyndum og bent á að fengju afurðastöðvar heimild til sameiningar og samstarfs umfram það sem gildir í samkeppnislögum, myndi hinn aukni markaðsstyrkur fyrirtækjanna sem af því leiddi birtast bændum í lægra afurða- verði og neytendum í hærra verði. SE bendir m.a. á að bændur hafi að verulegu leyti tapað forræði á afurðastöðvunum og séu í veikri stöðu gagnvart þeim, sem sjáist t.d. á því að nýafstaðin sláturtíð hafi verið vel á veg komin þegar bændum var gefið upp verð á af- urðum þeirra. Samkeppniseftirlitið bendir líka á að samkeppnislög veiti heimild til samruna eða undanþágu vegna samstarfs fyrirtækja, sé það metið svo að hagræðing af því sé neyt- endum til hagsbóta. Engin ástæða sé til að búa samrunum og sam- starfi kjötafurðastöðva og kjöt- vinnslna aðra umgjörð. Félag at- vinnurekenda tekur undir þau sjónarmið. Uppsögn tolla- samnings við ESB Þriðja atriðið, sem gríðarlegur þrýstingur er á, er uppsögn tolla- samnings Íslands og Evrópusam- bandsins, sem fært hefur neyt- endum miklar hagsbætur í formi lægra verðs og mun fjölbreyttara úrvals matvöru. Framsóknarflokk- urinn hefur gert þessa hugmynd að sinni og legið er á hinum stjórnarflokkunum að spila með. Sú falsröksemd hefur meðal annars verið færð fram fyrir upp- sögn samningsins að forsendur hans séu brostnar vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu; tollkvótar íslenzkra útflytjenda búvara í samningnum hafi verið hugsaðir fyrir Bretlandsmarkað og muni nú ekki nýtast sem skyldi. Staðreyndin er sú að um áramót tekur að óbreyttu gildi bráðabirgðafríverzlunarsamningur Íslands og Bretlands, þar sem rík- in veita hvort öðru gagnkvæma tollkvóta; Bretar fá 48 tonna kvóta fyrir osta og unnar kjötvörur inn á íslenzkan matvörumarkað og Ís- lendingar fá yfir 1.000 tonna kvóta fyrir skyr og lambakjöt inn á Bretlandsmarkað, byggt á við- skiptum síðustu ára. Auk þess halda útflytjendur öllum kvót- anum á ESB-markaðnum óskertum. Markaðsaðgangur fyrir íslenzkar búvörur batnar því með Brexit, ekki öfugt. Samkeppniseftirlitið hefur lagzt eindregið gegn hugmyndum um uppsögn tollasamningsins og bent á að innflutningstollar hafi nei- kvæð áhrif á neytendur í formi hærra vöruverðs og minna úrvals. Samstaða gegn atlögunni Hagsmunaöfl í landbúnaðinum reyna nú að nýta annars vegar kórónuveirufaraldurinn og hins vegar Brexit til að vinda ofan af breytingum í átt til frjálsra við- skipta og virkrar samkeppni, sem hafa átt sér stað á síðustu árum og verið verzluninni og neyt- endum til hagsbóta. Það er full ástæða fyrir samtök verzlunar, neytenda og launþega að standa saman gegn þessari atlögu, þar sem frumvarp landbúnaðarráð- herra um breytt kvótaútboð er því miður líklega aðeins fyrsta skref- ið. Eftir Ólaf Stephensen »Hagsmunaöfl í land- búnaðinum reyna nú að nýta annars vegar kórónuveirufaraldurinn og hins vegar Brexit til að vinda ofan af breyt- ingum í átt til frjálsra viðskipta og virkrar samkeppni. Ólafur Stephensen Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Aðför að samkeppni, verzlun og neytendum Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.