Morgunblaðið - 03.12.2020, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 03.12.2020, Qupperneq 37
UMRÆÐAN 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2020 SÖLUAÐILAR Reykjavík: Gullbúðin, Bankastræti 6 s: 551-8588 Gilbert úrsmiður, Laugavegi 62 s: 551-4100 Meba Kringlunni s: 553-1199 Michelsen Úrsmiðir, Kringlunni s: 511-1900 Kópavogur: Klukkan, Hamraborg 10 s: 554-4320 Meba Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður: Úr & Gull, Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah úrsmiður, Hafnargötu 49 s: 421-5757 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður, Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah úrsmiður, Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s: 471-1886 Selfoss: Karl R. Guðmundsson úrsmiður, Austurvegi 11 s: 482-1433 Vestmannaeyjar: Geisli, Hilmisgötu 4 s: 481-3333 Undanfarnar vikur og mánuði hafa ráð- herrar og stjórnar- þingmenn verið beitt- ir gríðarlegum þrýstingi af hags- munaöflum í landbún- aðinum að gera breytingar á sam- keppnisumhverfi mat- vörumarkaðarins, sem myndu leiða af sér hækkun verðs til neytenda og skerða hag verzlunarfyrirtækja, en hygla innlendum framleið- endum búvara. Verðhækkanir á tímum atvinnuleysis Í fyrsta lagi hafa afurðastöðvar kveinkað sér undan því að birgðir safnist upp hjá þeim vegna minnk- andi eftirspurnar í heimsfaraldri kórónuveirunnar og lagt til að settar verði hömlur á innflutning til að hjálpa þeim að koma vörum sínum út. Undan þessum þrýstingi hefur Kristján Þór Júlíusson land- búnaðarráðherra nú látið og lagt fram á Alþingi frumvarp um að hverfa tímabundið aftur til fyrra fyrirkomulags á útboði á toll- kvótum fyrir búvörur. Afleiðing þeirrar lagabreytingar er í stuttu máli sú að innflutningsfyrirtæki munu þurfa að greiða hærra verð fyrir heim- ildir til að flytja inn búvörur án tolla. Breytingin skerðir hag inn- flytjenda og leiðir til hærra mat- vöruverðs, ekki bara á innfluttum vörum heldur líka á innlendum búvörum sem hægt er selja dýrar af því að samkeppnin verður minni. Breytingin er lögð til með þeim rökum að nú sé erfitt hjá innlendum búvöru- framleiðendum vegna heimsfaraldursins. Landbúnaðurinn er þannig eina greinin, sem stjórnvöld hyggj- ast styðja með því að leggja stein í götu samkeppni, í stað þess að vísa fyrir- tækjunum á almenn úrræði á borð við styrki og lán. Það má heita með miklum ólíkindum að á sama tíma og atvinnuleysi slær öll met og yfir 25.000 manns þiggja atvinnuleysisbætur, skuli stjórnvöld beita sér fyrir hækkun á matvöruverði. Ýmislegt bendir til að þetta frumvarp sé aðeins fyrsta skrefið í býsna vel skipu- lagðri aðför að samkeppni á mat- vörumarkaðnum. Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Í öðru lagi er mikill þrýstingur á að ríkisstjórnin leggi fram frum- varp sem veiti kjötafurðastöðvum undanþágu frá samkeppnislögum þannig að þær megi sameinast og hafa með sér samstarf án afskipta samkeppnisyfirvalda. Þetta gerði Sigurður Ingi Jóhannsson formað- ur Framsóknarflokksins að sinni tillögu í blaðagrein og fullyrti að nýverið hefði ríkisstjórnin „lýst vilja sínum til að fara þá leið“ með orðalagi í yfirlýsingu sinni vegna endurskoðunarákvæðis lífskjara- samninganna, þar sem stjórnin segist ætla að „kanna sérstaklega hagkvæmni og skilvirkni í mat- vælaframleiðslu“. Rök Sigurðar Inga fyrir und- anþágunni eru að „litlar afurða- stöðvar í kjöti meg[i] sín lítils í al- þjóðlegri samkeppni við mun stærri aðila – hvort sem er innan- lands eða á erlendum mörkuðum“. Þetta er vinsæl bullröksemd, sem hægt er að heimfæra á flest fyrir- tæki og atvinnugreinar á Íslandi. Ef smæð í alþjóðlegu samhengi er rök fyrir undanþágum frá sam- keppnislögum er alveg eins gott að nema þau bara úr gildi og fagna einokuninni. Samkeppniseftirlitið hefur opin- berlega lagzt eindregið gegn þess- um hugmyndum og bent á að fengju afurðastöðvar heimild til sameiningar og samstarfs umfram það sem gildir í samkeppnislögum, myndi hinn aukni markaðsstyrkur fyrirtækjanna sem af því leiddi birtast bændum í lægra afurða- verði og neytendum í hærra verði. SE bendir m.a. á að bændur hafi að verulegu leyti tapað forræði á afurðastöðvunum og séu í veikri stöðu gagnvart þeim, sem sjáist t.d. á því að nýafstaðin sláturtíð hafi verið vel á veg komin þegar bændum var gefið upp verð á af- urðum þeirra. Samkeppniseftirlitið bendir líka á að samkeppnislög veiti heimild til samruna eða undanþágu vegna samstarfs fyrirtækja, sé það metið svo að hagræðing af því sé neyt- endum til hagsbóta. Engin ástæða sé til að búa samrunum og sam- starfi kjötafurðastöðva og kjöt- vinnslna aðra umgjörð. Félag at- vinnurekenda tekur undir þau sjónarmið. Uppsögn tolla- samnings við ESB Þriðja atriðið, sem gríðarlegur þrýstingur er á, er uppsögn tolla- samnings Íslands og Evrópusam- bandsins, sem fært hefur neyt- endum miklar hagsbætur í formi lægra verðs og mun fjölbreyttara úrvals matvöru. Framsóknarflokk- urinn hefur gert þessa hugmynd að sinni og legið er á hinum stjórnarflokkunum að spila með. Sú falsröksemd hefur meðal annars verið færð fram fyrir upp- sögn samningsins að forsendur hans séu brostnar vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu; tollkvótar íslenzkra útflytjenda búvara í samningnum hafi verið hugsaðir fyrir Bretlandsmarkað og muni nú ekki nýtast sem skyldi. Staðreyndin er sú að um áramót tekur að óbreyttu gildi bráðabirgðafríverzlunarsamningur Íslands og Bretlands, þar sem rík- in veita hvort öðru gagnkvæma tollkvóta; Bretar fá 48 tonna kvóta fyrir osta og unnar kjötvörur inn á íslenzkan matvörumarkað og Ís- lendingar fá yfir 1.000 tonna kvóta fyrir skyr og lambakjöt inn á Bretlandsmarkað, byggt á við- skiptum síðustu ára. Auk þess halda útflytjendur öllum kvót- anum á ESB-markaðnum óskertum. Markaðsaðgangur fyrir íslenzkar búvörur batnar því með Brexit, ekki öfugt. Samkeppniseftirlitið hefur lagzt eindregið gegn hugmyndum um uppsögn tollasamningsins og bent á að innflutningstollar hafi nei- kvæð áhrif á neytendur í formi hærra vöruverðs og minna úrvals. Samstaða gegn atlögunni Hagsmunaöfl í landbúnaðinum reyna nú að nýta annars vegar kórónuveirufaraldurinn og hins vegar Brexit til að vinda ofan af breytingum í átt til frjálsra við- skipta og virkrar samkeppni, sem hafa átt sér stað á síðustu árum og verið verzluninni og neyt- endum til hagsbóta. Það er full ástæða fyrir samtök verzlunar, neytenda og launþega að standa saman gegn þessari atlögu, þar sem frumvarp landbúnaðarráð- herra um breytt kvótaútboð er því miður líklega aðeins fyrsta skref- ið. Eftir Ólaf Stephensen »Hagsmunaöfl í land- búnaðinum reyna nú að nýta annars vegar kórónuveirufaraldurinn og hins vegar Brexit til að vinda ofan af breyt- ingum í átt til frjálsra viðskipta og virkrar samkeppni. Ólafur Stephensen Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Aðför að samkeppni, verzlun og neytendum Atvinna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.