Vinnan - 01.05.1966, Síða 15
Vi
inncin
13
Hermann Guðmunclsson:
Samheldnin er fyrir öllu
Hálfrar aldar starf heildarsamtaka verkalýðsins ■—
Alþýðusambands íslands — hefur valdið straum-
hvörfum í þessu landi.
Kjarabætur, þróun athafnalífsins, aukin menning,
alþýðutryggingar, réttarbætur og mannúðlegt viðhorf
til þeirra, sem ekki eru sólarmegin í lífinu, allt á þetta
rót sína að rekja til starfs verkalýðssamtakanna.
Fyrirhafnarlaust hefur enginn sigur unnizt, oft hef-
ur baráttan verið erfið og brautin grýtt, en þrátt fyrir
alls konar örðugleika hefur sú von og fullvissa fylgt
allri baráttu verkalýðsins, að hann væri að berjast
fyrir háleitum og göfugum hugsjónum.
Hefur sá hugsjónaeldur verið aflið, sem knúði braut-
ryðjendur til dáða og enzt hefur verkalýðshreyfing-
unni fram til þessa, bótt mörgum sýnist loginn vera
orðinn nokkuð daufur, af völdum efnishyggju og alls-
nægta nútímans.
Tímarnir breytast, nýjar aðstæður skapast, bar-
áttuaðferðir, sem áður voru vænlegar til árangurs, eru
nú sumar hverjar úreltar.
Verkalýðshreyfingin verður að samlaga sig breyttum
tímum og hefur reyndar gert bað í ríkum mæli.
En þrátt fyrir allar breytingar, er enn í dag í gildi
sú hin sama regla, sem leiddi til stofnunar verkalýðs-
samtakanna, að sameinað átak margra getur lyft því
grettistaki, sem hverjum einum er um megn að ráða
við.
Þetta er höfuðatriðið í öllu starfi verkalýðssamtak-
anna, að þroska félaga sína í þeim skilningi, að sam-
starfið, samheldnin sé fyrir öllu, að einstaklingurinn
sé því aðeins sterkur, að hann sé tengdur öðrum,
að koma fram í skipulegri og sterkri fylkingu, í stað
þess að vera dreifðir og máttlausir.
Því vil ég óska þess á þessum tímamótum í sögu
Alþýðusambands íslands, að í náinni framtíð takist
að eyða allri pólitískri sundrungu í röðum verkalýðs-
ins, að Alþýðusambandið geti ávallt verið sterk og óháð
samtök, ávallt reiðubúin til sóknar og varnar í hags-
munabaráttunni.
Sambandsstjórnin
sem kjörin var á 19.
þinginu 1946.