Vinnan - 01.05.1966, Page 13

Vinnan - 01.05.1966, Page 13
winnan Sigurjón Á. Ólafsson: Þingræða gegn Sigurjón Á. Ólafsson forseti A.S.Í. 1940—1942 var fæddur á Hvallátrum í Rauðasandshreppi 29. októ- ber 1884. Stundaði sjómennsku og siglingar langa hríð. Varð formaður Sjómannafélags Reykjavíkur 1917— 1918 og aftur 1920—1950 — alls í 31 ár. í stjórn Alþýðusambandsins átti hann sæti um margra ára skeið, og var forseti þess frá 1940—1942. Sigurjón átti sæti í Sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur og í Félagsdómi. Hann var einn af stofnendum Slysa- varnafélags íslands og í stjórn þess frá byrjun. Alþingismaður var hann frá 1927—1931 og aftur frá 1934—1942. Hann var varaforseti Efri-deildar Al- þingis 1934—1937. Sigurjón Á. Ólafsson lét mjög mikið til sín taka tvo málaflokka, sem báðir varða sjómenn miklu þ. e. öryggismál sjómanna og kjaramál þeirra. — Vegna baráttu Sigurjóns fyrir fullkomnum útbúnaði skipa og öryggi á sjó, var kröfuharka í1 slíkum málum kennd við hann af íhaldssömum andstæðingum og nefnd „Sigurjónska“. Sú nafngift er nú orðin að veglegum minnisvarða Sigurjóns Ólafssonar. Hér verður Sigurjóni sjálfum nú gefið orðið. Það er örstuttur kafli úr ræðu, er hann hélt í Efri-deild Alþingis um Gerðardóm í togaradeilu 16. marz 1938. Hann mælti á þessa leið: Herra forseti! Það vill nú svo til, að ég get ekki setið þegjandi hjá við umræður um þetta mál, og ég geri ráð fyrir, að það muni þykja nokkur tíðindi í þingsögu okkar íslendinga, þegar slíkt mál sem þetta er rætt í fyrsta sinn. Ef til vill mun það þykja nokkrum tíðindum sæta, þegar Alþingi þykir svo mikið við þurfa að lögfesta hvað hinn óbreytti verkamaður á að vinna fyrir þann og þann daginn . . . Ég sé ekki, að nein lausn á málinu felist í tillögu hæstvirts forsætisráðherra. Hann mun að vísu þykj- ast hafa nokkrar líkur fyrir því, að útgerðarmenn muni ganga að gerðardómi, þar sem Sjálfstæðismenn hafa lýst yfir fylgi sinu við þá leið. Það mun vera honum mikil huggun. En það er óútséð, hvort sjó- menn telja sig geta lotið að slíku tilboði. Það hefur verið stefna verkalýðsins hér, síðan hann myndaði fyrst samtök sín, að láta ekki tildæma sér kaup. Þá vík ég að gerðardómum á Norðurlöndum sem hæstvirtur forsætisráðherra vitnaði í. Hér er ólíku saman að jafna . . . Niðurstöður slíks dóms eru mjög háðar þeirri stjórn, sem við völd er í hvert sinn. Úr- gerðardómi skurðir gerðardóma í Danmörku hafa alltaf verið verkalýðnum í vil. En eru líkur til, að þessi gerðar- dómur yrði það? Ég vil að síðustu aðeins segja það, að mér þykirr vöskum drengjum, sem eru lofaðir jafnt hér sem ann- arsstaðar fyrir dugnað, ósérplægni og leikni í störf- um, fyrir að vera afkastameiri fiskimenn, en aðrir, þó að víða sé leitað, illa launað af þjóðfélaginu með því, að þeim séu skömmtuð kjör, sem sennilega þýða það, að afkoma þeirra verður mjög svipuð því, sem nú er. . . Ég mun af framangreindum ástæðum greiða at- kvæði á móti frumvarpinu. En ég vona, að íslenzkur verkalýður beri sömu gæfu til að hrinda af sér borgaralegum gerðardómi sem í Noregi, Svíþjóð og annarsstaðar, og ef þetta frumvarp getur orðið til þess, þá er e. t. v. fengur að því frá sjónarmiði einhverra. En ég tel þó ekki, að neinn fengur geti að því orðið, því að tilgangur sjómannastéttarinnar var að afla sér kjarabóta, meiri en slíkur dómur myndi dæma henni.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.