Vinnan - 01.05.1966, Síða 28
26
u
innan
Svipmyndir frá 25. þinginu, á tveim efri myndunum eru gestir, hinar sýna fulltrúa.
Fyrr á sama ári lézt Jón Baldvinsson. Hann hafSi
verið forseti Alþýðusambandsins allt frá hausti 1916
til dauðadags. Eftir andlát hans tók Stefán Jóhann
Stefánsson við forsetastarfinu og hafði það með hönd-
um til Alþýðusambandsþings haushð 1940.
Hinni algeru klofningu hinnar pólitísku verkalýðs-
hreyfingar fylgdi klofning hinnar faglegu hreyfingar,
þar eð sum verkalýðsfélögin fylgdu Alþýðuflokknum,
önnur hinum nýstofnaða Sósíalistaflokki.
Það var vitanlega augljóst, að ef Alþýðusambandið
klofnaði fyrir fullt og allt, myndi það verða óbæt-
anlegt tjón fyrir verkalýðshreyfinguna og bölvun fyrir
báða verkalýðsflokkana. Var því unnið að því að koma
á sættum, og á 16. þingi A.S.Í. haustið 1940 var breyt-
ing gerð á skipulagi þess. Alþýöuflokkurinn var skil-
inn frá Alþýðusambandinu, og öll Alþýðuflokksfélög
gengu úr því sem slík. Sambandið varð því verkalýðs-
samband, þar sem allir félagsmenn höfðu jafnan rétt
í hvaða stjórnmálaflokki sem þeir stóðu. Gengu þá
verkalýðsfélög þau, sem áður höfðu horfið úr sam-
bandinu, aftur í það, og á næsta sambandsþingi 1942
var allur íslenzkur verkalýður innan vébanda þess.
Sögu Alþýðusambandsins sem stjórnmálaflokks var
þar með lokið.
Kjarabaráttan eftir 1940
Skipulagsbreyting Alþýðusambandsins, er ákveðin
var á þingi þess 1940 og framkvæmd á næstu tveim
árum, markaði tímamót í sögu þess. Verkalýður
landsins var nú aftur kominn í ein heildarsamtök og
var því sterkari gagnvart atvinnurekendum en nokkru
sinni áður. Á sama ári markaði heimsstyrjöldin síð-
ari, einkum hernám Breta 10. maí, einnig tímamót í
sögu íslands, ekki sízt verkalýðsins. Atvinnuleysi hvarf
þá svo að segja úr sögunni vegna tilkomu hins brezka
herliðs.
Á Alþingi haustið 1939 voru sett lög, er fyrirmun-
uðu verkalýðsfélögunum að bæta kjör félagsmanna.
í þeim lögum var ákvæði um, að dýrtíðaruppbót á
grunnlaun skyldi ekki greidd nema á þriggja mán-
aða fresti, og skyldi hún þá aðeins nema 50—80%