Vinnan - 01.05.1966, Qupperneq 27

Vinnan - 01.05.1966, Qupperneq 27
u innan 25 Sparta“, hafði þegar á Alþýðusambandsþingi 1924 sótt um upptöku í Alþýðusambandið en verið vísað frá á þeim forsendum, að félagið væri í alþjóðasambandi kommúnista en Alþýðusambandið viðurkenndi ekki grundvallarreglur þess. Kommúnistahreyfingunni óx mjög fylgi um þessar mundir, ekki sízt eftir 1927, þegar Alþýðuflokkurinn studdi ríkisstjórn Framsókn- ar með hlutleysi um árabil, en einungis fá stefnumál hans og verkalýðsins náðu fram að ganga. Kröfurnar um skipulagsbreytingu gerðust nú sífellt háværari. Á aukaþingi A.S.Í. 1929 var samþykkt að skipa 7 manna nefnd til að undirbúa og semja nýja stefnu- skrá og lög fyrir Alþýðuflokkinn. Skyldi stjórn A.S.Í. tilnefna 4 menn í nefndina og fjórðungssamböndin 3, einn hvert. Skyldi leggja tillögur nefndar þessarar fyrir verkalýðsráðstefnu, er halda skyldi fyrir Al- þýðusambandsþing 1930. Meðan nefndin starfaði börðust vinstri menn fyrir því að öllum verkalýðsfélögum á landinu yrði boðið að senda fulltrúa á hina fyrirhuguðu verkalýðsmála- ráðstefnu og að stofnað yrði verkalýðssamband óháð Alþýðusambandinu á grundvelli stéttabaráttunnar. Þeir vildu gera verkalýðsmálaráðstefnuna óháða Al- þýðuflokknum. Undirbúningsnefnd ráðstefnunnar klofnaði í aðal- málinu. Lagði meirihlutinn, hægri menn, til að eigi yrði stofnað verkalýðssamband óháð pólitískum flokk- um, en vinstri menn lögðu til að stofnað yrði verka- lýðssamband með öllum verkalýðsfélögum í landinu. Var tillaga meirihlutans samþykkt á ráðstefnunni. Skömmu eftir ráðstefnuna, 25. nóv. 1930, hófst 10. þing A.S.Í. Þá skildi að fullu og öllu með kommún- istum og sósíaldemókrötum innan Alþýðusambandsins. Mikilvægasta og afdrifaríkasta tillagan, sem fram hafði komið á verkalýðsráðstefnunni um breytingu á lögum Alþýðusambandsins var þessi: Kjörgengi í fulltrúaráð, á fjórðungsþing, sambandsþing og aðrar ráðstefnur innan sambandsins svo og í opinberar trúnaðarstöður fyrir sambandsins eða flokksins hönd er bundið því, að fulltrúinn sé Alþýðuflokksmaður og tilheyri engum öðrum stjórnmálaflokki. Hver fulltrúi er skyldur til, áður en kosning hans er samþykkt í fulltrúaráði, á fjórðungsþingi eða á sambandsþingi, að skrifa nafn sitt undir stefnuskrá Alþýðuflokksins hjá forseta samkomunnar og skuldbinda sig til að starfa í öllu samkvæmt henni og lúta lögum sambandsins. Tillagan hlaut samþykki á Alþýðusambandsþinginu, en með henni voru allir, sem ekki fylgdu stefnu Al- þýðuflokksins, gerðir réttlausir, enda þótt þeir lögum samkvæmt mættu vera í verkalýðsfélagi. Þeim veitt- ist einungis skyldan til að greiða iðgjöld sín og standa undir pólitískri starfsemi flokks, sem þeir vildu ekki veita fylgi. Næsta áratug — 1930—1940 — voru lög þessi í gildi og forysta Alþýðusambandsins var í höndum jafnaðarmanna. Á þessu tímabili stóðu sífellt hinar hörðustu dei'ur milli kommúnista og jafnaðarmanna, og sóttu hinir fyrrnefndu á með mikilli hörku. Þrátt fyrir það unnu jafnaðarmenn mikilvæga pólitíska sigra. Áhrif þeirra á Alþingi jukust með stjórnarsam- vinnunni við Framsókn. Náðu þeir meiri áhrifum á löggjöfina en dæmi voru til áður, og eru lögin um alþýðutryggingar mesti sigurinn eins og áður er sagt. Veturinn 1937 kom upp mikill ágreiningur milli stjórnarflokkanna um stefnuna í efnahagsmálum, og leiddi sá ágreiningur til þingrofs. Kosningar fóru fram í júní það ár. Gerðust þá þau tíðindi, að komm- únistar fengu kjörna á Alþingi sína fyrstu fulltrúa, með því að Einar Olgeirsson náði kosningu í Reykja- vík og í kiölfar hans fylgdu tveir aðrir flokksbræður hans sem uppbótarþingmenn. í þeim kosningum tap- aði Alþýðuflokkurinn tveim þingsætum. Kom tapið nær eingöngu fram í Reykjavík. Þessi úrslit kosn- inganna, sem og ágreiningur Alþýðuflokksins við Framsókn, styrkti mjög aðstöðu kommúnista og jók tilhneiginguna til að sameina verkalýðsflokkana með einhverjum hætti, enda höfðu kommúnistar þá um skeið háð hina svonefndu samfylkingarbaráttu, er stefndi að því marki. Þá um haustið hélt A.S.Í. auka- þing, er skyldi taka afstöðu til sameiningartilboðs kommúnista og ákveða, hvort Alþýðuflokkurinn skyldi halda áfram samstarfi við Framsókn. Þingið taldi nauðsynlegt og eðlilegt að því samstarfi yrði haldið áfram og gerði kommúnistum tilboð um sameiningu flokkanna. Þegar hér var komið var Alþýðusamband- ið klofið í' tvær fylkingar. Héðinn Valdemarsson og fleiri foringjar þess voru þess mjög fýsandi að flokk- arnir sameinuðust. Héðinn var og ákaflega andvígur samvinnu við Framsókn. Taldi hann það hina brýn- ustu nauðsyn, að verkalýðsflokkarnir sameinuðust og héldu uppi harðri stjórnarandstöðu, enda er vart skiljanlegt að það gæti farið saman að sameinast kommúnistum og veita jafnframt Framsóknarflokkn- um brautargengi. Héðinn og fylgismenn hans voru mjög óánægðir með ofangreindar samþykktir þings- ins, einkum þó sameiningartilboðið, þar sem kommún- istum voru settir svo harðir kostir, að engin líkindi voru til þess að að þeim yrði gengið. í janúar 1938 fóru fram bæjarstjórnarkosningar, og buðu þá Alþýðuflokkurinn og Kommúnistaflokkurinn fram sameiginlegan lista í Reykjavík og víðar þrátt fyrir magnaða andstöðu margra hinna mestu áhrifa- manna í forystuliði Alþýðusambandsins. Kosninga- baráttan var háð við hinar verstu aðstæður vegna hinnar heiftarlegu baráttu milli sameiningarsinna og hinna, er ekki vildu vita af sameiningu. Þrátt fyrir það náði þó listinn 6500 atkvæðum í Reykjavík, en á þriðja hundrað atkvæði vantaði á samanlagða at- kvæðatölu verkalýðsflokkanna í alþingiskosningunum sumarið áður. Úti á landi gekk verkalýðsflokkunum furðu vel, og vann listi þeirra hreinan meirihluta á ísafirði, Hafnarfirði, Siglufirði, Norðfirði og víðar. Stjórn Alþýðusambandsins, sem að miklum meiri- hluta var andvíg sameiningarmönnum, rak Héðin Valdemarsson úr flokknum nokkrum vikum síðar, en hann og fylgismenn hans héldu áfram að undirbúa sameiningu við kommúnista, og Héðinn áfrýjaði brott- rekstrinum til Alþýðusambandsþings. Nokkru eftir brottrekstur Héðins klofnaði Jafn- aðarmannafélag Reykjavíkur, og þar með var loku skotið fyrir bað að sættir tækjust. Alþýðusambandsþingið haustið 1938 átti að gera út um málið. Komu þá engar sættir til greina, enda var fulltrúum sameiningarmanna bægt frá þingsetu. Um sömu mundir var haldið stofnþing Sameining- arflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins. Að stofnun hans stóðu Kommúnistaflokkurinn og sameiningar- menn úr Alþýðuflokknum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.