Vinnan - 01.05.1966, Síða 29

Vinnan - 01.05.1966, Síða 29
u innan 27 af verðhækkun. Frá þeim tíma til ársins 1942 voru grunnlaun launþega að mestu leyti óbreytt. Dýrtíð óx þá hröðum skrefum og kaupmáttur launa minnkaði að sama skapi. Á þessu tímabili varð skortur á vinnuafli svo mik- ill, að verkamenn gátu víðast hvar fengði eins mikla yfirvinnu og þeir vildu, og þar að auki höfðu þeir atvinnu árið um kring. Jukust þá tekjur verkamanna stórlega, enda þótt kaupmáttur tímalauna rýrnaði. Varð það algengt á þessum árum, að verkamenn unnu hálfan sólarhringinn eða meira. Var þá 8 stunda vinnudagurinn, sem genginn var í gildi hjá mörgum verkalýðsfélögum, í raun og veru úr sögunni, og hafði ekki aðra þýðingu en þá, að kauptaxti í dagvinnu mið- aðist við 8 stundir. Oft unnu atvinnurekendur það til, til þess að fá menn í vinnu, að þeir veittu þeim ýmis fríðindi, þar eð ekki mátti hækka grunnlaun. Hið fyrra skipulag um launagreiðslur tók því mjög að ganga úr skorðum. Um áramót 1941—1942 gengu lögin um bann við grunnkaupshækkun úr gildi. Óánægja verkafólks með launakjör var þá orðin mögnuð, og sögðu þá ýmis verkalýðsfélög upp samningum og hófu verkfall 2. janúar 1942. Nokkrum dögum síðar gaf ríkisstj órnin út bráða- birgðalög, en samkvæmt þeim var settur gerðar- dómur í kaupgjalds- og verðlagsmálum. Með lögum þessum voru bannaðar allar grunnkaupshækkanir nema til samræmingar. Öll verkföll til breytinga á kaupi og kjörum voru því bönnuð. Voru hin nýbyrjuðu verkföll þar með lýst ólögleg. Lög þessi vöktu því meiri andúð sem allir vissu, að allur fjöldi atvinnu- rekenda velti sér í stórgróða og auður hrannaðist upp. Félög þau, er höfðu hafið verkföll, aflýstu þeim, en félagsmenn mættu ekki til vinnu. Var þetta upp- haf hins svonefnda skæruhernaðar, er í því var fólg- inn, að félögin gerðu engin verkföll, en verkamenn hættu að mæta reglulega til vinnu og töfðu þannig eða stöðvuðu verkin. Um vorið og fram á sumar var skæruhernaðurinn í algleymingi og hækkuðu atvinnu- rekendur þá launin stórlega, þrátt fyrir gerðardóms- lögin, sem nú urðu ekki annað en pappírsgagn og voru numin úr gildi þá um sumarið. Þessi átök eru athyglisverð fyrir þá sök, að íslenzkur verkalýður hef- ur hvorki fyrr né síðar beitt þessari aðferð í kjara- baráttunni. Næstu árin fóru kjör verkamanna almennt batn- andi, og árið 1945 var kaupmáttur tímakaupsins orð- inn 69% meiri en árið 1939 miðað við Dagsbrúnar- taxta. Þegar hér var komið höfðu flestallar vinnu- stéttir fengið 8 stunda normal vinnudag viðurkennd- an og fengið eftirvinnu eða næturvinnutaxta fyrir það, sem umfram var unnið. Síðan á styrjaldarárunum hefur oftast verið mikill skortur á vinnuafli hér á landi, og hafa verkamenn því getað fengið mikla eftirvinnu. Hefur fjöldi þeirra vanizt á að vinna margar stundir fram yfir hinn normala vinnudag, og er nú algengast að menn vinni 10 tíma á dag. Á síðari árum hefur kaupmáttur tíma- kaupsins minnkað það mikið að fæstir verkamenn geta komizt af með það kaup, sem fæst fyrir 8 stunda vinnu. Það er því nú sem stendur ein af helztu kröf- um A.S.Í., að kaupið verði hækkað svo mikið, að verka- menn fái sæmilegar tekjur fyrir 8 stunda vinnu. Hin allt of þunga vinnubyrði, er nú hvilir á fjölda verka- manna, er til mikils tjóns bæði fyrir verkamenn og þjóðfélagið í heild sinni. Þar sem dýrtíð hefur sífellt farið vaxandi og hver gengisfelling hefir fylgt annarri síðan 1950, hefur verkalýður og aðrar launastéttir á íslandi ekki átt annan kost en krefjast þess, að launin væru hækkuð til samræmis við hækkandi verðlag. Hafa verkamenn oftast staðið höllum fæti í þeim hráskinnaleik, þar eð jafnan reynist erfiðara að koma fram kröfum um hærri laun en berjast gegn launalækkun. Hafa verka- menn því oft orðið að standa í erfiðum verkföllum nú á síðari árum. Má þar nefna t. d. Dagsbrúnarverk- fallið 1949 og hin miklu verkföll 1952. Árið 1955 gerði Dagsbrún og verkfall, er stóð alllengi. Bæði 1961 og 1962 kom til verkfalla togarasjómanna. Á öllu tíma- bilinu frá 1949 fram til þessa dags hefur róðurinn verið mjög erfiður fyrir verkamenn, og enginn vaíi leikur á því, að launataxti í almennri verkamanna- vinnu er verkamönnum mun óhagstæðari en í lok styrjaldarinnar. Um ófaglærða iðnaðarmenn gildir hið sama svo og um suma faglærða og verzlunarfólk. Séð yfir fundarsal á Alþýðusambandsþingi 1960.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.