Vinnan - 01.05.1966, Síða 3
VINNAN
AFMÆLIS-
HEFTI
1966
UTGEFANDI: ALÞYÐUSAME3AND I S LA N D S
Afmælisávarp frá forseta Islands
Alþýðusamband Islands var stofnað 12. marz 1916,
oig á nú hálfrar afdar afmœli. Mér er Ijúft að senda
Alþýðusambandinu- afmœliskveðju, og árnaðaróskir á
þessum tímamótum.
Það voru verkalýðsfélögin í mesta- þétibýlinu,
Reykjavík og Hafnarfirði, sem höfðu forgönguna,
Fyrsti forseti, til bráðabirgða, var Ottó N. Þorláks-
son, frumherji og baráttumaður alla ævi.
En á reglulegu þingi sama ár var Jón Baldvinsson
kjörinn forseti, og gegndi hann því trúnaðarstarfi til
dauðadags, samfleytt í 22 ár.
Alþýðusambandið og Alþýðuflokkurinn var nán-
ast einn félagsskapur arlan þann tíma, og tveim ár-
urn betur. En árið 1940 var gerður aðskilnaður á
verkalýðs- og stjórnmálastarfi, þó þar sé jafnan ná-
inn skyldleiki. En málefni alþýðu manna geta að sjálf-
sögðu hlotið stuðning í öllum stjórnmálaflokkum,
þó um það sé ætíð nokkur ágreiningur, eins og í öll-
um flokksátökum.
Nú er það langt liðið frá því að Jón BaTdvinsson
féil frá, að enginn ágreiningur mun vera um það,
hvílíkur ágætismaður hann reyndist í verkalýðs- og
þjóðmáiastörfum. Einnig vil ég nefna nafn Ólafs
Friðrikssonar, frumherjans og hvatamannsins. Þeir
voru báðir vinsælir út fyrir flokksmörk,
Tilgangur Alþýðusambandsins var „að koma á
samstarfi meðal íslenzkra alþýðumanna, er sé reist
á grundvelli jafnaðarstefnunnar (er ég raunar vildi
heldur nefna jöfnunarstefnu) og miði að því að efla
og bæta hag alþýðu, andlega og líkamlega.“
Um það þarf ég ekki nánar að ræða í stutiri af-
mæliskveðju. Það verður rætt og rakið rækilega, af
mörgum öðrum. En öllum oss, sem munum fimmtíu
ár, er það Ijóst hvílik stökkbreyting hefur orðið á
lífskjörum og hugsunarhætti á þessu tímabili, máske
meiri en á fimm öldum þar áður. Hitt er og öllum
Ijóst hve ríkan þátt Alþýðusamband Islands á í því
efni.
Bætt kjör, aukin réttindi og ný viðhorf skapa nýjar
skyldur fyrir þrjáiíu og fimm þúsund manna lands-
samtök. Þar er hinn nýi vettvangur verkalýðs-, at-
vinnu- og stjórnmála á næstu fimmtíu árum,
Hér læt ég staðar numið, og endurtek bæði þakkir
og heillaóskir i tilefni af hálfrar aldar afmæli.