Vinnan - 01.05.1966, Page 8

Vinnan - 01.05.1966, Page 8
6 u innan Það fer ekki milli mála, að mennirnir, sem í bjart- asta sviðsljósinu standa við vöggu Alþýðusambands íslands fyrir 50 árum, eru Ottó N. Þorláksson, Jónas Jónsson frá Hriflu, Ólafur Priðriksson og Jón Bald- vinsson. Þar koma líka skýrt fram menn eins og Guðleifur Hjörleifsson, mikill hæfileikamaður, sem dó ungur —- prentararnir Þorvarður Þorvarðarson og Ágúst Jós- efsson, — bókbindararnir Þorleifur Gunnarsson sem var fundarstjóri á öllum fundum undirbúningsnefnd- ar, og Gísli Guðmundsson, — svo og frúrnar Jónína Jónatansdóttir og Karólína Siemsen. Það er athyglisvert, að auk stofnfundar Alþýðu- sambandsins 12. marz eru haldnir fimm framhalds- stofnfundir með nokkru millibili (aðallega um helgar), og er sá seinasti þeirra haldinn 27. maí1 1916. — Þá fyrst lýkur þinginu. Á stofnfundinum 12. marz er aðeins gengið endan- lega frá lögum Alþýðusambands íslands. Og á þeim sama fundi er einnig samþykkt að kjósa 5 manna nefnd til að semja stefnuskrá sambandsins. í nefndina voru kosnir: Jónas Jónsson frá Hriflu, Ólafur Friðriksson, Ottó N. Þorláksson, Pétur Lárus- son og Kjartan Ólafsson. Á fyrsta framhaldsstofnfundinum 19. marz (viku síðar) er fyrsta sambandsstjórnin kosin. Hana skipa: Ottó N. Þorláksson, forseti. Ólafur Friðriksson, varaforseti. Helgi Björnsson, gjaldkeri. Jón Baldvinsson, ritari. í varastjórn eru: Þorleifur Gunnarsson, Jónas Jóns- son frá Hriflu og Davíð Kristjánsson. Stefnuskrárnefndin, sem kosin var á fyrsta fundi, hafði þá ekki lokið störfum. Síðan segir í fundargerð: „En formaður hennar, hr. Jónas Jónsson frá Hriflu rakti ýms atriði úr stefnuskránni og skýrði þau fyrir fundinum. Til máls tóku auk formælanda Davíð Kristjánsson, Ólafur Friðriksson og Ottó N. Þorláks- son. Ólafur Friðriksson las upp stefnuskrá, er jafnað- armannafélagið á Akureyri hafði samþykkt fyrra ár“. (Sú stefnuskrá hefur nú komið í leitirnar og verið birt í Rétti.) Enn er stefnuskrá sambandsins rædd á þriðja framhaldsstofnfundi Alþýðusambandsins, höldnum í Bárubúð sunnudaginn 26. marz. Á næsta framhalds- fundi sambandsþings — þeim fiórða — er enn rætt um stefnuskrána. Þar segir svo í fundargerð: „Formaður og frarnsögumaður nefndar þeirrar, er stefnuskrána átti að semja, hr. Jónas Jónsson frá Hriflu, lagði fram frumvarp til stefnuskrár fyrir Al- þýðuflokkinn. Var það tekið til framhalds 1. umræðu og afgreitt til 2. umræðu og til nefndarinnar til yfirlits.“ Næst er stofnskráin rædd á sambandsstjórnafundi, „og hún undirbúin að nokkru fyrir þingfund.“ Síðan kemur 5. og seinasti fundur sambandsþings, haldinn í Bárubúð laugardaginn 27. maí 1916. „Tekið til 2. umr. (fullnaðarafgreiðslu) stefnuskrá flokksins. Stefnuskráin er í 16 greinum og var hún afgreidd sem samþykkt frá þinginu. . . . Sambandsþinginu var síðan slitið. Jón Baldvinsson Sumarið 1916 eru haldnir einir 5 sambandsstj órnar- fundir. „1. SAMBANDSÞING Alþýðusambands íslands“ er svo „sett i Báruhúsinu í Reykjavík sunnudaginn 19. nóvember 1916 kl. 2 síð- degis.“ Þingið var sett af Ólafi Friðrikssyni í fjarveru Ottós N. Þorlákssonar, sem kom síðar á þingið. Á þessu þingi var Jón Baldvinsson kosinn forseti, og var hann það upp frá því í 22 ár, eða allt til dauða- dags 1938. En ritari í stað Jóns var þá kosinn Jónas Jónsson frá Hriflu. En því starfi gegndi hann aðeins skamma hríð. Nú hafði hann lokið við skipulagningu Alþýðusam- bands og Alþýðuflokks og sneri sér að öðru. Næsta verkefni hans var skipulagning Framsóknarflokksins. Þetta, sem nú hefur verið sagt, fannst mér þurfa að koma fram í sambandi við hálfrar aldar afmæli Alþýðusambandsins, því að rétt fyrir afmælið kom í leitirnar gjörðabók undirbúningsnefndar að stofn- un sambandsins og gjörðabók sambandsstjórnar 1916 —1918. Var sú bók því miður ekki tiltæk sem heimild, þegar Skúli Þórðarson gekk frá ritgjörð sinni. En í grein þessari hefur nefnd giörðabók verið notuð sem aðalheimild. Þetta hefur valdið því, að mál mitt er orðið lengra en skyldi. En ekki kemst ég hjá að minnast sérstak- lega tveggja manna, þeirra Ólafs Friðrikssonar og Jóns Baldvinssonar. Ólafur hefði orðið áttræður á þessu ári, ef hann hefði lifað. Hann var hinn eldlegi áróðursmaður. „í honum var bókstaflega sprengikraftur á þessum ár- um, hann var ómissandi og ómetanlegur,“ hefur Jón- as frá Hriflu sagt við mig nú nýlega. Og þetta vitum við — veit þióðin — að er satt og rétt. Hans verður ávallt minnzt sem hins mikla eldlega brautryðjanda og baráttumanns íslenzkrar verkalýðshreyfingar. Jón Baldvinsson var hinn liúfi og elskaði leiðtogi. Hann ávann sér allra traust og virðingu, sem honum kynntust. Það var alltaf hlýtt og bjart í kringum hann. Og farsælli í störfum, en hann, hafa fáir verið. Hann varð verkalýðshreyfingunni harmdauði og raunar þióðinni allri. íslandssagan geymir minningu hans meðal sinna beztu sona. Auk Ottós N. Þorlákssonar og Jóns Baldvinssonar hafa þessir verið forsetar Alþýðusambandsins á liðn- um 50 árum: Stefán Jóhann Stefánsson Sigurjón Á. Ólafsson Guðgeir Jónsson Hermann Guðmundsson Helgi Hannesson Hannibal Valdimarsson 1938—1940 19413—1942 1942—1944 1944—1948 1948—1954 1954 og síðan Um þessa menn er óþarft að fjölyrða, þeir eru allir þjóðkunnir af störfum sínum. í öllum aðalatriðum er skipulag Alþýðusambandsins líkt og það var mótað 1916. Þó má telia skipulags- breytinguna 1940 grundvallarbreytingu. Þá var, eins og kunnugt er, höggvið á skipulagstengslin milli Al- þýðusambandsins og Alþýðuflokksins. En nú er öll- um að verða ljóst, að bættar samgöngur, fjölbreytni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.