Vinnan - 01.05.1966, Blaðsíða 19

Vinnan - 01.05.1966, Blaðsíða 19
U inna.fi 17 félagið í sambandinu, voru nokkrir áhrifamenn and- stæðingar þess. Meinlegt var og að það hafði sama sem engar tekjur, og sýnir það bezt viðhorf verkamanna til þess, hve tregir þeir voru til að leggja á sig nokkur gjöld í þarfir þess; átti hver maður að gjalda til þess 25 aura á ári; jafnvel þessa upphæð var afar erfitt að innheimta. Þau þrjú ár, sem sambandið starf- aði, stóð sambandsráðið uppi með tvær hendur tóm- ar og var mjög atkvæðalítið um verkalýðsmál. Aðal- viðfangsefni þess voru að sjálfsögðu launamálin. Auk þess hafði það nokkurn áhuga á að bæta verzlunina í Reykjavík og átti frumkvæði að því að stofnað var hið svonefnda Sameignarkaupfélag, er starfaði um hríð en fór svo forgörðum vegna illrar stjórnar. Ráðagerðir sambandsráðsins um að stofna póli- tískt jafnaðarmannafélag báru engan árangur. Það reyndi að taka þátt í bæjarstjórnarkosningum en hafði sáralítil áhrif á framvindu málanna. Á þeim árum, sem sambandÆ starfaði, mun sjálfstæðisbaráttan hafa verið harðari en nokkru sinni fyr eða síðar, og telja má að allur stjórnmálaáhugi þjóðarinnar hafi beinzt að henni. Verkamannasamband íslands starfaði að nafninu til til ársins 1910. Á því ári virðist sambands- ráðið hafa haldið einn fund, hinn síðasta. Stofnun Alþýðusambands íslands Frá stofnun Verkamannafélagsins Dagsbrún- ar og Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði hvíldi mikil deyfð yfir verkalýðshreyfingunni allt fram til ársins 1915. Voru þó lífskjör verka- manna mjög bágborin, enda þótt þjóðarfram- leiðslan ykist á því tímabili örar en dæmi voru til áður. Samkvæmt grein Jónasar Jónssonar frá Hriflu: „Fátæktin í Reykjavík“ voru meðal- tekjur verkamanna árið 1914 fimm hundruð krónur á ári og atvinnuleysi nálega hálft árið. Oft var heilli fjölskyldu hrúgað saman í eitt herbergi. Fjórar til sjö manneskjur áttu þar heima. Þar var unnið, sofið, soðið og geymdur matur, hafzt við dag og nótt. Sjö menn urðu að lifa á 84 aurum á dag, 12 aurar á mann eða 4 aurar máltíðin. Jónas lýsir því einnig, hvernig þessi sára fátækt dragi mátt og magn úr verka- mönnum. Hugur þeirra beinist allur að því að berjast um hvern brauðmola. Menningarhagur þeirra er því jafn bágborinn og efnahagurinn. Fátækt almennings í sj ávarplássum er því eitt hið mesta vandamál þjóðarinnar. Þegar heimsstyrjöldin fyrri skall á árið 1914, kom brátt til mikillar verðhækkunar, og haustið 1915 voru afleiðingar verðhækkunarinnar orðn- ar mjög tilfinnanlegar fyrir verkamenn í sjáv- arplássum á íslandi. Tímakaup Dagsbrúnar- manna var þá aðeins 40 aurar en 35 árið áður. Var því viðbúið að verkamenn yrðu að herða enn meir sultarólina ef við svo búið ætti að standa, og augljóst var að miklar hörmungar voru framundan ef ekki væri hafizt handa um úrbætur þegar í' stað. Þá um haustið fóru nokkrir áhugamenn um verkalýðssamtök að vinna að stofnun félags meðal háseta á togurum í Reykjavík. Voru þar fremstir í fylkingu Jón Guðnason o. fl. forystu- menn háseta og með þeim Ólafur Friðriksson og Jónas Jónsson frá Hriflu. Var Hásetafélag Reykjavíkur stofn- að þá um haustið og gerðist brátt eitthvert fjölmenn- asta og umsvifamesta verkalýðsfélag landsins, enda voru togarahásetar þá fjölmennasta atvinnustétt í bænum — brjóstfylking alls verkalýðs í andinu. Þetta sama haust kusu verkalýðsfélögin nokkra full- trúa til þess að athuga, hvort kostur myndi vera að stofna til heildarsamtaka verkamanna. í þessari und- irbúningsnefnd voru m. a. Ólafur Friðriksson, Jónas Jónsson, Þorleifur Gunnarsson og Ottó N. Þorláks- son. Jafnframt því sem þessir fulltrúar unnu að stofn- un verkalýðssamtaka, hófu þeir undirbúning að þátt- töku verkamanna í bæjarstjórnarkosningum, sem fram áttu að fara í janúar 1916. í þessum kosningum unnu verkamenn hinn glæsi- legasta sigur; fengu kjörna þrjá fulltrúa í bæjar- stjórn, en þá voru aðeins sjö fulltrúar í bæjarstjórn Reykjavíkur. Þessi mikli kosningasigur jók mjög bjartsýni full- trúanna, svo og verkamanna sjálfra, sem nú virtust furðulega skjótt hafa vaknað til stéttarmeðvitundar. Kosningabaráttan hleypti miklu fjöri í verkalýðsfélög- in. Hið nýstofnaða Hásetafélag starfaði þann vetur af Fyrsta stjórn Hásetafélags Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.